Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 13

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 13
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 13 Þannig farast honum orð í hinu einkar fagra og efnis- mikla kvæði sínu „Hugsað til íslands11. Hreinum og raunsönnum dráttum dregin er hún einnig þessi lýsing á íslandi úr kvæðinu „Ávarp Fjallkonunnar“ (2. ágúst 1928): Um Sóley í norðri sumar skín, frá sæ inn að dalsins kynni. Hver jökull er búinn í brúðarlín sem blikljós af móður sinni. Þótt köld sýndist ytri ásýnd mín, bjó eldfjall í sálu minni. Þá verður Einari eðlilega tíðrætt um íslenzku þjóðina í ættjarðarkvæðum sínum, því að hann skildi það mörgum betur, hve náið er samband manns og moldar, eins og fagur- lega kemur fram víða í þeim og öðrum ljóðum hans. Ágætt dæmi þess er kvæðið „íslands þjóð“ (Gimli, 6. ágúst 1934): Mörgu lyfti tröllataki táprík Islands þjóð. Oft í lífsins brimabraki berskjölduð þó stóð. Sólarljóð og Vikivaki voru hennar blóð. Skírð í örmum Eddu og Braga, alin móti sól, — fann hún grundvöll frægra laga, framtíð sinni skjól. Ó1 á brjóstum hýrra haga Hóla og Skálholts stól. Hér lýsir sér ágætlega glöggskyggni Einars á það, hver orkubrunnur bókmenntir hennar höfðu verið íslenzku þjóð- inni, og þá um leið brjóstvörn hennar í harðri baráttunni fyrir tilveru sinni öldum saman. Hann sló einnig á sama streng í upphafsljóðlínunum að einu af elztu ættjarðar- kvæðum sínum, í kvæðinu „lsland“ (Winnipeg, 2. ágúst 1917): Enn ertu bæði ung og fríð, Egils og Snorra móðir. Leikur um vog og laufga hlíð ljóminn af þinni sögutíð. Enn eru þínir allir góðir andlegu sparisjóðir! Ég vék að því, hve næmur hefði verið skilningur Einars á skyldleika manns og moldar, á djúpstæðum sálarlegum tengslum einstaklingsins við jarðveg þann, sem hann er sprottinn úr, umhverfið, er mótaði hann á þeim árum, þegar hann var móttækilegastur fyrir ytri áhrifum. Hvað eftir annað minnir Einar kröftuglega á þennan sannleika í ætt- jarðarljóðum sínum. Hreimmikil og markviss eru upphafs- orðin í kvæðinu „Hugsað til íslands“: Brennd í eðli íslendingsins útsjá breið og vængjastyrk! Ekki verður það síðar sagt um eftirfarandi erindi úr kvæðinu þýða og fagra „Island og ég“: Þó fóstran sé fjarlæg við mig, er faðmlagið andlega hlýtt og vorblærinn íslenzkur enn, er andar um sál mína þýtt. Við ættlandsins heiðríkju haf ófst hitinn í ungmannsins sál. Og ísinn varð uppspretta hljóms, en eldurinn skáldskaparmál. Mín lífsþrá er hljóm þínum háð, hvort hraun eða stórskóga sér. 1 ljóðinu leitar hún heim og les sínar bænir með þér. Hvergi kemur þó skarpur skilningur Einars á tengslun- um nánu við móðurmoldina eftirminnilegar fram heldur en í heilsteyptu og áhrifamiklu kvæði hans „Móðir í austri“, er hefst á þessu erindi, sem talað er út úr hjarta hvers Islend- ings, er langvistum dvelur utan ættjarðarstranda, verði hon- um á annað borð alvarlega hugsað um ætternislegan og þjóð- ernislegan uppruna sinn, en lætur strauminn eigi bera sig andlega sofandi í þjóðahafið: Hún skýrir í huganum, móðir, þín mynd, þess meir sem að líður á dag; öll forsagan tvinnuð og tengd minni sál eins og texti við uppáhaldslag. Með útfalli hverju frá átthagans strönd berst angan af frumstofnsins rót, er vekur til söngva mitt vitundarlíf eins og vorleysing hálfstíflað fljót. Eins og vænta mátti um mann, sem fann sig svo fast- tengdan ættjörð sinni eins og Einar gerði, var hann sér eigi síður meðvitandi djúpra og náinna tengsla sinna við átt- haga á Austurlandi, en hann var, eins og kunnugt er, fæddur og alinn upp að Háreksstöðum á Jökuldal í Norður-Múla- sýslu, og fór aldrei dult með sinn austfirzka uppruna, en var stoltur af honum, enda hefði annað verið alger mótsögn við skapferli hans og heilhuga ræktarsemi við ætt og erfðir. Hann orti þegar á Reykjavíkurárum sínum (1913) fallegt „Minni Austurlands“, sem prentað er í öræfaljóðum hans, og í seinni ljóðum hans finnur átthagaást hans sér ósjaldan framrás í fögrum orðum og hjartaheitum, svo sem í kvæðinu „Hugsað til lslands“: Innst í faðmi fjalla þinna fyrsta bjarmann dags ég leit. Fyrstu þreytu fóta minna fann ég til í eyðisveit. Styrk og mýkt í málsins hljómi mér til eyrna sérhvað bar, — hjartslátt guðs í hverju blómi heyrði ég jafnan skýrast þar. Það var því ofur eðlilegt, að þegar Einar, eftir áratuga útivist í Vesturheimi, heimsótti átthaga sína austur í Jökul- dal í heimferð þeirra hjónanna til Islands í boði ríkisstjórn- arinnar 1946, þá orkaði heimsóknin á fornar slóðir djúpt á hug hans og varð honum tilefni framúrskarandi fagurs kvæðis „Við heimsókn í Jökuldal 1946“ (Ausiurland, 1949, bls. 56—57, áður prentað í Lögbergi), þar sem saman fara málfegurð, andríki og heit undiralda tilfinninganna. (Sjá forsíðu). 