Öldin - 01.10.1896, Síða 3

Öldin - 01.10.1896, Síða 3
ÖLDIN. 147 ið við lýði bara til að viila mönnum ajón- ir. Það var kunnugt í Madrid, að í hvert skifti sem þar voru samin lög fyrir nýlend- urnar, — lög til sýnis að eins, sem yflr- völdunum í hlutaðeigandi nýlendu voru (3- geðfeld, eða einhverjum vinum þeirra, sem lifðu íí sveita nýlendumanna, — þegar ein- hver lög voru þeim ógeðfeld, var það sem sagt tilskilið í Madrid, að ekki þyrfti annað en yflrvöld nýlendunnar merktu þau: “Meðtekin með allri virðingu, en ekki veitt gildi.” Mcð þessum kurteisis- orðum var boðum æðsta laga-valdsins hafn- að,—kastað í ruslakörfuna, An þes3 nokkr- ar iliar afleiðingar þvrfti að óttast. Að Spínarstjórn lmíi verið kunnugt um sið- leysið og ódæðisverkin, sem íramin voru í nýlendum hennar vestanhafs, og að hún hafl vitað um hina hræðilegu kúgun og harðstjórn allskonar, sem þegnar hennar þar voru undirorpnir, það sannar safnið alt af kvörtunum, minnisritum, bænar- skr&m og skýrslum, sem til cru í skjala- söfnum í nýlendunum. En þessi “við- kvæma móðir,” sem “kappkostar áð efla framför og vellíðan þessara barna sinna,” var æfinlega tilbúin að fyrirgefa, tilbúin enda að heiðra hvað mest, þá sem þrengdu kjöi'um “barnanna.” Þó því að eins að undirtyllur þær sendu rífleg “samskot” í hina eilíflega tómu féhirzlu heimastjórn- arinnar. Stjórn Spinar á Cuba hefir verið bölv- un, heflr haft visnun og dauða í för með sér. Svo lítið hirti hún um þessa miklu eign sína, að svo leið h&If þriðja öld, að menn í Madrid vissu ekki livert Cuba var eyja, borg eða sandrif. Alt framundir lok síðustu aldar var ritað utan á öll bréf frá heimastjórninni: Til governorsins yfir Havana! Og fyrir einum fjörutíu áruin síðan, þektu stjórnmálamenn Spánverja ekki meira en svo til um það hvernig hátt- • aði til á eynni, eða hvaða villidýr þarvoru ti), en það, að í lögum se.n út voru gefin i Madrid 1856, buðu þeir verðlaun fyrir hvern úlf, tðu, hreysikött, eða hvaða helzt önnur þesskyns rándýr, sem drepin væru. Með öðrum orðum, þeir buðu verðlaun fyr- ir eyðilegging ferfætlinga, sem aldrei höfðu verið til á eynni! Sannleikurinn er, að rándýr eru ekki til og hafa aldrei verið til á Cuba, nema í rándýra-flokki séu taldir hinir gráðugu umboðsmenn, sem hin “um- hyggjusama móðir” — Spánarstjórn, öld eftir öld hefir sent til eyjarinnar til að svalla með eignir Cuba manna. A 400 óstjórnarárurn sínum á Cuba heflr Spánarstjórn ekki gei’t eina einustu tilraun til að cfla framför á eynni. Þvert á móti hefli', hin margfalda, ónýta stjórn honnar á eynni, sem ætíð heflr látið stjórn- astaf blindri venju, iitið á allar tilraunir til umbóta, sem háskalegar tiiraunir. Vilja- laus og duglaus til að gera nokkuð sjUt' hefir hún ofan í kaupið verið óviðráðan- leg táimun á vegi annara, sern vildu reyna að vinna eitthvað þarft. Hafi einhverjum einstaklingi, eða félagi einstakra manna samt sem áður tekist að koma einhverri nýrri iðnaðargrein á fót, eða rétta við ein- hverja stofnun sem áður var á fallandafæti, hefir hin “alstaðar nálæga” hönd harð- stjóranna æflnlega verið til taks til að heimta hærri skatt, eða búa til nýjar álög- ur. Tóbak varð fyrst til að ná áliti, af öllu sem jarðvegurinn á Cuba getur fram- leitt og enda á fyrstu árum átjándu aldar- innar komst tóbaksræktunin á í allstórum stíl. En svo var þessi iðnaðargrein ekki fyrri komin á laggirnar, en stjórnin lagði svo mikinn skatt á þá, sem tóbak ræktuðu, jafnframt því sem hún fyrirskipaði svo glfurlegteinveldií ræktun þess og í tóbaks- gerð, að í neyðinni urðu menn hvað eftir annað að grípa til vopna geg.i stjórninni. Og það kom fyrir oftar en einu sinni að menn l igðu tóbaksakrana í rústir heldur en láta kúga sig til að greiða ákveðin gjöld — gjölJ, sem ekki að eins drógu í st.órn-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.