Öldin - 01.03.1896, Síða 20

Öldin - 01.03.1896, Síða 20
52 ÖLDIN hét Lobenguela, réttu nafni Loben. Var bann herskár mjög og átti ætt til þess að rekja. Faðir ha.ns, Mziligazi konungur, liafði árið 1830 gert uppreist gegn hinum nafntogaða Zulumanna-konungi, Chaka, en er hann varð ofurliði borinn flúði hann burt úr Zululandi með flokk mikinn með sér. Settist hann þá að í norðurhluta Transvaalhéraðsins og dvaldi þar nokkur ár. Loks stöktu Boarnir þeim út yflr tak- mörk ríkisins, yfir fljótið Limpopu. í Mata- belalandi voru svertingjaflokkar margir fyrir, en máttu ekki á móti hinum nafn- frægu Zulu-stríðsmönnum. Lagði því Mziligazi héraðið alt undir sig og gerði frumbyggja þess að þrælum sínum. Að föður sínum látnum tök Loben við ríkis- stjórn og lagði alla stund á að æfa menn sína í vopnaburði, byggja vígi, eða “kraals” um þvert og endilangt ríkið og auka í sí- fellu liðsafla sinn. Svo nafntogaður varð hann, að þó Bourunum væri illa við hann á Undamærum sínum — fljótið eitt á milli, og þó þeir gjarnan vildu ná umráðum hér- aðsins, treystu þeir sér ekki að herja á hinn svarta Lobenguela. Þessi höfðingi fagnaði þeim frtimherjum Suður-Afríku félagsins alls ekki, þessum óboðnu gestum, sem fóru um alt í gullsleit, og “reistu sér bygðir og bú” í gróðursælum reitum niðri á slöttlend- inu. Áttu þeir nýbyggjar og Lobenguela sífelt í brösum, en stór áföll urðu engin fyr en í Júlí 1893. Ilmhverfis Fort Vic- toria var nú kominn upp allmikill bær og þar voru Matabelamenn ærið nærgöngulir og tóku til að drepia hina svörtu þjóna ný- byggjanna á strætum úti, en þeir svert- ingjar voru aðfluttir sunna.n úr Mashona- landi. Dr. Jameson hafði aðalból sitt í Salisbury og var sent eftir honum, er víga- ferlin jukust. Iíann samdi svo um við Matabelamcnn að gleymd skyldi skuld .þessi, ef þeir færu út yfir ákveðin takmörk og héldu sig þar. Þessi loforð voru rofln óðar en þau voru gerð. Fréttir f'rá ná- grannabygðum bárust til bæjanna þess efn- is, að Matabelamenn rændu fénaði og dræpu menn í sifellu. Nýbyggjarnir skor- uðu á félagið að vernda sig og eignir sínar og afleiðingin varð sú, að Dr. Jameson kallaði út her sinn. En her félagsins er þannig til orðinn, að hver maður sem fær leyfi félagsins til að leyta eftir máimi og nema hann, skrifar undir skuldbinding þess efnis, að hvenær sem þurfi skuli hann tilbúinn að ganga fram og berjast undir merkjum félagsins og verja nýbygðina. Með þessu móti fær félagið ráð á sívaxandi flokki af harðsnúnum mönnum og góðum skyttum, sem þekkja hvert leyti og hverja hæð í héraðinu, en það eru beztu hermenn- ifnir til að eiga við svertingjana, sem hafa hérnaðaraðferð líka og Indíánar. Þegar þess vegna Dr. Jameson sendi út herboð sitt, komu saman (í September 1893) um 600 öflugir menn, er biðu eftir framgöngu- leyfl frá stjórn Breta, því án þess leyfis má félagið ekki halda í hernað. Þessum her- mönnum launaði fölagið þannig: 1. Ilver einstakur stríðsmaður skyldi fá til eignar bújörð cr sa.manstæði af 3000 “morgen” eða rúmlega 6000 ekrum. 2. Stríðsmenn- irnir allir tíl samans skyldu eiga óskiftan helming alls herfaiigs, að því er kvikfénað snerti. 3. Ilver um sig skyldi hafa rétt til að helga sér tuttugu námalóðir, með öðrum sérstökum hlunnindum og var þar fyrst og fremst að telja, að ura næstu fjöra mánuði áttu engir aðrir en stríðsménn þessir að fá að leita eftir gulli í öllu hérað- inu. Framgönguleyfið frá stjórn Breta kom í lok September og 4. Október var hergang- an gegn Lobenguela hafin. Og 15. Des. va.r sigurinn unninn og þeir sem eftir lifðu af stríðsmönnunum komnir heim aftur. í .Janúar (1894) var fulltrúi sendur til að semja við I/)benguela, sem fyrir löngu var flúinn úr höfuðborg sinni Buluwayo, en er til- kom - frétti hann að konungurinn var dauður. I Marzmánuði hafði Dr. Jameson fund mikinn með öllum helztu flokkshöfð-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.