Öldin - 01.03.1896, Side 27
ÖLDIN.
59
krúsinni. Var það sjaldgæft að þeir skildu
eftir nóg lím á eitt frímerki hvað þá meira.
Það var venja Greeley’s að klippa
þá grein úr samtíðarblaðs-andstygðinni,
sem hann þurfti að svara, límaúrklippuna
efst á handrita-pappírinn, og hyrja svo að
slíta hinn happalausa andvígis mann sinn
lið frá lið, á ritvellinum niðurundan úr-
klippunni. Byrjaði hann þá ekki ósjaldan
á þessa leið: “Þú lýgur, fanturinn þinn,
þú lýgur!” og endaði svo með þessari
rúsínu: “Vér viijum ekkert tiga við þig
framar!” Það kom fyrir og ekki ósjaldan,
að þegar hann, fokvondur við einhverja
grein, er hann hafði klippt úr hlaði, rak
bustann í fáti ofan í límkrúsina, þá var
hún tóm, þursleikt og spegil-f'águð. Þá
sátu hanarnir út í horni og horfðu á hús-
hóndann, en fyllri en svo, að hættulaust
væri að hreyfa sig. Það var sönn raun
fyrir Greeley þetta, en þessa nýja fugla-
kyns vegna, afbar hann þó þrautirnar
heila viku. En þá þraut þolinmæðin.
Hanarnir léku hann þannig einusinni of
oft, svo það varð Greeley sem sprakk, en
ekki hanarnir, fullir eins og þeir voru.
Sendi hann þá eftir formannfnum og talaði
við hann þannig:
“Sérðu horngrýtis hanana þá arna?
Þeir hafa étið alt límið mitt! Þeir eru
fullir af því! 0g þeir eru að bíða eftir að
ég komi með meira. Farðu með þá upp á
loft og láttu mig aidrei sjá þá aftur!”
Formaðurinn tók hanana, sinn undir
hvorn handlegg og fór með þá eins og
honum var sagt. Á þennan hátt færðist
starfsvið- þeirra af skrifstofunni upp á
prentsfofuna.
Þcir héldu áfram að vaxa og þroskast
í sínu nýja heimkynni, enda engin þurð á
sömu fæðistegundum og þeir áður höfðu á
skrifstofu Greeley’s. Og eins og þar náðu
þeir ekki ósjaldan í sleikju úr límkrús for-
mannsins. Að auki, til matbreytinga, gaf
vikadrengurinn þeim stundum ofurlítið af
prentsvertu, á endanum á dálkstriki.
Svertan einnig sýndist verðaþeim að góðu,
nema hvað hún, eða eitthvað annað, virtist
hafa ili áhrif á geðsmuni þeirra. Þeim fór
að koma illa saman, áttu í sífeldum ill-
hrifum og flugust enda á. Hernaðar-
löngun þeirra fór dagvaxandi, og kom
þar að, að nafn þeirra “Go-West ’ var
eklti viðeigandi. Þeir hefðu miklu fremur
átt að heita “On -to-Richmond”*-hanar.
Eftir að þeir höfðu verið hjá okkur
tveggja vikna tíma bar svo til að vika
drengurinn hafði skilið eftir prófarka-
“róluna” á gólfinu, á meðan við vorum
burtu að miðdegisverði. Á meðan hafði
annar haninn fyrir tilviljun stígið á “ról-
una” og síðan á pappírsblað á gólfinu.
Formaðurinn tók eftir þessu, leit á hana-
sporið á blaðinu og—þá datt honum svo
gott ráð í liug, að hann skelti hendinni á
læiið til að gera eitthvað, en læsti saman
vörunum og beit á jaxlinn, til þess að
skella ekki upp úr. Svo geklc hann upp
að skrifborði sínu eins og í leiðslu, en
skotraði augunum til Larkway’s, eins og
þætti honum nú “björninn unninn”. Áður
enn hann fór lieim um kvöldið, talaði hann
einslega við prófarkalesarann og einn eða
tvo aðfa. Þeim geðjaðist vel málefnið, ef
dæmt var af '.átbragði þeirra, en ckki
sögðu þeir neitt, en héldu heim og bjuggu
sig undir viðureignina.
Morguninn eftir voru þeir komnir á
prentstofuna tveimur tímum á undan öll-
um öðrum. Formaðurinn tók annan han-
ann, en prófarkalesarinn hinn, fóru með
þá yfir í hornið fyrir handan letur
borðin. Áður höfðu þeir sent vikadreng-
inn ofan í skrifstofu Greeley’s eftir tíu eða
tólf örkum af handrita-pappír. Pápplrnum
röðuðu þeir svo á gólfið, örk við örk, báru
svo svertu á lappirnar á hönunum og sig-
uðu þeim svo saman í orustu á örkunum.
*) "On to Richmonrt” = áfram til Rich-
mond. Viðkvæði norðanmanna í þrælastríð-
inu, er þýddi það, að hertaka þyrfti borgina
Richmond.------Þýð.