Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 ÁSGEIR ÁSGEIRSSON: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi í bókinni Móðir mín — Bókfellsútgáfan h.f., Reykja- vík 1949, birtist hugljúf rit- gerð eftir Ásgeir Ásgeirsson um móður hans, Jensínu Björgu Matthíasdóttur, en vegna þess að bókin mun vera í fárra manna höndum vestan- hafs tökum við okkur það bessaleyfi að endurprenta þessa ritgerð, því í henni er brugðið upp fagurri og skemmtilegri mynd af móður forsetans og æskuárum hans. Vegna þess að ritgerðin er nokkuð löng, sleppum við fyrsta kaflanum, sem fjallar um ætterni frú Jensínu.—I. J. í Straumfirði var kaupstað- ur frá fornu fari. Þar heita enn Dönskubúðir, er kaup- menn hafa notað fyrir varn- ing, eða til vetursetu, og hringar eru þar enn í klettum til að svínbinda hafskip yfir kauptíðina. Þar komu „spekúl- antar“, útlendir og innlendir, fram undir síðustu aldamót. En um 1890 mun Eyþór, afi minn, hafa sett fasta verzlun í Kóranesinu, og þar gerðist faðir minn „faktor“. Þar er ég fæddur og man þar fyrst eftir mér á Kóraneshöfðanum, sem þá var ein grastorfa, á aðra hönd Hafnarfjall í fjarska, eins og blár veggur, og á hina valt Röstin fram með jötun- afli og boðaföllum, en fram- undan hafsjórinn spegilslétt- ur, allt út í hafsauga. Ég var að keppa við aðkomukrakka um það, hver gæti horft lengst beint í sólina, án þess að depla augum. Þá kom móðir mín og stöðvaði þennan leik. Ekki man ég, hvernig orð féllu, en mér er enn sem ég sjái móð- ur mína koma upp á höfðann, létta í fasi, unga og glæsilega. Og það man ég oftar úr bernsku, að ég gat setið og horft á móður mína, þegar hún sagði frá, með óljósri vel- þóknun, sem engin hugsun fylgir eða orð lýsa. Á þeim aldri er svo fátt til saman- burðar; en öll lýsing er að bera saman við eitthvað ann- að; og yndið og ánægjan er engu að síður sterk og ein- læg. Og undurblátt og tignar- legt var Hafnarfjallið í fjarska; ég sá síðar, þegar ég var orðinn stálpaður, að á því hafði ég skilning, þegar ég kom fyrst að fjallsrótum; þá varð ég fyrir vonbrigðum; leit þá fjallið svona út! Og þá „hafsaugað", það var gáta, sem ég glímdi við og enn hef- ir sitt dularfulla seiðmagn. í Kóranesi og Straumfirði leið okkur öllum vel, og bet- ur en maður gerir sér ljóst á líðandi stund. Bernsku endur- minningarnar eru slitróttar, einstakir atburðir og ekkert samhengi. Mamma hafði læknishendur, og gekk að starfi án þess að henni sæist bregða. Ég man, þegar við kepptum um, hver gæti velt sér lengst blindandi; ég sigr- aði, valt niður fyrir háa hamra, og var borinn heim. Nokkrum dögum síðar komu foreldrar mínir heim úr ferða- lagi. Ég fékk ekki að hlaupa út til að taka á móti þeim, því ég var með bindi um höf- uðið, svo ég stökk upp á loft og starði út um gluggann. Þarna komu þau! Mamma á Léttfeta, þessum yndislega gæðing, sem var hvítur eins og mjöll! Það er ein af þeim myndum, sem hafa grópað sig fastast í hugann, og mér finnst vænst um. Hún var vart komin inn, þegar hún greip mig, tók af umbúðirnar og gerði betur að sárinu, og allt fór vel. — Ég man þegar hún gerði að handarmeini Guð- mundar gamla; það var ljótt mein og margstungið á, og kreist fast. Höndin greri furðu fljótt, og loks kom Gvendur með sína tuttugu og fimm aura, sem mamma tók ekki við. „Þetta er engin gjöf, Jensína, þú hefir unnið fyrir því“ sagði Gvendur. — Ég man þegar Bergþór heitinn drukknaði, og við krakkarnir vorum komin niður 1 vör til að taka á móti bátnum og skoða aflann. Þá sótti mamma okkur, leiddi okkur heim og skýrði með einföldum orðum, hvað hafði gerzt. „Nú á Gunna litla engan afa.