Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 17

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Blaðsíða 17
Lögberg - Heimskringla LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 17 Kveðja frá Þjóðræknisfélaginu Mér var það ljúft hlutverk fyrir rúmu ári síðan að senda Heimskringlu kveðju og þakkir frá Þjóðræknisfélaginu í tilefni af 75 ára afmæli hennar. Var mér þá rík 1 huga þakk- arskuldin við þá ritstjóra hennar, sem næst höfðu staðið félaginu árum saman og báðir voru í hópi stofnenda þess og ótrauðustu formælenda, en það voru þeir dr. Rögnvaldur Pétursson, fyrsti forseti félagsins, sem einnig skipaði þann sess síðar um mörg ár, og Stefán Einarsson, er jafnframt yar einn af fyrstu embættismönnum félagsins. Jafn kært er mér það, að flytja Lögbergi hugheila kveðju félagsins og þakklæti nú á 75 ára afmæli þess. Minnist ég þá eðlilega um annað fram ritstjóra þess, sem sérstaklega hafa komið við sögu félagsins, þeirra Jóns J. Bíldfells, er var einn af stofnendum þess og forseti þess árum saman; Einars P. Jónssonar skálds, sem einnig var einn stofnenda félagsins og hinn traustasti stuðningsmaður þess ævilangt; og konu hans, frú Ingibjargar Jónsson, núverandi ritstjóra, er um mörg ár var ritari Þjóðræknisfélagsins og skólastjóri Laugardagsskóla þess í íslenzku, og ávalt hefir í ræðu og riti sýnt trúnað sinn við málstað félagsins. Hinum fyrrnefndu og öllum öðrum, sem átt hafa hlut að ritstjóm og útgáfu Lögbergs á 75 ára ferli þess, votta ég einlæga þökk og virðingu af hálfu Þjóðræknisfélagsins. Útgáfa íslenzkra blaða vestan hafs hefir verið meginþáttur | í allri menningarlegri og félagslegri viðleitni vor íslendinga hér í álfu frá því að Framfari hóf göngu sína í Nýja-lslandi á hinum fyrstu landnámsárum og fram á þennan dag. Tekur það auðvitað sérstaklega til vikublaða vorra, sem verið hafa traustasta taugin milli íslendinga í dreifbýlinu hérlendis og samtímis milli vor Islendinga yfir hið breiða haf, að ógleymdu fræðigildi og skemmtigildi blaðanna. Fer vel á því að minna á þetta á hinum merku tímamótum í sögu Lögbergs, og mætti það vera oss áminning og hvatning til þess að styrkja núverandi vikublað vort sem mest og al- mennast og tryggja með þeim hætti útgáfu þess um ókomin ár. Blaðlausir gátu íslenzkir frumherjar ekki verið til lengd- ar á brautryðjendaárunum í Nýja-íslandi, og það getum vér eigi heldur verið, ef félagslíf vort og menningarleg starfsemi eiga ekki að falla í rústir. Minnugur þess mikla skerfs, sem Lögberg hefir lagt til frjósamrar varðveizlu íslenzks máls og menningararfs hér vestan hafs á löngum ferli sínum, færi ég ritstjóra Lögbergs- Heimskringlu og útgefendum innilegar afmæliskveðjur og framtíðaróskir. RICHARD BECK, Forseti Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Dr. Thorvaldur Johnson: Ásfand ísSenzku nýlendonno 1888 Þegar fyrsta tölublað Lög- bergs kom út í janúar, 1888, voru rúmlega 17 ár liðin frá því að íslendingar fóru fyrst að setjast að í Norður Ame- ríku og aðeins 14 ár frá því að þeir settust að í Canada, í Rosseau, Ontario. Á þessum fáu árum höfðu um 8,000, eða meira en tíundi hluti íslenzku þjóðarinnar, flutt frá Islandi Congrafulations to Lögberg The Icelandic Canadian extends congratulations to Lögberg upon the anniversary — the 75 years