Öldin - 01.11.1895, Síða 15

Öldin - 01.11.1895, Síða 15
ÖLDIN. 175 eins og harðan þorsk á meðan hann gat og þorði og brígslaði mér og foreldrum mín- um í gröflnni um fátæktina og þurfalings- skapinn. En þegar einn hundurinn flýg- ur áaðkomuhvoipinn, svo fljúga allir hund- ar, sem sjá það, á hann líka. Það má vera að þessar eigur, sem taldar hafa verið frænda mínum, láti nærri þeirri upphæð sem hann hafði að geyma fyrir mig, en í rentur er ekki um annað að tala cn þetta daglcga uppeldi mitt og tveggja ára veru móður minnar. En ég mun ei sakast um það. Á næsta vori skal það verða opin- bert hver Skarðsauðinn hefir átt og á, hvað sem almannarómurinn segir.” Ingvar ætlaði ekki að trúa því að hann heyrði rétt, þcgar óg bað hann um sam- þykki á ráðahag okkar Elínar. Hann sagði að ég væri nú orðinn langríkastur allra ungra manna hér í sýslu, síðan ég hefði erft Skarðsauðinn. Sig hefði aldrei dreymt það, að svona mikið lán lægi fyrir dóttur sinni. Eg myndi víst enn þá eftir því, þegar hún hefði sett ijósið í gluggann. Elín fór suður með mér og var í Hvammi um veturinn. Um vorið giftum við okkur og hefir henni að hennar eigin sögn liðið vel síðan. Ég hlustaði með mestu ró og athygli á sögu vinar míns, sem ég hafði mjög gam- an af. Hann var mesti búhöldur og merk- ismaður, greindur og skemtinn. Og kon- an hans altað einu eins og hann. Og svo lét ég ekki undan fyr en ég fékk hann til að segja mér ágrip af fyrridaga æfisögu sinni, og hvernig hann hafði kynst og eign- ast þessa Ijómandi fallegu og góðu konu, sem er of fágæt vera á mangarapöllum lijónabandsstofnana heimsins. Endir. Ýmislegt, Kvenfólk á öldum heiðninnar. Áður en Hjálmar H. Boyesen lézt, í haust er leið, hafði hann samið ýmsar rit- gerðir, er síðan hafa komið út í ákvörðuð- um tímaritum. Á meðal þeirra er ein í Nóvemberliefti tímaritsins “Forum,” í Bost- on, um róttindi og meðferð kvenna áður en þjóðirnar tóku kiistna trú. Því er alment haldið fram, að uppliefð og réttur kvenna sé kristindóminum að þakka og því til sönn- unar bent á, að þar sem siðfágun og menn- ing sé skamt á veg komin, þar sé kvenfólk- ið ánauðugt og hafi engan rétt, en að í framfaramestu löndunum sé það frj&lst og liafl fyllsta tækifæri til að vera sjálfstætt. I þessari ritgerð ber Prof. Boyesen á móti þvi, að kvenfólk eigi upphefð sína kristin- dómnum að þakka. Hann heldur pvíþvert á móti fram, að á hinum heiðnu öldum hafi konan haft allan þann rett, er nútíðarkon- urnar berjast fyrir að útvega sór og systr- um sínum. Þetta segir hann með sérstöku tilliti til norðurlandaþjóða og Germana. Sem dæmi upp á það hve mikils konur voru metnar hjá Þjóðverjum á meðan þeir enn voru í hirðingjaástandi og andvígum smáfiokkum, getur hann þess, að TacitUs* segi afdráttaalaust, að á fundum flokks- manna hafl ætíð með athygli verið hlustað á ræður kvenna og að karlmcnnirnir hafi aldrei forsmáð ráð þeirra. Fyrst um sinn kveðst Boyesen hafa hneigst að þ\i áliti, að Tacitus hefði af ásettu ráði lirósað ltin- um norðlenzku barbarakonum um skör fram, í því skyni, að við samanburðinn sæist enn Ijósar léttúð og tildur ítalskra kvenna. En eftir nákvæma rannsókn sög- unnar, kveðst Boyesen hafa sannfærst um, að sú skoðun sín hafi verið röng. Hann segir efalaust, að heiðindómurinn á norður- *) Caius Cornelius Tacitus, nafnfrægnr rómvcvskur sr.gr.aritar;, uppi á 1, öltl c. Ií.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.