Öldin - 01.03.1896, Side 22
54
ÖLDIN.
tíma á löngu liðinni öld, bjuggu hér þjóðir
er störfuðu að málmte.kju og scm það hafa
gert í all-stórum stíl, þó rústirnar bendi á
að aðferð þcirra öll og áhöld hafl verið fá-
tækleg mjög. Aðrar menjar um þá þjóð-
fiokka cru þar ekki og því ekki að svo
stöddu unt að gera áætlun um það, hvaða
mannflokkur það var. Flestar námurnar
sem nú er unnið í, eru einmitt á þessum
gömlu rústum.
Eftirsókn all-mikil eftir bújörðum hef-
ir átt sór stað í hóraðinu á sðastl. 2 árum,
enda sannað orðið að landið er hið hent-
ugasta til kvikfjárræktar og aldin-ræktar,
Auk almcnnra suðrænna ávaxta þrífst þar
kafti-tröð, sykui'-reyr o. s. frv.
Þó “hið brezka Suður-Afríku-félag”
teljist að eiga hérað þettaalt, eins ogönnur
fleiri, er það þó ekki einrátt hvað stjórn
þess snertir. Útríkjastjóri Breta heflr þar
hönd í bagga með. Stjórn héraðsins er
þannig sem stendur í höndumflmm manna,
framkvæmdarstjóra og fjögra ráðgjafa.
Yflrréttur heflr þar og verið stofnaður nú
nýlega, með óháðum dómurum og fullu
úrskurðarvaldi í öllum málum. Yflr-
dómarinn í þeim rétti hefir auk þess em-
bættis óskerðan rétt sem auka-ráðgjafi á
fundum héraðsstjórnarinnar.
Hagurþessa volduga félags stendur
vel. Landeign þess í Afríku er nú sam-
tals um fiOO þúsund ferhyrningsmílur að
flatarmáli. Stofnfé þess er 10 inilj. dollars.
og skuldir þess als 3J, railj. dollars. En
til að mæta þeim skuldum, að landeign-
inni ótaiinni með öllum námunum, 4 fé-
lagið 100 mílna langa járnbraut í Bec-
huanalandi, sem tengd er brautinni frá
Góðrarvonarhöfða, og sem fyrirætlað er að
leggist, og það innan skamms, norðaustur
um landið, alt að Zambesi-fljóti. Er sú
braut að minstakosti 11 milj. dollars virði
og skuldlaus. Auk þessa á félagið full-
gerðar 1,400 mílur af telegraf þráðum í
þessum béruðum tveimur, Bechuanalandi
og Matabela-landi. Er þráður sá nú kom-
inn 60 mílur norður fyrir Zambesi-fljót og
uppihaldslaust unnið að framlenging hans
norður á bóginn. Er tilgangurinn að
sameina hann svo fljótt sem verður við
telegraf þráðinn upji Níiar-dal frá Kairo í
Egyftalandi.
Eftir beinustu póstleið (um Góðrar-
vonarhöfða) er Buluwayo um 7,500 míiur
frá London á Englandi, en þó gengur póst-
ur svo greitt nú orðið, að bréf og blöð
ganga. þar á milli á 28 dögum.
Stofnun þessa félags og störf þess í
Afríku hafa haft heillavænleg áhrif á Suð-
ur-Afríku alla. Það eru ekki svo mörg
ár síðan alt þetta svæði, og öll héruðin
norður alt að Tanganyika-vatni, þótti ó-
fært ncma jafningjum þeirra Livingstoncs
og Stanley og þeim víkingum enda ófært
nema með öflugum verði umliverfis sig.
Nú er alt þetta land sem heimahagar fyrir
heimsverzlunina og viðskiftin, fyrir land-
námsmenn og það líf og fjör, sem ávalt
fyigir í fótspor þeirra.
Agassiz-vatn.
Svo nefna jarðfræðingar nútíðarinnar
alment hið milda stöðuvatn, er á lönguliðn-
nrn öldum svall um hinar grasgefnu, frjóv-
sömu sléttur, sem nú eru í heild sinni
ncfndar Rauðár- dalur eða Rauðárdals-slétta.
Er vatn þetta heitið eftir hinum nafnkunna
svissneska náttúruíræðingi Louis Agassiz
(fæddur 1808. Dáinn 1873). Hvað langt
er síðan þetta mikla vatn var til, er nokkuð
sem fræðimönnunum er ekki full-ijóst enn.
Það er álit þeirra allra, að síðan . það
tæmdist séu að minsta kosti 6,000 ár, lík-
lega 10,000, og enda ef til vill meira.
Jarðlögin á þeim stöðvum, er mynduðu
strendur þess, benda á, að vatn þetta hafi
staðið í stað, hvorki aukist né þverrað, í
1,000 ár. Á þessu tímabili, meðan það
hafði fulia stærð, var vatnið um eða yflr