Öldin - 01.03.1896, Side 25
ÖLDIN.
57
en íiheyrendunum til skemtunar. Eftir
að hafa athugað þessa breytingu í fari
Norðmanna, sem sannarlega eru langt frá
því að vera spaugsamir menn heima, komst
cg að þeirri niðurstöðu, að loftslagið á
einn eða annan hátt ætti þátt í þessu
þjóðernis einkenni. Að vort þurra stvrkj-
andi loftslag hafl örfandi áhrif á heilann
er nokkurnveginn auðsætt. Og spaug er
gáfa sem útheimtir fjölbreyttari hugsun og
stórvirkari heila, heldur en blátt áfram
sönn frásögn. Þetta út af fyrir sig getur
máske að miklu leyli skýrt hvernig stend-
ur á þessum breytingum, er ég mundi
hafa sagt að ekki væri nema ímyndun,
hefði ég sjálfur ekki veitt þeim eftirtekt
og það svo oft. Þægilegri kringumstæður
hafa og eflaust örfandi áhrif og leiða
manrúnn til að líta á tilveruna með glöð-
um augum. Sama má og segja um áhrif
þess, er hver maður veit að hann er jafn-
ingi nábúans. Sú jafnaðarmeðvitund hlýt-
ur að eiga sinn þátt í þessu. En hver
helzt sem orsökin er, þá verður því ekki
neitað, að þetta almenna glens er sótt-
næmt.”
Það er álit Boyesens að það sé þessu
spaugi, þessum skorti á alvöru, að kenna,
að svo mjög gengur til þurðar mælskan,
sem svo almenn var fyrrum. Ilann segist
vilja seinastur manna finna að því, að á-
kveðinn mælir af spaugi eða glaðværð sð
blandað saman við vort armæðusama líf,
cn hann heldur að hér sé glaðværðin um
of. Ein afleiðingin af þessu sé það, að al-
varlegt samtal, sem aðrar siðaðar þjóðir
álíti fullkomnustu skemtun í félagslíflnu,
verði ekki til — deyi út. f samkvæmum
skiftist menn á spaugsyrðum í staðin fyrir
að ræða um alvarleg mál. Við segjum
hvor öðrum nýjustu skrítlurnar og nýjustu
spaugsyrðin. Á vissum árstíðum eru viss-
ar skrítlur í hefð og heyrir maður þær
hvar sem maður er í samkvæmi. Með
tímanum vcrða þær óbærilega leiðinlegar,
en hvert sem maður hlustar á þær í tíunda
eða hundraðasta skiftið er maður neyddur
til að gera sér upp hlátur. Maður verður
að 'þekkja sessunaut sinn vel, áður en
maður leyfir sér að gefa í skyn, að þetta
sé gömul saga. Eftir heimkomu mína úr
Evrópu-ferðinni árið 1879 tókégeKki eftir
nokkrum mismun, sem mér féll jafn illa,
eins og þeim, er lýtur að samræðum. Eg
sá þá, og mér varð nokkuð hverft við það,
að í samanburði við samræður í frönskum
og ítölskum félagsskap, eru samræður
helzt ekki til í Bandaríkjunum. Það er
miklu þægilegra og útheimtir satt að segja
als enga áreynslu, að endurtaka marg-
sagðar kýmnisögur og spaugsyrði. Og
fyrir sívinnandi verzlunarþjóð er það ef-
laust mikils virði að geta þannig hagnýtt,
þcnnan samræðu gangeyrir, fyrir löngu
mótaðan og slípaðan, og eftir sem áður
átt óskerta vora andlegu innstæðu.”
Handrit Greeley’s.
[Hayden Carhoth í Harpers Monthly.]
Kg hafði aldrei heyrt; getið um þann
farand-prentara, ef hann annars hafði ald-
ur til, að hann hefði ckki unnið við “New
York Tribune ” á dögum Greeley’s, og að
hann þar af leiðandi ræki minni til hand-
ritanna frá þessum mikla ritstjóra. Þetta
haf'ði ðg í huga eitt kvöld, þegar prentar-
inn ruinn, hann gamli Mark Wallis, var
algáður og í standi til að spjalla um eitt og
annað. Kg tók hann tali og svcigði það
að þessu umtalsefni.
“ Já,” sagði hann einlæglega, “ég
vann við Tribune árlangt, kringum I «00,
en ég sá sjaldan handrit Greeley’s. Það
var aðallega einn ákveðinn prentari, hvít-
ur af hærum — regluleg ártalsvilla., svo
gamall var hann og að því skapi undar-
legur, með reykpípn upp í sér gerða úr
maisstöngli með maiskornunum áföstum.