Kvennablaðið - 30.04.1903, Side 3

Kvennablaðið - 30.04.1903, Side 3
KVE NN ABLAÐIÐ. Hverfisgata og Lindargata í Skuggahverfi. Auk þess eru ýmsar stuttar þvergötur, svo sem : Amtmannsstígur, Bókhlöðustígur, Spitala- stigur o. fl. i Þingholtum, og Smiðjustígur, Klapparstígur, Vatnsstígur o. s. frv. í Skugga- hverfi. Þvi miður er ekki hægt að segja, að ein einasta af öllum þessum götum sé falleg. Festar eru þær misbreiðar, og rennur og gangstéttir vanta með þeim öllum að meira eða minna leyti. t- ,Hvíta mansalið‘. AÐ er ekki ófróðlegt að geta hér um sögu 19 ára gamallar þýzkrar stúlku í Berlín, sem kærð var fyrir að hafa framið þjófnað í Lundúnum. Stúlka þessi heitir Hedevig og er féhirðir (Kasserska) í stórri verzlun í Berlín. Hún er mjög falleg stúlka. Nú fyrir skömmu var mál hennar fyrir dómstólunum, og þá sagði hún grát- andi frá þessari sögu: í hitti fyrra las hún einusinni auglýsingu í þýzku blaði í Berlín um að dama nokkur í Lond- on óskaði eftir skemtistúlku. Hún sendi miða og fékk stöðuna. En ekki leið á löngu áður en hún sá, að hún var komin í hendur á venjulegri »mansölukonu«. Hún dró hana með sér á léleg- ustu leikhús, tók svo á móti heimsóknum ýmsra »herra« og neyddi svo stúlkuna, sem ekkert kunni í ensku og var alveg á hennar valdi, til að láta eftir óskum þeirra. Hvern eyri, sem fénaðist á þessari verzlun tók frúin til sín. Aumingja stúlkan varð með hverjum degi ógæfusamari og volaðri, án þess að geta aðgert. Svo hitti hún einu sinni í leikhúsinu mjög kurteis- an og viðfeldinn mann, sem hún fékk það traust til, að hún trúði honum fyrir öllu hvernig með sig væri farið. Hann sýndist kenna í brjósti um hana, og bauðst til að hjálpa henni. En fyrst um sinn skyldi hún flytja heim til sín og systur sinnar, sem hann byggi með. En þegar þangað var komið, þá sá hún að maður þessi bjó með fyrverandi leikkonu og hafði alveg samskonar atvinnu og húsmóðir hennar. Þegar Hedevig setti hart á móti hörðu, þá barði hann hana svo hún lá hljóðandi á gólfinu eftir og baðst vægðar. Svo hún gæti ekki strokið, tók hann föt hennar og gripi. n Að lokum var aumingja stúlkan orðin svo örvæntingarfull, að hún ætlaði að drekkja sér í Themsá heldur en að lifa svo viðbjóðslega. En þá kom einn dag peningabréf til Coru, hjákonu húsbóndans. Hún var ekki heima, en Hedevig tók við bréfinu. í því var ávísun upp á 15 pd. sterling og því stal Hedevig til að komast í brott. Hún tíndi saman föt sín, fékk peningana út- borgaða á hótelli og komst svo heim til Þýzka- lands, þar sem hún var svo lánsöm, að fá góða stöðu. En raunir hennar voru ekki á enda. Cora hafði sent kæru eftir henni, og einn góðan veð- urdag kom lögreglan og fór með hana í fangelsi. Mál hennar var tekið fyrir og nú komst öll sag- an úpp. Sækjandinn krafðist að hún væri dæmd í 14 daga fangelsi. Henni varð svo mikið um það, að hún hné meðvitundarlaus niður og fékk svo langa krampakviðu. Dómararnir dæmdu hana sýkna. Þýzk blöð, sem flytja þessa sögu, vara stúlk- ur við, að þiggja stöður erlendis, ef þær hafi ekki fengið örugga tryggingu fyrir, að hún sé hjá heiðarlegu fólki. — Skuldadagarnir. (í»ýtt). U heyrðist blásturinn í gufuvagninum. — „Ó, það er aukalestin. Nú koma gestimir bráðum". „Verið þérsælir, herra bankastjóri". „Verið þér kyrr hjá okkur. — mér þætti vænt um það“, sagði bankastjórinn, um leið og hann fékk honum sumarlaunin". „Eg get það ekki". Eg fékk aldrei að vita hvað hafði komið fyrir yður". „Það var ekkert til að tala um. Þakka fyrir liðna tímann". Sfc # * Það var mjög mikið og fagurt vlðsýni af gluggasvölunum, fyrir utan salsgluggana á efra gólfinu, þar sem tekið var á móti gestunum. Þaðan sást bæði yfir skóggarðinn og sveitina í kring, sem skóggarðurinn skygði á. Hér var Önnu eptirlætisstaður, og hér fanst hún oftast, annaðhvort við að mála eða að lesa. Hún hafði áhuga og ánægju af mörgu. Hún var aldrei iðjulaus, því henni fanst lífið svo fagurt og auðugt, að tfminn nægði ekki til alls þess, sem hún vildi fá að laera, starfa og sjá.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.