of publication. To continue uninterrupted publication of a weekly in a language not one of the of- ficial languages in Canada, is in itself, an achievement of which the editors and publ- ishers have reason to be proud. But it is the inherent cultural value of the contents of Lögberg from its begin- nings to the present time which gives cause for the greatest rejoicing. In those pages are to be found links of incalculable value in the long chain of recorded thoughts and events in the gradual establishment of a permanent relationship be- tween the Icelandic heritage of language and literature and the Anglo-Saxon heritage evolved through the cen- turies and recorded in English, the primary language of the land we all seek to build. Those thoughts and actions take us back a thousand years when Egill was at the court of Athelstan, give meaning and continuity to what has been taking place in the fleeting present, and enable us to glimpse in the clearing haze the future Canadian cultural structure in which things of value in our heritage will find their permanent place. W. J. Lindal, Chairman of the Board. Thorvaldur Johnson og setzt að í Canada eða Bandaríkjunum. Það er kann- ske þess vert að athuga ástand þessa fólks og reyna að líta á það með augum landanna, eins og það kom þeim fyrir sjónir, haustið 1888. Þeir gátu ekki séð framtíðina, en leið- togar þeirra hafa arfleitt okk- ur að hugsunum sínum, von- um sínum og ráðleggingum í ótal mörgum bréfum og rit- gerðum sem komu út í ís- lenzku blöðunum. Af þeim getur lesandinn auðveldlega ímyndað sér ástand þeirra, bæði efnalegt og andlegt. Á þessum 17 árum voru tvær fyrstu nýlendurnar (í Ontario og Nova Scotia) yfir- gefnar, og flestar af núver- andi nýlendum annaðhvort stofnaðar eða a. m. k. í þann veginn. Um 2,000 af innflytj- endunum höfðu setzt að í Winnipeg. Afgangurinn—um 6,000 mann — höfðu dreifzt hingað og þangað um aðrar borgir eins og Duluth þar sem um 70 voru búsettir, og Sayre- ville, New Jersey, þar sem á- líka margir áttu heima; en aðallega höfðu þeir tekið sér bólfestu í nýlendum er þeir sjálfir stofnuðu. Þeir Islend- ingar sem höfðu setzt að í Milwaukee 1873—74 höfðu flestir tvístrazt hingað og þangað; litla nýlendan í Sha- wano héraðinu í Wisconsin var nú liðin undir lok; en um 20 íslenzkir bændur og fjöl- manns) höfðu setzt að á Wash- ington eyunni, nálægt Green Bay, Wisconsin, í kringum- stæðum ekki ólíkum þeim er áttu sér stað í Nýja Islandi. Það er líklegt að farsælasta nýlendan á þessu tímabili hafi verið Minneota byggðin í Minnesota, sem stofnuð var að miklu leyti af íslendingum sem fluttu vestur frá Wis- consin. Dakota byggðin í Pembina og Cavalier héruð- j unum, stofnuð af Ný-lslend- ingum sem fluttu suður þang- að með séra Páli Þorlákssyni, árið 1878, var þá líka í mikl- um uppgangi. Argyle byggð- in, stofnuð 1881, og því aðeins sjö ára gömul, var óðum að vaxa. Fjórar aðrar nýlendur voru að myndast um þetta leyti: Álftavatnsbyggðin, fyrir aust- an Manitobavatn, stofnuð 1887; Þingvallabyggðin, ná- lægt Langenburg 1886; Qu’- Appelledalsbyggðin, nálægt Tantallon 1887; og Alberta byggðin, skammt frá Red Deer, stofnuð af innflytjend- um frá Dakota, 1888. Þegar stórir hópar innflytj- enda komu til þessa lands á árunum 1886—88 var spurs- málið