Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brolnar „Já, já, þær voru bara held- ur seinar í tíðinni, blessaðar. En þær biðu fjórar eftir mér við bílinn, þegar ég fór inn eftir,“ greip Maríanna fram í fyrir henni brosandi. „Ég býst við að þeim hafi fundizt sætið mitt óviðkunnanlega autt á fundinum.“ Helga hló. „Þær hafa þá haft þess betra næði til að sletta því á bakið á þér, að þú hafir fljótlega haft þig í burtu af Nesinu, þegar Grímur á Hvanná var dáinn. Þetta er uppi í hverjum kjafti þarna fyrir norðan. Stína gamla var búin að blaðra um það nokkr- um sinnum Við mig, en ég tók ekki mark á því. Hún er alltaf með eintóma illkvittni kerl- ingarskrattinn sá. Ég hafði ekki nokkurn frið fyrir henni, alltaf var hún með sífelldar dylgjur um það, að ég mundi kúra fyrir innan hjá Halli, svo að honum liði betur. Þetta var nú líka óviðkunnanlegt, að sofa þarna tvö alein í bæn- um.“ Maríanna brosti. „Það sýndi hvað ég treysti þér vel,“ sagði hún. „Treysti mér?“ sagði Helga og glotti illkvittnislega. „Ég hefði farið inn fyrir til hans, ef hann hefði minnzt á það einu orði. Það hefði verið mátulegt handa þér.“ „Helga, því segirðu annað eins og þetta,“ sagði Marí- anna, og það sló út um hana köldum svita. „Þú gerir sjálfa þig að vondri manneskju með svona tali. Góða vertu ekki að stríða mér.“ „Þú ert ekki búin að heyra allt enn,“ hélt Helga áfram, og illgirnisbrosið var rótgróið á vörum hénnar. Þetta bros, sem Maríönnu fannst óþol- andi. „Svo telja margir víst, að Hallur og Pálína á Hvanná fari að búa saman í vor. Svo að dálítið hefir þú nú upp úr flaninu hingað. Þú þarft ekki að búast við að hann komi hingað til að vinna fyrir þér, ef eitthvað er hæft í þessu, sem ég efa , náttúrlega mikið. En hitt er satt, að hann talaði um það við mig seinasta kvöldið fyrir uppboðið, hvort það væri ómögulegt að fá mig til þess að breyta um áætlun og hugsa um búið með sér næsta ár. Og hann var tvisvar búinn að tala um það við mig áður.“ „Hvaða alvara heldurðu að hafi verið í þessu hjá honum, þar sem hann var búinn að selja skepnurnar og byggja jörðina," greip Maríanna fram í fyrir henni. „Ég er búin að iðrast mik- ið eftir því, að ég varð ekki við bón hans. Ég veit ekkert um, hvað mikið var selt af skepnunum. Það var bara haldið uppboð, meira veit ég ekki. En ef nokkuð er til í þessu með'hann og Pálínu, fer hann náttúrlega til hennar að Hvanná. Varla yfirgefur Pál- ína jörðina.“ „Hallur verður nú líklega að hugsa um að vinna fyrir börnunum, hvað sem mér líð- ur,“ sagði Maríanna. „Dadda getur sjálfsagt far- ið að vinna fyrir sér, en það er vonazt eftir því, að Mál- fríður litla komi norður aft- ur,“ sagði Helga. „Hverjir v o n a s t eftir henni?“ spurði Maríanna. „Sifa, Lóa og gamli bónd- inn,“ sagði Helga. „Hún er í svo miklu uppáhaldi hjá gamla manninum, vegna þess að hún líkist öll í hans ætt, en ekki þína. Þá er nú svo- lítið um að vera með Tótu á Hvanná hjá honum. Hún er víst líka einstakur unglingur. Karlinn segir, að hún verði búforkur eins og Pálína." „Var hann að tala um Hall og Pálínu?