Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 19
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963
19
Jóhann G. Jóhannsson:
John A. Macdonald
Fólk í Kanada er nú þegar
íarið að hugsa til fyrsta júlí
1967 — þá verður haldið upp
á hundrað ára afmæli fylkja
sambandsins (Confederation).
Montreal búar hafa þegar sagt
að þar verði haldin heimssýn-
ing á því ári — og aðrar borgir
og landsbúar í heild sinni
munu efna til ýmissa skemmt-
ana. En hvað sem gert verður
eða sagt verður þá er það víst
að eins manns verður minnst
oftar en nokkurs annars og
það er maðurinn sem oft hefir
verið nefndur faðir fylkja
sambandsins sir John Alex-
ander Macdonald.
Macdonald var fæddur á
Skotlandi 1815 og fluttist á
unga aldri með foreldrum
sínum til Ontario. Settust þau
að í Kingston. Þar naut hann
skólamenntunar eins og þá
gerðist, las lögfræði.
Honum vegnaði vel, hann
var vinsæll og vel látinn;
gleðimaður og félagslyndur.
1844 var hann kosinn þing-
maður Kingston búa og þó
hann ætlaði ekki að gera
stjórnmál að ævistarfi sínu þá
fór það svo.
Árið 1841 voru Quebec og
Ontario sameinuð að því leiti
að þau höfðu sameiginlega
stjórn — voru 40 þingmenn
frá hverri nýlendunni. Hug-
myndin var sú að Bretar í
Ontario og Frakkar í Quebec
lærðu þannig að vinna saman
og líta á sig sem eina þjóð í
stað tortryggni og óvináttu.
En þetta gekk illa og heldur
versnaði samkomulagið eftir
því sem tíminn leið. í Ontario
voru ,stór Bretar' (Imperial-
ists), sem litu á Frakka í
Quebec sem sigraða þjóð, þeir
voru Prótestantar og vildu
ekkert með kaþólsku eða
páfann hafa að gera. Frakkar
í Quebec héldu fast við sína
kaþólsku, tignuðu páfann og
gátu ekki fyrirgefið Bretum
fyrir að hafa ráðist á þá og
sigrað þá 1759.
Macdonald var kosinn
þing sem afturhalds (Con-
servative) þingmaður, en hann
sá von bráðar og betur en
aðrir að hér þurfti nýjan
flokk manna — bæði Frakka
og Breta sem fúsir væru að
koma á samvinnu. Draper
stjórnarformaður hafði hugs-
^ið slíkt hið sama. Macdonald
gerðist því foringi þeirra sem
nefndu sig Liberal Conserva-
tive — og þetta var flokkur
Macdonlalds héðan frá. Nú
tókst honum að fá í flokk sinn
menn frá Quebec eins og
George Cartier, Hector Lange-
vin og aðra. Þessir menn dáðu
Macdonald og veittu honum
traust fylgi. Það var þessi
flokkur sem að lokum tókst að
mynda fylkja sambandið.
Sá maður í Ontario sem stóð
meira í hári Macdonalds en
flestir aðrir og vildi hafa
hann út úr öllum stjórnmál
um, var George Brown, rit-
stjóri blaðsins Toronto Globe.
Eftir því sem vegur og fylgi
Macdonalds óx, því mun fleiri
birtust skammargreinar um
Macdonald í Globe. Brown
brígslaði Macdonald um
drykkjuskap. Þegar Macdon-
ald sá greinina (eina af mörg-
um), sagði hann, með mesta
hæglæti: „Þetta er satt, en ég
veit og Geo. Brown veit að
fólkið treystir mér betur full-
um heldur en Geo. Brown ó-
Sir John A. Macdonald
fullum“, það var satt. Brenni-
vínsdrykkja var almenn á
þeim árum. Menn sem ruddu
harðviðar skógana í Ontario
og Quebec þurftu hressingar
við. Brennivín var ódýrt —
aðeins 25 cent hvert ,gallon‘ —
fjórir pottar. Það var til siðs
að vínbrúsinn stóð á borðinu
og bolli hjá svo ferðamenn
gætu hresst sig áður en þeir
olíu‘ sölustöðvar nú.
Þegar fundurinn, til undir
búnings fylkjasambandinu,
var haldinn í Quebec var
brennivíns reikningurinn
$1600. Það voru þó tiltölulega
fáir sem sátu þann fund.
Brennivín var selt alstaðar.
Það voru eins margar brenni-
vínsverzlanir þá, eins og ,gas-
olíu' sölu pláss nú.
George Brown langaði til að
a verða forsætisráðherra og ráða
fyrir stjórn landsins. Honum
tókst það loksins. Þingið gaf
ekki Macdonald og Cartier
fylgi sitt einn daginn. Land-
stjórinn bauð þá Brown að
mynda stjórn. Sú stjórn var
felld degi síðar, og Macdonald
og Cartier aftur beðnir að
taka við völdum. George
Brown gat aldrei skilið annað
eins og þetta, að fólk skyldi
treysta betur manni sem að
oft var við öl eða vín en manni
,sem var bindindismaður —
þetta var ótrúlegt, og Brown
huggaði sig við þá hugsun að
fjöldinn væri ekki svo viti
vaxinn að hægt væri að
treysta dómgreind hans.
