Öldin - 01.10.1896, Side 14

Öldin - 01.10.1896, Side 14
158 ÖLDIN. svo höfðuð þið annan snillinginn frá, þar sem var Maupassant. Hann ber ægis- hjálm yfir flestum nútiðar rithöfundunuin ykkar. Það er elcki einungis að ritháttur hans væri hreinn og fagur, heldur einnig var hann djúpsær mannþekkjari. Að mínu áliti er hann meiri en Flauhert, meiri en Zola. Því miður kyntist ég aldrei Alex- andré Dumas, hinum yngra, en ætíð heíi ég iesið rit hans með mestu ánægju. Að lesa bók eftir hann, er sannarleg skemtun. Þegar hann dó, fann ég að vini mínum hafði verið kipt í burtu. “Hvað snertir Zola, þá þykir mér sag-' an hans, “Germinal”, góð saga oggetenda haft meðlíðun með honum og skilið hann í “La Terre”. Bændalýðurinn er líklega um þrír fjórðu hlutar mannkynsins og frá því sjónarmiði einu skoðað, verðskuldar bændalýðurinn nána athygli vora. En að hugsa um söguna “La Bete Humaine”, eftir Zola! Ef hún er nokkuð, er hún lýs- jng af járnbrautunum ykkar. Að mínu á- liti heflr rithöfundur engan rétt til að seil- ast eftir frumlegu efni, en takmarka sjón- deildarhriug sinn, eða Skoðanasvið, vilj- andi. Þegar hann gerir það, þó í þeim tilgangi sé, að framsetja þeim mun betur nýja skoðun á sérstöku starfsviði eða mál- efni, verður afleiðingin, að bókin verður bæði efnislítil og strembin. Eg verð að viðurkenna, að ég hefl ekki fengið mig til að lesa, allar, nokkrar af hinum nýrri sög- um eftir Zola. Af “Lourdes” hefi ég lesið að eins fyrstu hundrað blaðsíðurnar og “Rome” hefi ég ekki fengið mig til að líta í. Zola er þolinmóður og iðjusamur rit- höfundur, en það ér líka alt og sumt, sem um hann verður sagt.......” “Frá bókmentum leiddist hugur okkar og samtal smámsaman að þjóðfélags og stjórnmála málefnum og ræddi greifinn Iengi og alvarlega um stjórnmálastefnuna í lok aldarinnar. Hann fór hörðum orðum um föðurlandsást Frakka, sem hann sagði hættulega eins og eldibrand og dróg dír að æðisganginum með samband Rússa og Frakka. Hann lét í Ijósi að sér hefðu brugðist vonir að því er snertir uppvax- andi og yngri kynslóðina, en hafði góðar vonir um framfarir á tuttugustu öidinni. Anarkismus áleit hann að yrði ráðandi stjórnmilakennirigin á þeirri öld, — ekki byltinga og róstustefnan, sem nú er kölluð anarkismus, heldur vísindalegur og sið- ferðislegur anarkismus. Vit mauna og til- flnning fer að uppgefast við aðfarir stjórn- anna, illgerðir þeirra og sviksamlega breytni. Og þá fara menn að snú sör að vísindunum, hugsa um þau, um friðinn, mannástina, frelsið. “Mannástin,” sagði hann, “en ekki hið dýrslegaafl, verðurein- kunnarorð hins gæfusama fólks á lcomandi öldum.” Brautfarandinn. Svo hefir gufuvagn stundum, einlcum fyrri á árum, verið nefndur á íslenzku. Ef til vill er það rétt nafn, en réttara virðist þó að kalla hinn nýja gufuvagn því nafni, sem gengur á hvaða alfaravegi sem er, knúður af gufu, eða rafurmagni, og sem á ensku er nefndur ýmist “Horseless Carri- age” eða “Motor-Car”, auk annara fleiri nafna, er öli þýða það sama. Vagnar þess- ir eru af ýmsri stærð og með ýmsu sniði, en til þessa eru þeir einkum gerðir í lík- ingu við létta skrautvagna; sem hestar draga. Sá er munurinn aðal-lega að í þessum vögnum eru vélar, sem knýja hann áfram og eru hestar þess vegna óþaríir. Þessi uppfinding er fullum 50 árum eldri en er gufuvagninn, þó nú fyrst sé farið að reyna að hagnýta hana fyrir alvöru. Hér í þessu landi hafa þessir vagnar verið reyndir hvað eftir annað á siðastl. 2—3

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.