Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 1
iögberg - ^etmsfermgja Stofnað 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sepl., 1886 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 NÚMER 34 Hugsað til Ásgeirs forseta Þú fæddist, er umbótaaldar sól var óðum að nálgast hafið; hún mildaði göngu mannkynsins þó margt sé nú týnt og grafið. En framundan eygði óskaland í upprisubjarma vafið. 1 draumsýn um alheimsfrelsi og frið var fóstruð þín æskuhyggja: Að hefja vorn lýð til hærra vegs — á hugsjónum framtíð byggja og láta ekki tvísýn, áfjáð öfl á ættlandsins heiður skyggja. Þó blóðfjöðruð sé nú okkar öld hún ísland úr viðjum leysti, og enn sem fyr ber sitt aðalsmark hin arfgenga, forna hreysti. Sú fylking var djörf og frækileg, er fánann að siglu reisti. Vor þjóð þarf að brynja sjálfa sig og sækja til dýpstu miða. Það afl, sem með henni innra býr hún ein á að göfga og friða, og reisa sér alfrjáls eigin höll án erlendra máttarviða. í barmi hvers dags býr landnámsljóð, er lýsir um vegu þína. Og blysið, sem þú hefir borið hæst mun bjart yfir öldum skína. Og vaxandi eining um borg og byggð þinn bústað skal láni krýna. Einar P. Jónsson — 1952 »»o»o»»»»o»»»»»ao»»0»oo»0»»ö»»»ö»»»»»»»»»»»»»»»»»»c0»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands, og frú Dóra Þórhallsdóttir

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.