Það var A. T. Galt ,prófes
tantinn frá Quebec sem fyrst
ur stakk upp á því að nýlend-
urnar brezku í austur Kanada
sameinuðust. Macdonald var
þessu ekki samþykkur þá, en
síðar sá hann sig um hönd og Gísli
gerðist forvígismaður þessar-
ar stefnu; frá því beitti hann
öllum sínum kröftum að þess-
ari hugmynd væri borgið. Á
fundinum sem haldinn var í
London, að tilhlutan Breta,
var hann kosinn forseti. Laga-
bálkurinn sem þar var sam-
þykktur innihélt sjötíu og
tvær greinar — af þeim hafði
Macdonald einn samið fimm-
tíu og voru þær samþykktar
án breytinga. Þegar missætti
kom upp, þá var það oftast
hann sem gat þannig breytt
orði eða setningum svo að
samþykkt náðist. Þegar þing
Breta hafði svo gefið sína
samþykkt og blessun, var
Macdonald skipaður forsætis-
ráðherra og beðinn þar með
að velja menn í fyrsta ráðu-
neyti sem tæki við stjórn í
landi sem nú var gefið nafnið
„Dominion of Canada“. Ný-
lendurnar sem sameinuðust
vdru: Nova Scotia, New
Brunswick, Quebee og On-
tario.
Að morgni fyrsta júlí 1867
komu þeir Macdonald og ráðu
neyti hans saman í efri þing-
sal og biðu þess að landstjóri,
Monk lávarður, kæmi með
yfirlýsingu Victoríu drottn-
ingar, að nýlendu sambandið
væri nú stofnað að lögum.
Macdonald bjóst við að Monk
kæmi klæddur í betri fötin og
með frítt föruneyti en svo
varð ekki. Monk kom í hvers-
dagsfötunum, með einn fylgi-
svein. Þeir sem inni voru urðu
hálf hissa, en það er líklegt að
Monk hafi litið svo á, að dag
urinn væri þeirra og þeirra
heiðurinn, sem svo vel og svo
lengi höfðu beitt öllum kröft-
um að þetta samband tækist.
Macdonald var sæmdur
(Commander) riddarakrossi
Bath orðunnar en fimm ráð-
herrar voru nefndir félagar
(Companions) orðunnar -— þar
á meðal Galt og Cartier, þessir
tveir neituðu þessum heiðri
og fannst þeim að þeim hefði
verið gerð minkun en ekki
sýndur heiður. Bretastjórn sá
sig um hönd og gaf þeim
baróns titil — Tupper hlaut
þá sömu tign.
Veður var gott um daginn
og fóru fram almennar
skemmtanir frá Halifax og
vestur til Ontario. Allstaðar
var hátíðarbragur á öllu. Sir
John Alexander Macdonald
gekk í hægð út úr þinghúsinu
til að njóta dagsins — „því
dagurinn var hans, ef nokk-
urs“, eins og próf. Creighton
kemst að orði.
Macdonald var forsætisráð
herra frá 1867 til 1891 utan
eins kjörtímabils (1873—78)
Stjórn hans vildi leggja járn
braut vestur að hafi til þess
að tryggja Canada vestur
landið. Þeir gerðu samning
við sir Hugh Allan, eiganda
Allan skipalínunnar. Allan
heimtaði forsetastöðu járn-
brautarfélagsins og lofaði að
engir hlutir yrðu seldir nema
Framhald á bls. 20
Jónsson:
Kanada: land og þjóð
i.
Landið reis frá alda öðli
upp úr víðum sæ,
slegið döggvum, roðið röðli,
reifað mjúkum snæ;
fuglar sungu í laufi léttu,
laxar stukku í ám,
hagadýrin hlupu um sléttu
himni undir blám.
II.
Landið beið um ótal aldaraðir
eftir mannsins virku hönd —
þar til íslands sveinar sigurglaðir
sigldu að Vínlands fögru strönd.
III.
Við lýsistýru í lágum sal
var letrað raafnið hans:
Ins fyrsta, er eygði Furðuströnd —
ins fyrsta hvíta manns,
sem brast þó gæfu, að festa fót
á fjörum þessa lands.
En margur síðar kappa knör
í kjölfar risti feans.
Og eftir langra alda skeið
varð álfan mönnum kvik;
því nýbygð reis við háls og hlíð
og hraun og skógar vik.
Hver bjálkakofi, brautu fjær,
var bóndans skýli og vörn,
er fyrstur sáði í frjófga mold
og fyrstur gat þar börn.
Og borgir risu í bygð og vík,
og brautir girtu land.
Menn þráðu og sóttu frelsi og föng,
en fjáðu sérhvert band.
Frá öllum þjóðum þyrptist inn
ið þjáða en vaska lið.
1 Og stjórn var háð og haldið þing —
að hvítra manna sið.
En þó var fjarri, að frelsis eykt
að fullu væri náð;
því styrjöld, styrjöld — ytra og inst,
er ævi mannsins háð;
svo þeir, er engan áttu hlut
ins illa í þjóðar hag,
á blóðgum velli hlið við hlið
samt hinsta kvöddu dag.
Og enn oss mæða örlög grimm,
og ógna myrkravöld .
Vér ljós í austri eygjum samt
með áheit þúsundföld.
Þó skipist margt við skarðan hlut,
og skift sé tunga og mál
í afli sára og sorgar elds
er soðið þjóðar stál.
IV.
Þér lækir smáu, er myndið ótal ár
og elfarstrauma, er drekkur særinn blá
)g móður jörð fá megingjörðum vafið.
Svo er vort líf, vor unga hrausta þjóð;
hér allra landa streymir hjartablóð —
og rennur loks í sama heildarhafið.
Þá rís þú, þjóð vor, voldng, fögur, frjáls,
með feslar engar bundnar þér um háls,
með strauma lífs, er stíflur engar halda.
Er alt ið besta úr allra þjóða her
í öflgan meginstraum hér blanda sér,
pá hefjast frelsi og vit og heill til valda.