Kvennablaðið - 30.05.1917, Qupperneq 1
Xvennablitðið %o»t-
ar 3 kr.innanlands
erlendÍB kr. 3 60
(90 cent veetan-
hafa) */» verðsinB
borgist fyrfram, en
*/. fyrir 16. júli.
tnnmalvlaíiiíi.
UppBÖgn skntleg
bnndin við fcra-
mót, ógild nema
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
23. ár.
Reykjavík, 30. mai 1917.
Til kaupenda Kvennablaðsins.
Um leið og eg óska ykkur öllum góðs
sumars og árs og hagsælda í alla staði,
Tildi eg einnig minnast dálítið á Kvenna-
blaðið.
Eins og menn vita, var eg ein af þeim
löndum, sem voru í nokkurslconar »her-
leiðingu« síðari hluta vetrarins, suður í
Kaupmannahöfn.
í tvo mánuði, eða frá 27. febr.—2. april,
þegar við fórum þaðan, mátti heita að við
fengjum engar fregnir heiman að. Aðeins
örfá og fáorð símskeyti fengu ýmsir, sem
sögðu oss mjög lítið um ástandið heima
fyrir. Að vísu gat eg komið einu bréfi
heim í Kvennablaðið, og gert ráðstafanir
til að það kæmi út, en að öðru leyti vissi
eg ekkert um hvernig því mundi reiða af,
þótt eg byggist við að hin almenna dýrtíð
á öllu, og ekki síst öllu því, sem snerti
útgáfu bóka og blaða, mundi líka gera
vart við sig heima eins og annarstaðar,
og það því fremur, sem pappír og alt, sem
að prentun lýtur, verður að flytjast inn
hjá okkur. En með því að eg vissi ekkert
um þau efni heima, gat eg engar ráðstaf-
anif gert í því fyrir blaðið þá þegar.
Þegar eg svo kom heim, 13. apríl, var
það eitt af því fyrsta sem eg fekk að vita
að nú hefði verð á allri þrentun verið
hækkað frá 1. apríl um 55%. í apríl 1916
hækkaði líka verðið á prentun um 25%.
— Samanlögð er hækkunin þá orðin 80°/o
eða nœr þvi hálfu dýrari en áður. Og
verðið á pappírnum hefir hækkað enn þá
meira, það hefir nær því fjór/aldast.
Af öllum þessum vandræða-ástæðum
neyðist eg því til að hækka verðið á þess-
M 5.
um árgangi upp í 3 kr. Allir sjá að ekki
græði eg á verðhækkuninni, því hún er
mikið minni en kostnaðarhækkunin. Mér
þykir mjög ilt að verða að neyðast til
þessa, en eg vona að kaupendur og við-
skiftamenn blaðsins sjái, að eg get ekki
farið öðruvísi að.
Mér finst við íslenzku konurnar verðum
að eiga eitt málgagn að minsta kosti, ekki
síður nú á þessum vandræðatímum en
áður, og eg vona, að allir sem blaðinu
hafa verið vinveittir, verði það eins enn,
þrátt fyrir verðhækkunina.
Eg hefi fengið loforð ýmsra góðra
kvenna um að rita í blaðið.
Vinsamlegast:
Briet Bjarnhéðinsdóttir.
Eldsneytisvandræðin.
Ekkert orð er jafn alment nefnt eins og
orðið: dýrtíð. Hvar sem við erum saman-
komin bæði hér á landi, og víðast í heim-
inum annarstaðar, þá er þetta algengasta
umtalsefnið í borgum og sveitunum. —
Dýrtíðin, sem allir verða varir við, og alt
af þrengir meira og meira að, og sultur-
inn, sem venjulega fylgir í fótspor hennar.
Að verjast sultinum er nú aðal-verkefni
allra stjórna: landsstjórna og bæja- og
sveitastjórna, lítið síður í hlutlausu lönd-
unum en hinum, sem taka beinan þátt í
heimsstyrjöldinni.
Hér á landi er það mjög eðlilegt að til-
finnanleg dýrtíð verði á mörgum vörum.
Við verðum að sækja allar korn- og mjöl-
vörur vorar til útlanda, og yfir höfuð allar
nýlenduvörur, auk margra annara vöru-