“ spurði Maríanna. „Nei, það var aldrei minnzt á þau. Ég heyrði það fyrst í Vogum,“ sagði Helga. Jæja, það fer nú að líða að kaffitíma,“ sagði Maríanna. „Mig er farið að langa í kaffi. Líklega hefði Bogga systir þín borið inn kaffi, ef hún hefði verið heima.“ „Það er ekki gott að segja,“ sagði Helga. „Kannske hefði hún ekki þekkt þig, frekar en Málfríður systir þín mig.“ „Þú kemur nú upp eftir til okkar á morgun,“ greip Marí- anna fram í fyrir henni. „Það er svo margt, sem ég þarf að heyra að norðan.“ „Nei, ég verð varla gestur í því húsi aftur, og ekki þurfa þau að hrekja gamla stráið í burtu vegna þess, að ég kom- ist ekki annars staðar fyrir en í bólinu hans. Mér finnst ég varla geta trúað því, að stórbóndinn frá Fagranesi lifi við slíka aðbúð, að vera af- króaður í herbergiskompu uppi á lofti, þar sem hann kemst aldrei ofan stigann, og verður að vera þar einn allan daginn. Það má segja, að það veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Það getur varla beðið þeirra lakara hlutskipti, sem engin börn eiga,“ rausaði Helga. „Það er ekki gott við því að gera,“ sagði Maríanna. „Hann vildi ekki vera á elliheimil- inu. Hjá systur minni er fátt fólk í heimili og því engnn til að sitja hjá honum og tala við hann, nema þá helzt Málfríð- ur dóttir mín. Hún er oft inni hjá honum stund og stund. Mér dytti ekki annað í hug en taka hann til mín, ef ég hefði nokkurt húsrúm fyrir hann,“ hélt Maríanna áfram. „Nei, þú getur látið hann sofa í rúminu, sem þú ætlaðir mér, því að ég kem aldrei til þín,“ sagði Helga. Maríanna kvaddi gömlu vinnukonuna s í n a kaldri kveðju. Litla ljóshærða stúlk- an fylgdi henni niður á Torg- ið. jÞar biðu dæturnar eftir henni. Maríönnu leið ekki vel það sem eftir var dagsins og hálfa nóttina lá hún vakandi, en slíkt var óvanalegt. Hún gat ekki annað pn hugsað um slúðrið og ómerkilegheitin, sem sveitungar hennar létu á bakið á henni, og það vinkon- ur hennar, kvenfélagssysturn- ar. Skyldi annars vera nokk- ur jhæfa í því, að Hallur ætl- aði sér að taka saman við Pálínu. Hún átti bágt með að trúa því. En undarlega dulur var hann á fyrirætlanir sínar, og sagði það síðast við hana, að það yrði sjálfsagt bið á því að hann kæmi suður. Hvað skyldi nú eiginlega verða um hana og dætur hennar, ef hann færi eitthvað í burtu og léti ekkert til sín heyra fram- ar? Öll þau ósköp, sem hún þurfti að kaupa í húsið, svo það liti almennilega út. Þeir yrðu fljótir að fara pening- arnir, sem hann hafði fengið henni, þegar hann kvaddi hana, og svo varð að borga húsaleiguna í byrjun hvers mánaðar. Og um það töluðu allir með kvíða og hryllingi, sem á henni þurftu að standa skil. Svo var það Helga, sem nú var orðin svo leiðinleg og illkvittin. Hún var náttúrlega ekki óvön geðvonzkunni 1 henni. En hún hafði umborið hana vegna þess hvað hún var ómissandi fyrir heimilið. En oft hafði henni dottið í hug, að það væri vegna Halls, sem hún væri alltaf í Látravík. Hún hafði verið svo hrifin af honum sem ungum manni. Það höfðu auðvitað allar stúlkur verið í nágrenninu. Og isvo vaf hún alltaf með hugann við útivinnuna, ;ef hún var í bænum. Hún var alltaf kát utan bæjar, en ýfin og ergileg við hana, og aldrei hafði það komið fyrir, að hún sneri út úr fyrir honum eða væri með merkilegheit, en