Öldin - 01.03.1896, Síða 17

Öldin - 01.03.1896, Síða 17
ÖLDIN. 49 þrjár, Canadian Pacific, Great Nortliern og Northern Pacific, keppa hver .við aðra að koma járnbrautum inn í héraðið og sjö eða átta vænlegir bæjir, með 2,000 til 5,000 íbúum eru komnir upp og aðrir nýir eru óðum að myndast. Alt þetta í héraði sem fyrir 4 árum var auður geimur og öllum ókunnur, rétt á miðbiki Klettafjalla klas- ans. Þetta er eitt hinna mörgu minnis- marka, er þessir ötulu málmleitarmenn reisa sér ár eftir ár um endilangan vestur- jaðar Ameríku. Minnismerkið er göfugt og þeir eiga það skilið. En það er iangt frá því að allir málm- leitendur séu eins hepnir, og þeir, sem hér er talað um. Mörg liundruð þessara vösku drengja láta lífið í öræfabálknum, í hríðar- garði eða snjófióði, í skógarbrennu eða leysinga-flóði. Stundum slasast þeir og verða ósjálfbjargá og stundum þverrar vistaforðinn, en veiðidýr eða fuglar ekki til, svo þeir deyja úr hungri. Skínin beinin í sandinum eða skóginum finnast stundum árum síðar og stundum líka aldrei. Og þó þau flnnist segja þau fátt um það, hvað varð banameinið, fátt uin þær hörm- undar allar, er hinn gæfusnauði fjall- göngumaður varð að reyna seinustu lífs- stundirnar. Það “scgir fátt af einum.” Það mætti segja margar sögur af hætt- unum ,og þrautunum, sem þessir menn reyna, en það nægir að segja eina sem dæmi. ITún er tekin úr fréttablaði sem gefið er út í héraðin og er á þessa leið : “Snemma um sumarið iögðu fjórir menn saman frá Nakusp, til að leita eftir málmi í fjöllunura vestur af Örva-vötnum. Þessir voru mennirnir : Wm. Lynch, H. W. Bucke, B. 11. Lee og D. Bremner. Þeir fóru yfir Örva-vatn í grend við liver- ina og lögðu upp í fjali-dali, sem auðsæ- lega höfðu aldrei. fyrr verið farnir. Veg- urinn var illur og landið mjög óslétt. Aðal- stef'na þeirra var í suðvestur, en krókótt máttu þeir f'ara og tvívegis urðu þeir að f'ara yflr fannir og jökulrastir. Fyrst framan af, í grend við vötnin var gott til veiða og einusinni skaut Bremner bjarn- dýr, er óg 400 pund. Á meðan veiði var næg var enginn skortur á vistum, en svo kom þar, að veiðidýr sáust ekki og hurfu þá þeir Bremner og Bucke til baka, til að sækja meiri vistaforða. Þegar þeir komu aftur voru þeir Lynch og Lee aðfram komnir af hungri, höfðu gert sér mat af öllu sem ætilegt var. Snéru þeir þá af'tur ofan að vötnum Lynch og Bucke til að sækja meira og gerðu þeir ráð fyrir að koma aftur að 12 dögum liðnum. Eri raunin varð sú að þeir voru mánuð burtu. I millitíðinni fundu þeir Lee og Bremner hvorki fugla eða dýr og drógu fram lífið marga sólarhringa á litlu hveitimjöli og vatni. Þegar jafnvel hveitið Var nærri búið og félagar þeira lcomu ekki, fóru þeir að draga sig í áttina til Örva-vatnanna aftur, en gekk seint, því Lee var örmagna orðinn. Á leiðinni fundu þeir húðaf dýri, sem þeir skutu á vestur leið, og tóku þeir hana, suðu og gerðu sér súpu af. Bremner hafði hund með sér, en hann hafði vilst frá þeim. Annars hetðu þeir slátrað hon um og étið. Nokltrum dögum seinna fundu þeir beinin af grábirninum stóra og þau suðu þeir þangað til alt næringarefni var dregið úr þeim. Nú var Leo orðinn svo máttvana að hann gat einusinni ekki dregist með byssu sína og varð þá Bremner að bera byrði þeirra beggja. Brcmner var að berjast við að koma Lee þangað sem hann mundi eftir að hafa séð netlur vaxa. Hugði liann að hann gæti haldið honutn lifandi þangað til hjálp kæmi ef hann syði netlurnar og gæfi honum löginn. En rétt áður en þeir náðu þangað scm netlurnar uxu, komu félagar þeirra mcð nýjan forða af vistum. Er það auðráðin gáta, að íögnuður þeirra Lee’s og Bremners var mikill, er þeir neyttu alminilegrar máltíðar í fyrsta skifti eftir svo langvar- andi hungur. Lee var svo langt leiddur að félagar hans komu honuin með naum-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.