Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 5 AfiíjeAHAL IWCNNA Caroline Gunnarson: Vestur-íslenzkar kvenréttsndakonur Frelsisbaráttu kvenna . í Canada er sjaldan sýndur sá sómi sem henni ber, og mætti halda að jafnréttið hefði fallið kvennþjóð þessa lands í skaut þegjandi og hljóðalaust, að fjötrarnir hefðu leyst sig ajálfir umbrotalaust. Þó var kvennfrelsis baráttan einn af snörpustu fjörkippum þessar- ar aldar og stóð töluverður gustur af henni í vestur Kan- ada í full 25 ár. Eins og vill verða um mál- efni sem ekki vinna fljótt ó- skipta hylli meiri hluta mann- félagsins, féll það á herðar örfárra kvenna og þeirra karla er unnu mannfrelsi yf- irleitt að flytja málið í skýrsl- um og bænarskrám fyrir fylk- isþingum og sambandsstjórn. En örðugasta raunin mun þó hafa verið að upplýsa almenn- ing — ekki sízt konur — að vinna traust þeirra og stuðn- ing. Hér stóðu vesturíslenzkar konur framarlega undir for- ystu Margrétar J. Benedikt- son, og er talið í enskum heimildum að þær hafi verið brautryðjendur stefnunnar í Vestur Kanada. Þó hefir þoka gleymskunnar lagzt svo þungt yfir spor þessara kvenna að ógjörningur er að gjöra mál- inu nokkur skil í fljótu bragði. Catherine Lyle Cleverdon segir í bók sinni, „The Woman Suffrage Movements in Can- ada“, að stefnan hafi fyrst gjört vart við sig í Manitoba í hóp íslenzkra kvenna í byrjun seinasta tugs nítjándu aldar, en hvergi finnist heim- ild fyrir stofndegi félagsins. Mér fór á sömu leið er ég reyndi að grennslast eftir þátttöku kvenna. Fundar- gjörningar virðast ekki hafa varðveitzt og margir eru nú látnir sem tóku virkan þátt í baráttunni. Dóttir Margrétar Benediktson, frú Helen Dal- stead í Anacortes, Wash., seg- ir í bréfi til Stefáns Einars- sonar fyrrverandi ritstjóra Heimskringlu, að móðir sín hafi stofnað mörg félög útum byggðir og talað víða. Heim- ildir Manitoba stjórnar herma að Thomas H. Johnson, þá- verandi dómsmálaráðherra fylkisins hafi flutt stuðnings ræðu, þriðja frumvarpsins þá er samþykkt var á þingi að veita konum kosningarétt 17. janúar, 1916. Var altalað meðal enskra að móðir hans hafi verið ís- lenzk kvennfrelsis hetja. En Thomas mun hafa misst móð- ur sína í bernsku á Islandi. Faðir hans kvæntist í annað sinn og átti fjölskyldan heim- ili í Argyle byggð, Skýr kona, er fluttist þangað frá Islandi 1906, kveður deild Hvíta- bandsins hafa starfað í byggð- inni í nokkur ár. Þetta félag barðist fyrir bindindi og kvennfrelsi, og munu þessi tvö umbótamál hafa blandazt mjög á þessum árum. Mun Sigurður Júlíus Jóhannesson hafa gjört sér nokkrar ferðir vestur til að tala á fund- um. Telur konan er ég hafði tal af það hugsanlegt, að stjúpa Thomasar Johnson hafi Margrét J. Benediktson tekið einhvern þátt í þessum málum. Þó man hún ekki til þess. Hvað um það, íslenzki dómsmálaráðherrann er yfir- leitt talinn stuðningsmaður k v e n n frelsisstefnunnar í Manitoba og þátttaka móður hans er orðin að þjóðtrú. Stjórnarheimildir og blaðið, Manitoba Free Press, geta um þátttöku íslenzku félaganna, þá er Sir Rodmon Roblin, tive stjórninnar var gjörð heimsókn 1914 undir forystu Mrs. Nellie McClung. Nellie var kjarnytr að vanda. Og gjörði hún Sir Rodmond svo órótt í skapi að tungan fældist frá vitinu og varð hlátur mik- ill og ærsli á fundi. Kvað, Sir Roblin það bera vott um ó- hreint hugarfar og illt inn- ræti þessara kvenna að gruna fylkisstjórnina um fjárglöp. Aftur hrópaði karl: „Ég tók ekki frammí fyrir ykkur. Viljið þið gjöra svo vel að lofa mér að tala í friði.