Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 13

Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 157 Tolstoi. Alit hans á nútíðar skáldunnm. Franskur blaðamaður heimsótti þenn- an mikla rithöfund Eússa nú nýlega og ræddi við hann um eitt og annað. Meðal annars barst í tal um rithöfunda nútiðar- innar og lét karl í Ijósi ótvírætt álit sitt á þeim. Viðtal þeirra birtist í Parísarblað- inu “Gaulois” og í Pótursborgarblaðinu “Novoye Vremya”. Álit karls á nokkr- um nútíðar rithöíundum er í iausri þýð- iugu scm fylgir, og er tckið eftir “Literary Digcst”: “Eg sagði greifanum að af skáldrit- um erlendra manna hefðu rit Rússaal- mennast álit á Frakklandi, enda þótt mi' . ið væri einnig álitið á Ibsen og fleiri li'it- undum Skandinava. “Það er nokkuð scm við liöfum ekki ástæðu til að stæra okknr af“, svaraði greifinn og svipur hans lý~ i dýpstu fvrirlitningu. Og svo hélt liann áfram: “Ef við berum saman þá Sudermann, Ibsen og Björnsson, er spursmálslaust að hinn síðasttaldi reynist meiri en hvor hinna sem er. Lífsskoðun hans er dýpri, einfald- ari, göfugri. En ég verð að viðurkenn að ég skil Ibsen ekki. Það er ómögulegt að ákveða hver kenning hans er, eða hvert hann stefnir. Hvað Sudermann snertir, þá sjáum við hjá honum stóra galla, þó annarar tegundar séu. Þrátt fyrir sína miklu list, er auðsætt að hann leggur sig um of f'ram til að þóknast leiksviðinu og almenningi. Af því leiðir svo, að leikrit hans eru frámunalega óeðlileg og lík því( að vera gerð samkvæmt föstum reglum og ákveðnum sniðum. Ilans bezta og alkunn- asta leikrit, “Heimath”, er ekkert annað en sjónleikur, en ekkert listaverk, ekki mynd af virkilegu mannlífl.” “I heild sinni má segja auðsætt að Tol- stoi greifi er stóróánægður með leikritasmíð samtíðarmannanna. Það er föst sannfær. ing hans, að undantekningarlaust öll rit þeirra Corneille og Racine’s* taki enn fram flestum leikritum nýjum. Þó vildi hann í því efni gera eina undantekning, — vildi undanþiggja Hauptmann, sem hann álítur raeira skáld en Sudermann. Leikrit Haupt- mann’s, “Vefararnir’1, áleit hann að hefði að geyma svo grundaðar hugmyndir, að því væri vís löng framtíð og að það um langan aldur yrði þýðingarmikill viðauki við dramatiska literature. Það er eftir- tektavert í þessu sambandi, að greiflnn Iieflr ekki mikið álit á skarpskygni eða skilning þeirra áhorfenda í leikhúsum, sem skipa dýrustu sætin og sérstöku hólfin. Ilonum komur það svo fyrir, að alþýðu- safnið á galteriunuin og á yztu sætunum niðri, só fljótara að sjá og skilja ganginn í leiknum, cn ríka fölkið.” (Eftir þessu hafa sjílfsagt margir tekið, enda almcnt álit Icikendanua, að það séu “gallerí-guðirnir”, eins og áhorfendurnir í fátæklingadeildinni eru alment nefndir hér vestra, sem fljótast- ir sóu til að viðurkenna það, cf einhver gerir sérstaklega vel, er óefað lýsir skiln- ingi á efninu og því, hvernig á að fara með það. En að kuldi “fína” fólksins sö frem- ur sprottinn af skilningsleysi, en stolti, — af þeirri skoðun, að það sé “fínu” og “aris- tokratisku” fólki ósamboðið, að sýna til- finningar með lófaklappi, það er nokkuð sem getur verið vandráðin gáta). “Eftir að hafa rætt um bókmentir, með sérstöku tilliti til franskra bókmenta, sagði Tolstoi greifi, sem svar upp á spurn- ingar mfnar: “Eg hefi hið mesta, hófleysislegasta dálæti á Victor Ilugo. Hann var í sann- leika makalaust skáld og ég fer í blossa æflnlega þegar ég hugsa um hann. En *) Pierre Corneille og Jean Racine, — nafnfræg leikskáld (Racine einnig ljóðskáld) á Frakklandi. Uppi á 17. öld. — Ritst.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.