1 ættjarðarkvæðum Einars er hressandi heiðríkja, þar er „hátt til lofts og vítt til veggja“; þau eru með öllu laus við hvimleiðan þjóðarrembing og þröngsýni; í þeim logar ein- læg og djúp og víðfeðm ættjarðarást og sambærileg trú á íslenzku þjóðina og framtíð hennar, sem átti rætur sínar í þekkingu skáldsins og skilningi á sögu þjóðar sinnar, þrauta- þungri en að lokum sigursælli baráttu hennar. Einari var það einnig flestum betur ljóst, að bókmennt- irnar íslenzku og aðrar menningarerfðir vorar standa enn í fullu gildi og eiga óbreyttan sinn þroskamátt. (Smbr. til- vitnunina í kvæði hans „ísland“ hér að framan). Sú hugsun og afstaða var einnig uppistaðan og ívafið í hinum mörgu og kröftugu kvæðum hans, þar sem hann eggjar landa sína vestan hafs lögeggjan um að varðveita og ávaxta íslenzka tungu og aðrar menningarerfðir sem bezt og í allra lengstu lög. Af sömu rótum er það runnið, að hann lofsyngur í fögr- um kvæðum og drengilegum langsýna og þjóðholla forystu- menn og andlega leiðtoga íslenzku þjóðarinnar, og menn og konur af íslenzkum stofni í Vesturheimi, sem reynst hafa trú hinu bezta í íslenzku þjóðareðli og hugsjónaerfðum og borið fram til sigurs merki íslenzks manndóms á einhverjum sviðum. En sjálfur var Einar vortrúaður hugsjónamaður, eins og kvæði hans sýna deginum ljósar. Vissulega eru fögur og snjöll ættjarðarljóð Einars Páls Jónssonar því mikill og merkilegur þáttur í skáldskap hans, og það var því í fyllsta samræmi við innsta eðli hans, að eitt af seinustu prentuðum kvæðum hans „Hin bjarta nótt“ (Lög- berg, 4. júlí 1957) var íslandskvæði, er sór sig í ætt um fegurð í hugsun og máli; iafnframt runnu þar í einn farveg ættjarð- ar og átthagaástin og skilningurinn á því að eiga sér slíka ættjörð sem Island er, og að vera hluthafi í auðugum íslenzk- um menningarerfðum. Þykir mér það því eiga vel við að ljúka þessari stuttu greinagerð um ættjarðarljóð Einars með seinasta erindinu úr þessu fagra kvæði hans: Að eiga í vitund frjálsa fósturjörð þó fjarlæg sé, er langrar æfi gróði, þar djarfir synir halda heiðursvörð um heiða nótt í söngvum jafnt og ljóði, sem glaðir flytja guði þakkargjörð og geyma frelsiseld í merg og blóði. Dr. Richard Beck Kveðja Hugheilar heillaóskir til Lögbergs á sjötíu og fimm ára afmæli þess, með þökk fyrir meir en hálfrar aldar við- kynning við það. Ég hefi ver- ið lesandi þess í sextíu ár og áskrifandi í fimmtíu ár, og í nokkur ár vann ég í þjónustu þess á ungdómsárum mínum. Lögberg og ég erum næstum því tvíburar; aðeins tveir og hálfur mánuður aðskilja af- mælisdaga og aldur okkar. Það er því í alla staði eðlilegt að mér sé hlýtt til blaðsins. Lifað hefir Lögberg nú langa’ og merka ævi. Auðnurík var ára-brú, á þó stundum gæfi. Tíu sinnum sjö, og fimm samfleytt ár að skálma, engin gátu álög dimm orkað farartálma. Lögbergi nú lof og prís lesendurnir róma. Láti enn þá lukkudís lengi orð þess hljóma. Kolbeinn Sæmundsson. Kveðja The Members of the Jon Sigurdson Chapter, IODE, send greetings and g o o d wishes to Lögberg-Heims- kringla on the occasion of the 75th anniversary. We wish to thank the editor and staff for excellent co- operation in our work throughout the years and for generous space allotted to give publicity to our efforts. May the publication carry on for untold years to hold our small group together, in our cultural and social activities. Yours sincerely, Mrs. H. F. Danielson, Sec. Jon Sigurdson Chapter IODE. ísland og Ameríka Framhald af bls. 12. tónum fulla þrjá aldarfjórð- unga. Úr henni er að vísu sá þátturinn, sem verst kom við næmgeðja menn. Er það ósk mín, að einmitt vegna þess og sakir margs annars megi Lög- berg-Heimskringla enn lifa við góða heilsu um ókomin ár og verða eitt af táknum þess, að jafnvel „fáar sálir“ (alda- mótaorðalag) verða seint full- komlega yfirbugaðar. Haraldur Bessason.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.