“ En allt var þetta undarlegt, og nýtt orð eins og „líkbörur“, sem átti að leggja Bergþór á, var dul- arfullt eins og dauðinn sjálf- ur. — Ég man, hve oft við vor- um send í gamla bæinn til Herdísar með eitthvað smá- vegis; gamla konan fór ýmist í pilsvasann og dró upp kand- ís, sem hún beit svo í mola fyrir okkur, eða dreypti smjöri á kökupart með fingrunum, blessandi mömmu og biðj- andi fyrir okkur öllum. — Og loks minnist ég með söknuði, þegar skektan hvarf. Við upp- götvuðum einn morgun, að skektan var horfin úr vörinni, þessi létta og lipra fleyta, sem var okkar eftirlæti. Við hlup- um heim og vildum fara að leita meðfram ströndinni. En það var eins og mamma hefði engan áhuga á þessu, eins fljót og hún var annars til allra framkvæmda. Og hve- nær sem þetta var ámálgað, var eins og hún sæi ekkert eftir skektunni. Það var ann- að, sem kom fyrir þessa sömu nótt; foreldrar mínir höfðu haft mann til gæzlu; hann var víst „fangi“, hvað sem það nú þýddi; hann var líka horf- inn af bænum og sást ekki upp frá því. Fyrir mér skyggði skektuhvarfið alveg á slíka smámuni. Nokkru síðar varð ég áheyrzla, þegar vinnumað- ur var að ræða við ferðamenn. „Þau vita víst meir, hann Ás- geir og hún Jensína, en látið er uppi. Það mætti segja mér það,“ sagði vinnumaður, „dag- inn áður sá ég nokkra togara, sem er engin nýlunda nú orð- ið, hér úti á Bugtinni. Hann var eitthvað að skrifa á blað, húsbóndinn, þá um kvöldið. Hann var víst ekki of vel að sér í útlenzkunni, sökudólg- urinn. Og víst er um það, að skektan hefir ekki sézt síðan.“ * * * Mamma lét sér mjög annt um barnahópinn sinn, sem fór ört vaxandi. Elzt var Ásta, fædd í Reykjavík, næstur ég, fæddur í Kóranesi. „Mamma þín var hraust og kjarkmikil," segir Solveig frænka Einars- dóttir. Solveig var í Kóranesi, þegar ég fæddist. Það var beðið eftir ljósmóður, þegar Solveig heyrir barið í gólfið, hún upp á loft eins og skot, „og þá varst þú fæddur", segir Solveig. Þannig varð hún, þá 18 ára stúlka, ljósa mín. Þá Ragnar, og Árni, sem dó, en í Straumfriði fæddist Árni yngri, Kristín, sem dó um tví- tugt, og Haukur, sem lézt af siysförum. í Reykjavík fædd- ust svo Matthías og Kormák- ur, og er þá talið. Mamma réði ein nafni yngsta drengsins, og tjáði ekki í móti að mæla. Mamma gaf sér alltaf tíma til að vera útivið með okkur krökkunum, einkum á sumr- in, og vildi miðla okkur öllu, sem hún kunni. Hún lét okkur ganga berfætt á sumrum, og þótti það nýlunda og jafnvel harðneskja; en siggið á iljun- um varð á við leðurskó, og ekki þurfti að skamma okkur fyrir að vera blaut í fæturna. Mamma vildi, að við værum mikið í fjörunni, væðum dug- lega og böðuðum okkur með gætni. „Svo fáið þið bráðum að læra að synda, eins og hann Matthías,“ sagði hún, og til þess hlakkaði ég mikið, því ekkert þótti mér eins hetju- legt og að sjá Matthías Ein- arsson, sem var oft hjá okkur á sumrin, stinga sér úr háum klettum í iðandi strauminn, synda yfir í Vestur-Búðarey og koma til baka með egg í munninum. Hann synti og út í skip og klifraði um bugspjót og reiða. Mamma hafði mikið dálæti á frænda sínum og virðing var gagnkvæm meðan bæði lifðu. Spriklið var mikið í Matthíasi á þeim unglings- árum, og mamma eggjaði okk- ur að fylgja stóra frænda. Oft kom hún með okkur í fjöruna. Ég sá það síðar, að ég þekkti nöfn á flestu, sem þar fannst, og var það hennar kennsla. Það var margt að sjá í hrönn- inni, og útfirið er mikið á Mýrum. Foreldrar okkar fóru með okkur í kríueggjatínslu og berjamó, og var þá að ýmsu að gá. Það varð nú okkar vani, að stöðva við hverja nýja jurt, sem við þekktum ekki, að spyrja mömmu. Oftast kunni hún skýr svör. Ragnar var þar áhugamestur, og var það upp- haf að hans garðyrkjustarfi. En jafnvel ég lærði nöfn á öll- um algengum jurtum, sem flestir kölluðu bara blóm eða laufblöð. Það var gott að eiga móður, sem kunni rétt svör við spurningum barna sinna. Grasbreiðan var okkur mikill skóli, ekki síður en fjaran, fyrir leiðbeining okkar góðu móður, sem virtist vita meira og vera betur vakandi en flestir aðrir. Ég sé það nú síð- ar, að margt hafði hún lært á Holtsheimilinu, Fröken Zahles Skole, og ekki sízt af umgengni við ágætt fólk á unglingsárum, bæði hér og er- lendis. En allt er þetta sjálf- sagt, eins og móðirin sjálf, þar til þroskaður skilningur kem- ur til — og hún sjálf er horfin. En móður okkar var þetat ljóst og notaði til fulls fjöruna, graslendið, berjamóinn og hið daglega heimilisstarf, okkur