“ Það gekk ekki róstulaust. Um það bera ljósan vott rit- stjórnargreinar í Freyju, kvennfrelsisblaði því er Mar- grét Benediktson og maður hennar Sigfús Benediktson gáfu út í nokkur ár. Blaðið hóf þriðja árgang sinn í Sel- kirk árið 1900, en er flutt til Winnipeg og gefið út að 530 Maryland Street árið 1904 og fram að 1910. Þetta fyrsta og ef til vill eina kvennfrelsisblað sem I uppi hefir verið í Kanada — ; áreiðanlega hið eina í vestur- j.fylkjunum — fer hvergi í fel- ur- með áhugamá^ sín. „Efst á dagskrá Freyju, segir í rit- stjórnargrein“, verða fram- farir og réttindi kvenna. Bindindi verður hún hlynnt og sérhverju öðru góðu og fögru.“ Það er skorað á konur að senda blaðinu ritmál. „Skrifið ljóst og stutt og vandið orðfarið sem bezt. Engin persónulegheit eða meiðyrði um náungann. — Vor motto er mannúð og jafn- rétti. Málefnið ræðist en per- ,sónan eigi.“ Oft eru konur myntar á hið stórkostlega vald er þær hafi yfir að ráða þar sem þær hafa heimild á rit- frelsi og málfrelsi: „Þetta eru svo yfirgripsmikil, svo stór- kostleg hlunnindi að það er ekki gott að sjá hvernig þær gætu fært sér meiri hlunhindi réttilega í nyt meðan þær láta þessi ónotuð.“ Þegar ég hugsa um ártalið 1888 er það sjaldnast að mér dettur í hug að á því herrans ári var Lögberg sett á stofn. Eg hugsa oftastnær um það, að árið 1888 var faðir minn, Gunnar heitinn Björnsson, fermdur í Minneota, Minne- sota, í fyrstu fermingarhópn- um sem séra Steingrímur Þor- láksson leiddi í kristinna manna tölu þar. Vafalaust hafa aðrir verið fermdir þar áður. Fyrsti ís- lenzki presturinn sem heim- sótti landa í Minnesota-byggð- inni var séra Páll Þorláksson, bróðir séra Steingríms, og dvaldi hann þar skamma stund, árið 1877. Séra Jón Bjarnason kom bæði 1878 og 1880. Árið 1880 var séra Jón beðinn um að útvega prest frá Islandi handa byggðarfólkinu, en ekki varð úr því. Séra Halldór Briem kom í apríl mánuði, 1881 — bróðir Páls .amtmanns og maður Susie Taylor. Hann kom frá Nýja íslandi og veitti prestþjónustu í ár. Frá 1882 til 1886 var prestlaust, nema hvað séra Friðrik Bergmann kom í heimsókn 1886. Séra Níels Steingrímur Þorláksson varð fyrsti fasti prestur Minnesota íslendinga ári síðar. Hann þáði köllun frá þremur söfn- uðum í byggðinni 1887 og var þar áfram þangað til 1895, er séra Björn heitinn Jónsson, svo lengi prestur í Winnipeg, kom. En hugmyndin á bak við þessa tilætluðu afmælisgrein Lögbergi til lofs og þakkar var alls ekki sú að flytja ágrip af sögu kirkjulífsins í byggðinni þar sem ég er fæddur og upp- alinn. Kirkjubækur flytja nægilegar skýrslur, og verða þær ennþá dýrmætari eign er árin líða. Þegar talað er um sögu Vestur - Islendinga, byggða Oft frýjar Freyja fylgjend- um sínum hugs og kveður, deyfð og viljaleysi þeirra sjálfra Þránd í Götu, sem tefji framfarin. „Konur gætu á fáum árum náð jafnrétti ef þær aðeins vildu — gætu það með samtökum og bænaskrám sem vinir þeirra — kvenn- frelsis og mannvinir mundu með meztu ánægju ljá allt sitt fylgi, því þeir eru margir.