fyrir flesta, hvar þeir ættu að setjast að. Aðstæður í þeim efnum voru talsvert auð- veldari en á fyrri ánim. Land var nú kannað. íslendingar höfðu lært akuryrkju, eins og hún var rekin í þessu landi, og hér og þar valið frjósamt land til nýlendustofnunar. Aðal erfiðleikarnir voru fá- tækt flestra innflytjenda og vanþekking þeirra á enskri tungu. Efnahagur einstakl- ingsins varð að miklu leyti að ráða því, hvert hann færi. Talsverðir fjármunir voru nauðsynlegir fyrir þá sem sett- ust að á sléttulandi. Þeir urðu að kaupa við til húsbygging ar, verkfæri og akneyti; og allt þetta áður en nokkrar tekjur komu af landinu. Þeir náttúrlega báðu ráðleggingar frá innflytjenda-agentunum; og tillögur þeirra voru sjálf sagt gefnar eftir þeirra beztu vitund. En þær orsökuðu oft óánægju í nýlendunum, og sérstaklega í Nýja-íslandi. Einn Ný-lslendingur skrifar þá í Hkr. um nýlenduna: „Hún er ruslaskrína innflutn ings-agentanna. Þeir segja: ,Þangað ætti enginn almenni- legur maður að flytja, allra síst þeir er hafa nokkra pen- inga, því þar er ekki hægt að skyldur þeirra (alls 1101 ávaxta þá‘ Samt verður að viðurkenna að ráðleggingar umboðsmann- anna voru praktískar. Fá- tækir menn gátu sett sig niður í Nýja-lslandi og í Álftavatns- byggðunum og komizt þar áfram, því náttúran fram- leiddi þar margt sem ekki fannst á sléttunum. Niður- staðan varð því oft sú að fá- tækara fólkið flutti í þessar nýlendur, en þeim efnuðu var vísað í vesturátt eða til Da- kota. Lántektir voru sjald- gæfar í byggðunum við Winni- peg og Manitoba vötn, og flestir voru skuldlitlir. Á sléttunum voru lán oft nauð- synleg, og tekin þegar þau fengust. Á árunum 1886—88 ritaði Frímann B. Anderson margar ritgerðir til að vara Islendinga við óhóflegum lán- tökum. Að margir komust í kreppu þess vegna má sjá af bréfi frá Dakota nýlendunni, sem minnist á að sumir þeirra er fóru til Alberta hafi gleymt að borga skuldir sínar. Efnahag íslenzku nýlend- anna má sjá auðveldlega af fjölda mörgum bréfum sem birtust í blöðunum Hkr. og Lögb. Nýja-ísland var stærsta og fjölmennasta byggðin; en þar hafði margt gengið á ann- an veg en vonazt var til á þessum 13 árum síðan byggð- in var stofnuð. Margt hafði komið fyrir til að draga úr þrótti landanna: bólan árið 1876; útflutningarnir til Da- kota og Argyle; og erfiðleik- arnir að koma vörum á mark- að. Fólksfjöldinn hafði stór- um minnkað. Árið 1879 voru þar 234 fjölskyldur, alls 1029 manns. Árið 1887, eftir skýrsl- um að dæma, voru þar 184 fiölskyldur, alls 691 manns; en það sumar höfðu 250 manns flutt inn í byggðina. Þessi innflutningur var ný- lendunni mjög nauðsynlegur, jafnvel þó að flest væri blá- fátækt fólk sem þarfnaðist hjálpar frumbyggendanna. Kjarkur þeirra fór aftur að vaxa, og vonirnar um fram- tíð byggðarinnar voru endur- nýjaðar. Satt má segja að nógar voru ástæðurnar fyrir dapurleika Ný-lslendinga. Erfitt var að koma vörum á markað; braut- ir voru fáar og illar; póstur gekk aðeins tvisvar á mánuði, og þá aðeins á þrjú pósthús — Gimli, Árnes og íslendinga- fljót; Mikley, þar sem 40 fjöl- skyldur bjuggu, fékk engan póst. Andlegt líf þeirra var líka dauflegt, og var það þeim því mikill fengur að séra Magnús Skaptason var einn af Framhald á bls. 18.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.