slíkt bauð hún henni ekki ósjaldan. Og svo hafði hún sagzt hafa farið inn fyrir til hans, ef hann hefði minnzt á það einu orði. Hún hlaut að hafa verið að kvelja hana með því að láta þetta út úr sér. Það hefðu nú verið meiri ósköpin að fara að taka hana upp í hjónasængina. Svo ó- smekklegur gat enginn maður verið. Og svo hafði hún kór- ónað allt samtalið með því að kalla á eftir henni, þegar hún var komin fram á loftskörina, að það seinasta, sem hún hafði frétt af Halli værí, að hann hefði legið einn í austurbæn- um og ekkert etið nema harð- fisk. „Það er álitið að hann sé að verða vitlaus,“ hafði hún sagt. ' Þvílíkar fréttir! Hún tók að síðustu þá ákvörðun að síma norður að Látravík næsta dag og heyra með eigin eyrum hvað syngi í gamla mótbýlis- fólkinu, sem henni var farið að þykja ótrúlega vænt um núna þessar vikur, sem liðnar voru síðan hún kvaddi það. Dadda j kenndi óskaplega i brjósti um Lóu, að sjá aldrei kvikmynd. Henni fannst sjálf- sagt að bjóða henni suður næsta vetur, svo að hún gæti séð Reykjavík ogjsllt það, sem höfuðstaðurinn hafði að sýna sveitaunglingnum. Náttúrlega átti hún að halda til hjá þeim mæðgum. Þá átti líka að fara í dansskóla, og margt annað var ráðgert. Maríönnu var farið að þykja nóg um krón- urnar, sem hún varð að láta af hendi við dætur sínar dag- lega fyrir bíómiðum og þess háttar. En hún var nú einu sinni búin að hugsa sér að lofa þeim að njóta lífsins, þegar þær loksins væru komnar úr ómenningunni og tilbreyting- arleysinu þarna á Nesinu. HVERS ÞÉR MEGIÐ VÆNTA —ef þér leggist á spítala Veikindi, líkt og slys, geta borið óvænt að og spítala Plan þitt verður þér skyndilega persónulegt og mikilvægt atriði. Munið bara, að þér eruð tryggður sam- kvæmt M.H.S.P., að það er yðar Plan, sem þér hafið greitt fyrir. Eina skil- yrðið fyrir inngönguleyfi á spítala er raunveruleg þörf og M.H.S.P. skilríki yðar. Yður mun látin í té hin bezta umönn- un. Satt er, að iðgjöld yðar myndu að- eins greiða fyrir einn eða tvo daga. En það eru engin takmörk sett varðandi dagana. sem greitt er fyrir af Planinu, svo lengi sem talið er nauðsynlegt að þér séuð í spítala. Munið þá, ef þér leggist á spítala, að það er þitt Plah. Það er gott Plan . . . Verið áhyggjulaus. Einbeitið huganum að, að ná bata. HON. 0. JOHNSON, M.D. Minisfer of Health li Public Welfare G. L. PICKERING Commissioner of Hospitolization MANITOBA HOSPITAL SERVICES P L A N M-l Canadian Pacifíc 7th ANNUAL Package Tour to the Royal Winter Fair TORONTO, NOVEMBER 11-19,1960 Leaving on "The Canadian” from stations in Alberta — November 10 ánd 11; Saskat- chewan and Manitoba—November 11 and 12. SEVEN DAYS at the Royal York Hotel. RATES AS LOW AS $190.80 from Edmontoa and Calgary; $162.70 from Regina; $147.30 from Winnipeg. Correspondingly low cost from other stations. \ . Ask your Canadian Pacific agent for brochure giving full details. He will gladly complete all arrangements for your trip. Make your reser- vations now. CanadLan (fhcý<c WORLD'S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM Ask about All Indusive—Group Economy Travel Plans

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.