Öldin - 01.03.1896, Qupperneq 9

Öldin - 01.03.1896, Qupperneq 9
ÖLDIN. 41 Þar 4 glápir þorri mannw— Þegar svo er búið: Sannleik, frelsi, fjárliag lands, I flag er öllu snúið. XII. Yeðnr-vísa. Fjúkið sáir sinu-vðll, Sveil hafa dáleitt vatna-föll; Höfðabláu hnjúka-fjöll Hærir gráa ofan-mjöll. Yonin nm vorið. Eftil’ SlGB. JÓHANNSSON. Þá fyrst ég mœti frostiþrungnum vetri og fer hann djarft að mínu veika setri, ég veit mig skortir við hann inegn að stríða og vorsins flnst mér ægi langt að bíða. Þá döpur sól fer dagleið stytstu sína og dauðans eggjárn vetrar-hörkur brýna, mér geisla-staf sinn Yon um vorið gefur og við hann jafnan stuðst minn andi liefur. Nú sé ég breyting—sólin göngu hækkar, á sama hátt minn kvíða-skuggi lækkar, og voaar-ljósið vi'x í mínu lijarta um vorið hlýtt, og sumardaga bjarta. Ef vonin mín utn vorið útaf dæi og vetur einn á minni braut ég sæi, þá yrði líf mitt döpur dauða-teigja og dauðann sjálfann hclst ég mundi þreyja. En vonin mín um vorið, brást mer ekki þó vonar-brigði lieimsins mörg ég þekki, ef frestar það að að færa mér sinn varma, þess f’egnai'i ég tek það mér í arma. * * Mín lífs-kjör einatt iíktust vetii köldum, mín leið var grýtt, í þröngum skugga- tjöldum, en sál mín jafnan átti sjón-liæð eina, þar að sér dróg hún vonar-loftið hreina. Og það er von um vorið, ljósið, friðinn, þá vetur-minnar-æfl hjá er liðinn; að blóm míns anda betri jarðveg fái og byrji líf sem fullum þroska nái. Þú vonin mín um vor í betra heimi, sem verndar-grip, í hjarta þig ég geymi, því líf án vonar llkist dauða-stríði og lífs þess blóm, er—hnýpinn vetrar-kvíði. Þú vonin mín um vorið Ijóss á liœðum, mér veitir styrk, og lofar æðstu gæðum; ég á þig Jrjálsa, fleyið mitt ótráuða, f sem fleytir mér í gegnum lif og dauða. -------' Málmleitandinn. [B. R. Atkins í The Canadian Magazine.] Vesturlandið mikla er yfir höfuð að tala sambland af tignarlegum fjöllum, frjó- sömum sléttum, stórvöxnum skógum og straumhörðum ám. I hcild sinni er það þannig undrafögur og margbreytileg mynd er landgeimur þessi framleiðir. Mitt í framfarastraum, stórum og bráðgerðum framfarastraum vesturlandsins, heflr þessi hrikanáttúra framleitt bæði sérstaka fiokka afmönnum og sérstakar kringumstæður, sem ekki eru til í austurhéruðum landsins, og því síður í Norðurálfulöndum, en til- heyra vesturhluta Ameríku eingöngu. Líf manns er hvervetna lu'ið kringumstæðun- um. Þær ráða cinkennum öllum og lit- breytingum þess. Svo er og hér. Líf þessara ýmsu frumherja í vesturlandinu verður eins og steypt í móti náttúrunnar, sem umkringir þá. Þeir verða í anda mikl- ir eins og slétturnar og lirikalegir eins og háfjöllin ægilegu. Mannfræðingurinn hef- ir þar ágætasta tækifæri að athuga manns- eðlið í nýrri og eftirtektaverðri mvnd. Allir menn í vesturhluta landsins hafa gert sitt til að efla hag þess, að auglýsa

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.