til þroska. Það var alltaf við- kvæðið, að börnin mættu ekki missa af neinu. Faðir minn var „faktor“ og kaupmaður, og þó bóndi um leið á nokkrum hundruðum í Straumfirði. Það var stórt orð í þá daga, að vera „faktor“. I kaupstaðinn komu allir bænd- ur sveitarinnar, kotungar og þurrabúðarmenn. En kaup- staðurinn var bara heimili foreldra minna. Það var þá myndarfólk á Mýrunum, og ber sögum saman um það, að foreldrar mínir hafi notið þar almennrar hylli, og hafa vin- áttubönd, sem þar bundust, nú enzt í þriðja ættlið. Mér er sagt, að faðir minn og móð- ir hafi verið samhent um alla rausn og gestrisni, og áttu hvorugt gott með, að láta nokkurn syrgjandi frá sér fara. Man ég vel mikla látúns- könnu, sem oftast var full af ilmandi sjóðheitu kaffi, því margir höfðu langa viðdvöl, enda oft sjávarföllum að sæta. Mikið reyndi þá á húsfreyj- una, og var hennar frammi- staða rómuð af öllum. Voru þau hvorugt foreldra minna kaupmenn að upplagi, en miklir gestgjafar. Kunni móð- ir mín vel að bera á borð fyrir gesti. Á Mýrum var mörg matarholan, fugl, egg og fisk- ur, og hafði móðir mín auk þess matjurtagarð með marg- breyttu grænmeti; var þar „salat“ og fleira nýnæmi. Mataræði var með rausnar- brag eybyggja, en framreiðsla og smekkvísi óvenjuleg. Og þegar móðir mín sagði svo: „Gjörið þið svo vel,“ þá var það hressilegt, örvandi ávarp ánægðrar húsmóður. Það var hennar gleði að veita vel, og mörgum. Faðir minn var um það samtaka og öllum vel- viljaður. Gestir komu þar oft úr Reykjavík, og undruðust íslenzka og erlenda þekkingu og smekkvísi á öllum heimil- isbrag. Þetta er ekkert gort, og það má segja það, sem er sannast, að þegar móðir mín naut sín bezt, þá var aðals- bragur á öllu hennar um- hverfi. I þá daga var blómlegt a Mýrunum, fjölbýlt og mann- margt á stórbýlum, kot og hjáleigur. Mannfjöldinn lifð1 meir á sjó og eyjargagni en landi. Það var mannval a Mýrunum, milli fjalls °S f j ö r u . Sjóndeildarhringur barnsins er þröngur, og e& þekkti bezt nágrannana. Vin- konur móður minnar voru margar, en fremst vil ég nefna Ragnheiði í Knarrarnesi °S Mörtu í Álftanesi; þangað f°r' um við kynnisfarir; þær voru miklar konur og trygglyndar- En sérstaklega man ég eftu" því, þegar mamma leyfði okk- ur að fara í langferðina til Akra, þegar kirkjan var vígö- Mamma var jafn örugg á sí° og á landi, og kippti henni uin margt í Arnfirðingakyn. f"a lentum við í Vogi og genguiU til Akra, um HelgrinduL nafnið var geigvænlegt, og ha- tíðin var fjölmenn með guðs- þjónustu og tombólu, °£ mamma hrókur alls fagnaðar í mínum augum. Sem oftast vildi hún hafa börnin með ser> og skemmti sér þá sjálf sem bezt. Við fórum víða, og Mýr' arnar og Mýramenn festust mér í barnsminni, svo mer finnst engin sveit hafa ven betur mönnuð. En allt er breytingum und' irorpið. Togararnir komu a flóann. Útræðið lagðist niður- Kotin og hjáleigurnar fóru 1 eyði. Borgarnes fór vaxandu og Straumfjörður hafði engin kaupstaðar skilyrði lengur- Okkur hafði liðið þar vel, °£ vísast um efni fram, og nl1 var flutt til Reykjavíkur. Framhald Æskuheimili frú Dóru Frá bls. 5. ferð hefir aldrei gleymzt síð an, og betri en nokkur tu ferð getur verið. Að heyskap gengu a^ir jafnt, og kom fyrir, að pahh1 kæmi í flekk til okkar, °£ sagði að við ættum að „ra^ með höfðinu“ en ekki me höndunum einum í hugsunar leysi. Við vorum ekki ein flekk, heldur aragrúi af krök um, því fleiri sem bygg®in þéttist. Laufás var leikvöllu1" nágrennisins, og Björn bro hafði lag á að láta krakkana gera smágagn, þótt misjaí væri. Og aldrei þreyttlS^ mamma á að gera þeim S° ~ í stórum hópum, leiksystkin um okkar og þessu liðlét a kaupafólki. Það kom fyrir’ a við fengum orð í eyra um fjósalykt, og þó mest í glenS1- Þegar biskupsfrúin anda^ ist, var frú Dóra enn á un$ aldri. Tók hún þá við forstö heimilis föður síns, svo hu hlaut þá reynslu að veita 0^ stöðu gestkvæmu menning3 heimili og hinn bezta un i búning undir það að ver húsfreyja á Bessastöðum-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.