“ Slík uppörvunar orð munu eigi alténd hafa fallið á dauf eyru, því Catherine Lyle Cleverdon segir í áðurnefndri bók sinni um kvennfrelsis- hreyfinguna í Kanada, að ís- lenzkar konurnar hafi einar haldið uppi baráttunni þegar ;allt lá í deyfð. Segir hún að þær hafi hvað eftir annað gjört atrennur að stjórninni ,með rökstuddar bænarskrár á eigin spýtur og einnig lagt til lið sitt þá er önnur kvenn- frelsisfélög fóru á stúfana. þeirra, og félagslíf, þá kemur gleggst í ljós hve þýðingar- mikil íslenzku blöðin okkar hér vestan hafs hafa verið — og eru enn. Nú má sjálfsagt ekki nota fleirtöluna lengur. Blöðin eru sameinuð — og man ég að ég stakk því að Einari Páli heitnum þegar sá mikli atburður gerðist, að „Sameiningin“ væri hið eina, rétta nafn á samsteypunni! Valdimar Björnsson Samt er það gott að blaðið beri áfram bæði nöfnin, svo lengi í heiðri höfð. Þá getur hver nefnt blaðið „Lögberg" eða „Heimskringla“, sam- kvæmt forni hollustu. Þvílíkur fjársjóður sögu- heimilda geymist í dálkum þessara blaða, athugað nú frá sjónarhóli 75-ára afmæli Lög- bergs! Það má setja út á blaðamennskuna, eins og gert er oftastnær — en hún er, satt að segja, sagnritarastarf, að mörgu leyti — saga atburða um leið þeir eru að ske. „History in the making“ segja þeir á ensku. Margar bækur byggjast nærri eingöngu á því sem var fréttaflutningur nú- tímans, ófáanlegt efni mörg- um árum seinna ef blöðin geymast ekki. Það er fyrir löngu lögleitt í Minnesota, til dæmis, að blöð halda ekki leyfi til þess að birta vissar tilkynningar (legal notices) nema með því að senda sögusafni ríkisins eitt eintak af hverju tölublaði. Þannig er það að bóka- og skjalasafn Minnesota Histor- ical Society í St. Paul hefur innbundna árganga af hverju blaði sem hefur verið gefið út í ríkinu. Þetta safn er orðið svo stórt að tekið hefur verið til þess ráðs að ljósmynda hverja síðu og geyma á þann hátt mörg blöð á lítillri spólu. Stækkunartæki gerir það auð- velt að lesa af ljósmyndunum. Ótal fólk notar sér þessar fróðleiks-lindir. Stundum er það bara að staðfesta fæðing- ardag eða að rökstyðja ein- hvern atburð sem kynni að hafa þýðingu í málaferlum. Oftast er það þó að „grúskar- ar“ og rithöfundar sækja efni sitt í safn gamallra blaða, og er sú. notkun slíkra safna stöðugt að aukast. Mér finnst það heppni að hafa geymt bréf sem séra Einar heitinn Sturlaugsson skrifaði mér frá Patreksfirði í janúar, 1955, þegar ég var snöggvast á Islandi og hafði komið fram í útvarpinu. Sann- arlega verður nafn séra Einars lengi geymt í þakklátri minn- ingu fyrir þá höfðinglegu gjöf sem hann afhenti íslenzku deild Háskóla-bókasafnsins í Manitoba — eitt bezta safn íslenzkra blaða og tímarita sem til er. Séra Einar minnist í þessu bréfi á ferðir sínar um byggð- ir íslendinga hér vestra, 1953. Hann lýsir hrifningu sinni á hinu mikla íslenzka bókasafni, Fiske safninu við Cornell há- skólann í Ithaca, New York. Og hann minnist sannarlega með hlýleika á Vestur-íslend- inga, þar sem hann segir: „Það er stundum talað um, að tapið hafi verið mikið, að missa allan þann fjölda manna sem fór og fer vestur um haf. Víst er það mikið tap, satt er það. En þetta fólk er Islandi ekki glatað nema að nokkru leyti. Af öllum þeim fjölda samlanda sem ég hitti á ferð- um mínum um byggðir ís- lendinga vestra, og fór ég þó mjög víða, hitti ég ekki nokk- urn íslending sem ekki virtist þess hugar að hann væri reiðubúinn að vinna íslandi allt það gagn og þann sóma er hann frekast mætti. Nei, ég hitti því miður ekki sendi- herra vorn, hinn opinbera, en ég hitti börn og gamalmenni og hinn starfandi almenning af íslenzku bergi í austri og vestri, og má með nokkrum sanni segja, að hver einstak- lingur þess mikla fjölda sé einskonar sendiherra íslands, en óformlegur að vísu. Þeir eru því ekki með öllu tapaðir íslandi, landarnir vestra. Og þó ég hafi ekkert umboð að Frh. bls. 6. Valdimar Björnsson: ,Á að brenna ruslið'?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.