Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 8

Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 8
152 ÖLDIN. sér, bannað jafnvel að kvarta um þján- ingar sínar, hafa þeir varið stórfé til að halda uppi blöðum og tímaritum í útlönd- um,— í Bandaríkjunum, á Frakklapdi og víðar. Þeir hafa jafnvel gefið út blöð í Madrid þegar kringumstæðurnar hafa leyft. I þessum blöðum hafa þeir svo reynt að draga athygli heimsins, en þú sér- staklega stjórnarinnar á Spáni, að ástæðum sínum og raunum. Og þegar svo heflr borið við, sem sjaldgæft er, að Cubamönn- um sjáifum hefir verið leyft að flytja mál sitt fyrir stjórninni, hafa þeir farið hægt og stillilcga í sakirnar, en reynt með óhrekj- andi rökum að sýna að það væri hagur stofnþjóðarinnar, ekki síður en nýlendun- ar, ef ákveðnar umbætur væru veittar. Þeir hafa þá rækilega sýnt, hve miklar framfarir gætu átt sér stað á eyjunni, ef stjórnarbót væri veitt. Að náttúran hefði gert eyjuna svo úr garði, að þar gæti ver- ið framhaldandi velgengni, ef menn fengju að njóta sín, og að af þeirri vaxandi vel- megun leiddi, að tekjur Spánarstjórnar yrðu meiri en nú, en gjöldin þó hvergi nærri eins tilfinnanleg fyrir Cubamenn sjálfa. En alt slíkt heflr verið árangurs- laust, — ekki sýnilegur minsti ávöxtur. Stjórnin og hin spænska þjóð í lieild sinni, hefir gengið með þögn fram hjá öllum þeim ástæðum. Arið 1805 sáust íyrirboðar yflrvofandi uppreistar svo greinilega hvar sem til var iitið á eyjunni, að stjórninni þótti vænleg- ast að fá saman nefnd til að ræða mál eyj- armanna. Og svo sendi hún út boðskap þess efnis, að kvaddir skyldu menn í nefnd, er þegar skyldu halda til Spánar til að ræða um alment ástand á eyjunni og á- kveða þær umbætur, sem þeir álitu að nægt gætu kröfum upplýstra manna á eyjunni. Sextán hinir nafnfrægustu Cubamanna voru kosnir og ásamt þeim, sem stjórnin sjálf kvaddi í nefndina, héldu þeir til Spán- ar cjg mættu á fundi í Madrid árið næsta eftir. Ótal spurningar voru lagðar fyrir nefndina, sem athugaði þær með gaum- gæfni og svaraði þeim síðan. Að lyktum skilaði nefndin áliti sínu og að því fengnu, sagði stjórnin þegar nefndarstörfunum lok- ið. Tók þá stjórnin nokkurt tillit tif þess- ara ráðlegginga ? Ekki hið allra minsta. Nefndarálitinu var bara stungið í hólf í skjalasafninu til að falla í gleymsku. Alt þetta umstang var bara fyrirfram hugsað- ur leikur Spánarstjórnar og trúnaðarmanna hennar á Cuba. En tilganginum var náð að því leyti, að Cubamenn höfðu leyft sér . að biðja um stjórnarbætur og fyrir það áttu þeir hegningu skilið ! Það stóð held- ur ekki á henni. Árið eftir voru skattar auknir í sumum héruðum eyjarinnar og það svo, að landeigendur gátu ekki goldið skattinn. 0g þá var það að flokkur þeirra fór á fund undirkonungsins í einum hóp og buðu að afsala sér landinu, heldur en borga skattinn. Þetta grimdaræði flýtti fyrir uppreistinni 1808. En þá voru Cubamenn illa undirbúnir. Þeir áttu ekki vopn, ekld skotfæri, engan herbúning,— í stuttu máli, þeir áttu ekkert sem til hernaðar heyrðL Einu vopnin sem þeir áttu, voru fugla- byssur og sykur-sveðjur (Machete). En sveitafólkinu var órótt. Það reyndist ó- mögulegt að halda því í skefjum og upp- reystin var hafln. Af því leyddi tíu ára styrjöld, sem tók líf 45 þúsund Cubamanna og sem kostaði í peningum um eitt þúsund miljónir dollars og — alian þann kostnað máttu Cubamenn greiða. Að loknu stríð- inu, voru sum héruð gersamlega eydd í- búum og landeign öll í rústum. Af Spán- verjum féllu í því stríði yflr ltíO þúsundir hermanna (mannfall alls á áratugnum yfir 235 þús.) en í peningum kostaði styrjöldin Spánverja ekki einn eyri, af því, sem sagt, að Cubamenn máttu borga allan reikning- inn. Spánverjar þvert á móti græddu stór- fé á styrjöldinni, — margur yfirmaður þeirra á eyjunni rakaði þá saman miljónst

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.