Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 1
Högbera - l^eimsfmnala Stofnað 14. ian., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 NÚMER 5 1888 - sjötíu og fimm ára afmæli Lögbergs - 1963 Dr. Tryggvi J. Oleson: Ritstjórar Lögbergs Eins og kunnugt er var Lög- berg stofnað árið 1887 og kom fyrsta blað þess út 14. jan. 1888. Átti það að vera nokk- urskonar keppinautur Heims- kringlu, sem hóf feril 1886. Vildu þeir, sem stóðu að stofnun Lögbergs víst vanda til ritstjóravals og voru þeir svo heppnir að þá var staddur í Winnipeg Einar Hjörleifs- son. Hafði hann verið við Heimskringlu stuttan tíma. Tók hann nú að sér ritstjórn nýja blaðsins og hélt þeirri stöðu að heita má óslitið þar til 28. febrúar 1895. Einar er svo þjóðkunnur maður að ekki þarf að fjölyrða um hann, en geta má þess að hann setti bókmenntalegan svip á blaðið, sem hefur að miklu leyti ein- kennt það síðan. Þó deildu þeir mikið Einar og Jón skáld Ólafsson, sem gerðist ritstjóri Heimskringlu 1892 eftir að hafa verið um stutt skeið að- stoðar- og aðalritstjóri Lög- bergs. Er sú deila síst falleg og skal henni ekki lýst hér. Þegar Einar hvarf frá Lög- smn bergi gerðist Sigtryggur Jón- asson ritstjóri og var við blaðið þar til 18. júlí 1901. Sigtryggur var einn helzti stofnandi Nýja Islands og öll- um kunnur. Hann hafði mik- inn áhuga fyrir pólitík og gætir þess mjög í Lögbergi á ritstjórnarárum hans. Þriðji ritstjóri blaðsins var Magnús, sonur Páls Erlends- Einar Hjörleifsson Kvaran Við heimsókn í Jökuldal 1946 Ég kenni gerla þennan þunga nið og þokuna, sem fyllir allan dalinn; hún kveinkar sér, er kemur nætursvalinn — á kvíðans vængjum þyrlast út á mið. Sem viðkvæmt barn í kjöltu kemst ég við er kveldsins eldar lýsa hamrasalinn. I myrkrum gljúfrum byltist bálreið á svo bakkinn titrar undir mínum fótum, hún söng víst altaf eftir þessum nótum um aldaraðir sköpun landsins frá. En þó að ógni úðaskýin grá hún á samt veg að mínum hjartarótum. Ég finn mig heima eins og áður fyrr, þó árum nokkuð fjölgað hafi að baki; mér finnst sem ennlþá úti brosi og vaki ein álfamær við hverjar bæjardyr; þótt siglt ég hafi ei beggja skauta byr, ég blíðu finn í auga og handartaki. Ég finn það glöggt, að hér er heilög jörð, að hér bjó traustur stofn um aldaraðir, að lands vors Guð, hinn mikli, máttki faðir, um mannsbarn hvert og dalinn heldur vörð. Ég ber fram mína bæn og þakkargjörð, er brosa við mér frændahópar glaðir. Ég kem í Hofteig, kvöldið líður fljótt, og konan strýkur tár af mínum hvarmi og veit, að ég er brot úr heiðaharmi — í hjartslátt Jöklu styrk frá æsku sótt. Við vökum alsæl eina útinótt, unz austrið fyllir nýrra morgna bjarmi. Kveðjur og órnaðaróskir Frá forseta íslands Ég sendi „Lögbergi“ beztu þakkir og heillaóskir á sjötíu og fimm ára afmælinu og minnist margra ágætra manna sem þar hafa átt góðan þátt í að varðveita sögu Vestur íslendinga og íslenzkan menningararf þeirra á meðal. Ég sendi og „Lögbergi-Heimskringlu“ sem ég jafnan les af áhuga og aðdáun á góðri blaðstjórn, mínar beztu árnaðaróskir. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON. Bessastöðum. Og litla kirkjan lýsir enn í dag, — und leiðum hvílast sveitir ferðamóðar; nú ganga að verki aðrar æskurjóðar með annan svip og frjálsmannlegri brag. Hér finnst mér eins og sérhvert ljóð og lag sé lofsöngur í ævi frjálsrar þjóðar. — E.P.J Einar Páll Jónsson Þeir settu bókmenntasvip á blaðið." — T.J.O. sonar og konur hans Guðrúnar Magnúsdóttur, en þau hjón bjuggu í Hörgárdal. Magnús tók við ritstjórastarfinu í nóvember 1901 og hélt því fram á haustið 1905. Hann tók mikinn þátt í félagslífi Winni- peg Islendinga fram að and- láti sínu 1923, þá 68 ára að aldri. Hinn 19. október 1905 gerð- ist Stefán Björnsson cand. theol. ritstjóri Lögbergs og var við blaðið þar til í apríl 1914. Var hann sonur Björns Stefánssonar, sem um skeið var kaupmaður á Búðum, og konu hans Margrétar Stefáns- dóttur prests á Kolfreyjustað Jónssonar. Stefán leitaðist við að gera blaðið friðsamt og má víst segja að honum hafi tek- izt það, en frekar var það lit- laust undir ritstjórn hans. Stefán hvarf heim til íslands 1914 og gerðist þar prestur, lengst á Eskifirði. Hann and- aðist 1942. Nú tók við blaðinu Sigurður Júlíus Jóhannesson, skáld og læknir, sem víst flestir Vestur- íslendingar þekkja til. Sigurð- ur var athafnamaður mesti, mjög pennafær og ræðuskör- ungur en tilfinningamaður svo mikill að sumum þótti hann fara út í öfgar. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson og Guðlaug Hannesdóttir. Sig- urður hafði fengizt við blaða- mennsku heima á íslandi áður en hann fluttist til þessa lands 1899. Hér gaf hann út blað, sem hét Dagskrá II, á Frh. bls. 2. Frá forsæiisráðherra Canada I extend congratulations to the management and staff of Lögberg and warm regards to all its readers on the 75th anniversary of the founding of this newspaper. Canadians of Icelandic origin have served Canada well since the pioneering days in our country. Their courage and skill of the early days are qualities still found in abundant measure to this day. Having provided valuable service for 75 years, I hope that the Icelandic weekly, Lögberg-Heimskringla, will continue its contribution for many years to come. Prime Minister. Frá sendiherra íslands Á þessum merku tímamótum, er 75 ár eru liðin frá því að Lögberg var stofnsett, er mér það mikil ánægja að votta stjórn blaðsins og ritstjóra innilegt þakklæti fyrir hið mikla og gagnmerka hlutverk blaðsins á öllum tímum þess langa ferils. Lögberg hefur jafnan rækt hlutverk sitt með ágætum og hald- ið lifandi og treyst tengslin milli íslendinga vestan hafs og veitt okkur heima á Islandi tækifæri til að fylgjast með högum ykkar hér vestra, störfum ykkar og afrekum. Það er öldungs- ins víst, að hefði ekki Lögbergs notið við, hefðu mörg tengsl fyrir löngu verið rofin, bæði hér vestan hafs og við landa okkar heima á Fróni. Það er einlæg ósk mín, að Lögberg, í hinu nýja og farsæla samfélagi við Heimskringlu, megi eflast enn um fjölda mörg ókomin ár, og hlutverk íslenzku blaðanna aldrei falla í gleymsku og dá. Merki Lögbergs mun haldast á lofti meðan íslenzk tunga lifir í Vesturheimi, og ætíð meðan hugsað er hlýlega heim til Fjallkonunnar. THOR THORS. Frá Þióðræknisfélaqi íslendinqa í Reykjavík Þjóðræknisfélag íslendinga sendir Lögberg-Heimskringlu beztu óskir og minnist með virðingu og þökk 75 ára afmælis Lögbergs. Megi hinu nýja blaði auðnast að vera lengi enn traustur tengiliður landa vorra vestan hafs í þjóðræknisviðleitni þeirra. Áfram svo í aldaráfangann. SIGURÐUR SIGURGEIRSSON. formaður.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.