Öldin - 01.03.1896, Qupperneq 10
42
ÖLDIN
það fyrir útheiminum og draga þangað ný-
byggja. En þó hefir ef til vill enginn mað-
ur gert meira í þá átt en málmlcitandinn
—maðurinn sem alt af er á ferð um fjöll og
firnindi til að leita eftir gulli eða öðrum
verðmiklum máimtegundum. Hann er
undir eins einkennilegastur, hugrakkastur,
harðastur og tilkomumestur allra vest-
manna. Og hvað afleiðingar snei'tir, þeg-
ar alt kemur til alls, þá er hann, þó hann
sjálfur hafl ekki liugmynd um það, fremst-
ur þeirra allra. Það er bans þori og hörku
og þoli að þakka og engu öðru, að iand-
fldkar mitt í fjallahrönnunum ókleifu, sem
enginn treysti sér að yfirstíga, eru nú gróð-
ursælar bygðir fyrir bændur, kaupmenn og
allra stétta menn. Hann er það, sem gert
hefir landslagið í öræfabáik þessum kunn-
ugt, geflð fjallshnjúkununj nafn, fundið ár
og vötn og gefið þeim nöfn, stofnað kaup-
tún, scm í mörgum tilfellum hafa á stuttri
stundu umliverfst í stóra bæi, og einnig
þeim heflr málmleitandinn gefið nafnið sem
þeir bera. Alt þetta er þessum ötulu
fjailgöngumönnum að þakka, og þrátt fyr-
ir þreytu og hættur og neyð, halda þeir
þessu mikilfenglega verki alta-f áfram.
Þessi frumherji í flokki allra málm-
nema er sérlega einkennileg mannspersóna.
Hann stendur einn í öllu tiliiti. Hann á
sammerkt með gömlum sjómanni í því, að
liann heflr rnanna mesta fyrirlitningu á
peningum. En lengra nær samlíkingin
ekki. Hinn glensfulli, glaði sjómaður
eyðir aldrei tíma tii að tala um hvernig
hann geti grætt svo og svo mikið fé, en
það gerir málmleitandinn. Vakinn og sof-
inn er hann ár og síð að ræða um frábær-
lega mikilsverðan “fund” sem hann eigi
vísan, og sér hann þar af leiðandí stór
auðæfl svo gott sem í greipum sínum. Von-
glaðari en nokkur unglingur leggur út á
ófarna æflbraut sína, Icggur málmleitand-
inn á hin ókleifu öræfi, á /jöll og skóga
sem einskis manns fótur heflr áður troðið.
Og vonin hans eina er þessi, að hann í
fjallabálkinum framundan finni eitthvað
það, er færi honum rósemi og allsnægtir
þegar æfldeginum hallar og liann langar
eftir friði og hvíld. En rósemi, eins og al-
menningur skilur það orð, er nokkuð sem
þessi maður hefir helzt aldrei aí að segja
og þekkir ekki. Að undanteknum f'ylli-
ríis-“túrum” einstöku sinnum, forðast hann
ætíð allar mannabygðir og þau þægindi
sem þeim fylgja. Ánægja hans öll og ró-
semi er innifalin í emlalausri leit eftir ein-
hverjum mikilsverðum málrni í myrkvið-
arskógum uppi á eyðifjöllum. Hér á hann
heima, hér kann liann bezt við sig. Hér
er hann að höggva í grjót og grafa leir og
sand, í þeirri von að “fundurinn” mikli
komi í Ijós á hverri klukkustund. Ef hann
viidi svo vera láta, gæti hann fyrirhafnar-
Htið notið flestra lífsþæginda mitt í manna-
bygðum. Þar bíður hans hin gullna kór-
óna róseminnar og þægindanna, en hann
kýs heldur þessa eilífu vosbúð, þessa ein-
veru, þetta strit. Venjulega er málmleit-
armaðurinn hæfileikamaður, heflr reynt
margt og lært af revnslunni. Ákveðnar
skoðanir hefir hann í stjórnmálum og liið
sama má segja mn skoðanir hans á trúmál-
um, að þær eru mjög svo ákveðnar. Víð-
förull er hann og kannast þess vegna við
flest þau héruð sem nefnd verða. Ilann
er ástfanginn í náttúruríkinu er hann sér
dags daglega umhverfis sig, í hinni þögulu
einveru sinni, og eins og fiestir náttúru-
dýrkendur, er hann laus við skrnm alt og
lætur lítið yfir sér. Ilann er ör á íé og
kann illa að gæta fengins fjár, enda kæru-
laus og hirðingarlaus í þeim sökuin. I því
efni er hann líkari sjómanni cn nokkrum
öðrum manni. En svo hefir hann þær
einkunnir fram yflr sjómanninn, sem sagt,
að hann er alvörugefinn og kyrlátur, heíir
skáldlegar hugmyndir og hugsar og ræðir
sí og æ um lieimspekileg efni. Engar þess-
ar einkunnir eru tileinkaðar meðal sjó-
manni, sem kunnari er fyrir málæði, gort
og gapaskap. Af því þessi maður, eða sá