Öldin - 01.03.1896, Side 12
44
ÖLDIN.
sfjkti flakinu áður en landi varð náð.
Málmleitarmaðurinn sem hér er um að ræða
kemst samt klaklaust af. Iíann stýrir bát-
flaki sínu óskemdu upp í eitt lækjarmynn-
ið, það sem næst er hinu fyrirheitna landi
hans, og þar gengur hann á land. Þar'
hýst hann um og gerir sér nokkurs konar
höfuðból. Ilann gengur frá bátnum og
grefur nokkuð af vistaforða sínum í jörð.
Er sá skamtur sniðinn eftir því, hvað lengi
hann gerir ráð fyrir að verða á leiðinni
þaðan til mannabygða aftur. Að þessu
bónu leggur hann byrðina á herðar sínar,
hefir hlaðna byssuna í annari hendinni og
skotfæri á handhægum stað, og heldur síð-
an af stað og stefnir til fjalla, í leit eftir
hinum fólgna fjársjóði.
Um tvo vegu er að velja frá lækjar-
mynninu. Annar er sá, að fara upp gil-
skoruna, sem lækurinn fellur eftir, hinn,
að ráðast á þverbratta fjallshlíðina. Gam-
all og æfður fjallgöngumaður og málmleit-
andi er ekki lengi að hugsa um, hvern
veginn hann skal velja. Þó flestir lækir í
fjöllunum, ef þeir á annað borð falla í
stöðuvatn, sóu í dalverpi máske alt að því
5 mílur á breidd niður við vatnið, þrengist
dalurinn svo fljótt, auk þess sem hann er
helst ókleifur vegna niðurfallinna stórtrjáa
og undirviðar, að hann innan skamms er
gilskora ein og ómöguleg umferðar. Af
því lciðir, að æfður fjallgöngumaður kýs
ætíð umhugsunarlaust þá leiðina, sem í
fyrstu virðist erflðari. Hann ræðst á þvera
fjallshlíðina og klifrar upp fjallið til þess
komið er upp fyrir trjálínu og upp undir
snjólínu. Þar er fjallið nakið, þar er víð-
sýni og þar er ekki undirviður né myrk-
viður til að hindra ferðina. Hér gengur
honum þess vegna tiltölulega greitt ferðin.
En þó koma hér annan sprettinn lítt yfir-
stíganlegar torfærur. Hér eru af og til lítt
kleifar klappir til að klifrast eftir, og jök-
ulrastir, sem ekki verður komist fyrir nema
með ef til vill margra mílna ferð yfir
kletta og klungur. En einmitt á þessu
sviði í fjöllunum kann málmleitandiun við
sig, Hér á hann heima, svona hátt hafinn
yflr mannabygð og liaflnn enda yfir efstu
takmörk, sem skógur vex á, og þar sem
mennskur maður hefir máske aldrei fyr
stígið fæti sínum. Hér er og stundum svo
mikið um dýraveiðar, að engin ósk í því
efni þarf að vera óuppfylt. Og hér, að
síðustu, og í það er mest varið, er tækifær-
ið til að líta eftir og leita eftir málminum,
jafnframt og hann heldur áfram ferðinni
að fyrirheitnu takmarki.
Eftir að klifrá upp og ofan fjallahnjftka
og hryggi í viku eða meir, keinst hann
loksins í hið fyrirheitna land, þar scm gull-
ið á að vera eða gulls-ígildið íeinhverjum
öðrum málmi. Þegar þangað er komið, er
hann sem næst úttaugaður af þreytu; hann
hefir enn ekki fundið neitt af málmi, né
séð líkur til að málmur sé til í klettunum,
en vistaforði hans óðum að ganga til þurð-
ar. Þannig eru ástæðurnar þegar í hið
fyrirheitna land er lcomið. Ef til vill verð-
ur von hans sér ekki til skammar, en eins
víst, og það enda oftar, verður hún það.
Raunin verður æði oft sú, að öll fyrirliöfn-
in og þreytan er til einskis. Þar er ekkert
gull að liafa og ekkert silfur. Þreyttur og
úrillur stendur liinn auðnulausi málmleit-
armaður og starir á hin hálfvisnu og lauf-
lausu furutré, á hina ægilegu íjallstinda í
öllum áttum svo langt som augað evgir og
á hinar geigvænlegu klappir og Idettarið í
nágrenninu. Þetta er reynslustund. Eng-
inn kletturinn umhverfls gefur minnstu
von um “fund,” von uin fjársjóð, smáan
eða stóran, en helmingur vistaíorðans eða
meira, er þegar uppgenginn. Hvað er til
ráða ? Eftir litla umhugsun afræður hann
xnitt í vonleysinu, að missa ekki móðinn,
en halda lengra, að klifra yfir fjallshrygg-
inn þarna og sjá hvað þar er fyrir hanclan.
Hver veit nema það sem hann leitar að sé
þar, að minsta kosti í svo ríkum mæli, að
það borgi fyrir ómakið að komast þangað.
En ef þar er ekki neitt—þá livað ?