Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Qupperneq 1
I 9 . F M I D • L L A '» D • llögberg-^etmslmngla Sloínað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 83. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 22. OKTÓBER 1969 ð NÚMER 36 Merkur Vesfur-íslendingur DÁNARMINNING 1. OKT. 1955: Florence Nordal (Mrs. John Alexander Henry.) Minningarljóð í nafni móður hennar Valgerðar Nordal í Árborg. Man. Ástkæra barn, hvert æsku þinnar spor var áfram .stigið gegn um lífs þíns vor, í frjálsri trú á fegurð þess sem er, og framar öllu varst þú kærust mér. Að þú varst kona, kát og yndisleg, og kærleiksrík sem móðir, vissi ég, og allt þitt líf var yndisfagurt vor, er örfar og þroskar við hvert gengið spor. Ég hugsa æ, í einverunni um þig, um ástarbrosið þitt, sem gladdi mig. Það gleður enn, þó öðruvísi en þá, — sem endurskin þess bezta, er lífið á. I endurskini þess, sem lífið lér, þó ljósið hverfi, áfram höldum vér, Þótt augun lokist, lít ég það sem deyr, í ljósi því, sem sioknar aldrei meir. Ljós mér í barmi enn þú ávalt skín, sem engill björt þú varst er komst til mín. I faðmi mínum fannst þú yndi og ró. 1 faðmi guðs er barnið mi'tt, sem dó! S. E. Björnsson. Dr. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Að lifa í sátt við landið sif-fr Líiil hugvekja á fertugsafmæli Ferðafélags íslands Efiirfarandi 'fyrirlesiur Dr. Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings birlisi í árbók Ferðafélags íslands síðastliðið ár. Eins og flesl annað, em hinn heimskunni vísindamaður hefur riiað, þá er þessi afmælisfyrirlesiur einkar forviinilegur, og því leyfum við okkur að iaka hann upp í Lögberg-Heims- kringlu. — H. B. John Willard Johnson for- seti Western Life Insurance félagsins, s e m hefir bæki- stöðvar sínar í St. Paul, Min- nesota, átti 20 ára starfsaf- mæli1 hjá því félagi 1. sept. 1969. Mr. Johnson er fæddur i Minneota 12. maí, 1906. For- eldrar hans voru þau hjónin John A. og Björg Johnson. Var John A. fyrsta bamið, sem fæddist íslenzkum frumbyggj- um í Minnesota; foreldrar hans voru Arngrímur Jónsson og Jóhanna kona hans, er fluttist til Bandaríkjanna árið 1876. — Björg kona John A. var fædd að Desjamýri 1876; foreldrar hennar voru Stefán Pétursson, prestur að Val- þjólfsstað, Desjamýri og Hjaltastað og kona hans Ragn- hildur Björg Metusalemsdótt- ir. Björg fluttist vestur árið 1893. Þau hjónin John A. og Björg Johnson eignuðust sjö börn, einn son og sex dætur og komu þeim öllum vel til mennta, sonur þeirra, John Willard stundaði nám í barna- og miðskóliun í Minneota og reyndist jafnframt liðtækur við búskapinn með föður sín- um. Árið 1925 innritaðist hann í Minnesota háskólann og út- skrifaðist þaðan með Bachelor of Science degree árið 1928 og næsta ár var hann ráðinn að- stoðarkennari í hagfræði við háskólann. Þetta var undir- staðan að því að hann gerðist leikinn (expert,) í bókhaldi og síðar við að skýra og gagn- rýn'a fjármál, sérstaklega lífs- ábyrgðir og vátryggingar. Mr. Johnson fékk stöðu hjá Mutual Life Insurance félag- inu í Minneapolis 1934 og sök- um hæfileika hans fór vegur hans vaxandi ár frá ári og fé- lagið dafnaði að sama skapi. Árið 1943 innritaðist hann í sjóherinn og að þeirri þjón- ustu lokinni var hann orðinn lieutenant að nafnbót. Mr. Johnson hafði getið sér svo mikils orstírs í Mutual Life félaginu að Western Life félagið bauð honum sæti í stjórn þess ö f 1 u g a félags 1. sept. 1949, sem hann þáði. og vegna hæfileika hans og tiltrausts var hann kjörinn forseti félagsins 1961. Hann er í framkvæmdastjórn annarra félaga: St. Paul Mercury In- surance Co., Northwestern National Bank, St. Paul Fire and Marine Insurance, Imper- ial Financial Services of Min- neapolis og fleiri. Hann er fé- lagslyndur maður og er virk- ur félagi í Chamber of Com- merce, Rotary Club, St. Paul Athletic Club, Masonic bodies, Town and Country Club, í lútersku kirkjunni í St. Paul og fl. Þann 30. nóvember 1933 'kvæntist hann Miss Marie Westline. Hún stundaði nám við Minnesota háskólann, hún vinniur að málum lútersku kirkjunnar og öðrum félags- málum með ráðum og dáð og er meðal annars forseti Ice- landic Club í St. Paul. Þau hjónin eiga fjögur börn öll vel menntuð: Virginia Ragnhildur, Charlotte Marie, John Willard og Doris Anne, og mörg barnabörn. Það er ávalt ánægjulegt að frétta af þeim mönnum, sem varpa ljóma á ætt s|na og upp- runia með hæfileikum sínum og drenglegri framkomu. Þorbjörg Árnadóilir Það er kunnara en svo, að rekja þurfi í löngu máli, að dvergþjóð sú, er kallar sig ís- lenzka, býr í næsta sérstæðu landi, landi m i k i 11 a and- stæðna, frosts og funa, landi langra vetra og nóttlausra vora, landi sem er mjög bert og blásið og næsta kaldrana- legt, en á þó marga unaðsreiti og fáa sína líka á jarðarkringl- unni um stórbrotna, ferska og fjölbreytilega náttúrufegurð. Þetta land er eitt hinna ör- fáu byggilegu landa, sem ekki hefur verið umhverfi mann- vistar nema í 1100 ár. Mann- skepnan á það sammerkt öðr- um skepnum, að það tekur hana nokkurn tíma að aðlaga sig nýju umhverfi. Og sú b 1 a n d a Norðurlandabúa og Kelta, sem hér settist að fyrir um 1100 árum, virðist hafa haft fremur litla hæfileika til að aðlagast svo framandi um- hverfi. Víst er um það, að sama þjóðarblanda dó algjörlega út í næsta landi, Grænlandi, vegna þess að hún lærði ekki að lifa lífinu á þann hátt, sem lifa þurfti við þarlendar kring- umstæður, og hafði hún þó þar til fyrirmyndar þann þjóð- flokk, eskimóana, sem flestum betur hefur aðlagazt sínu um- hverfi. Hér á landi var engin slík fyrirmynd um aðlögun þegar hið eiginlega landnám hófst. Fáeinir munkar, sem hírðust í einsetukofum, voru þær einu mannverur, sem hér voru fyr- ir. Enda fór svo að lokum, að nærri lá að hin íslenzka þjóð liði undir lok. Til þess lágu margar orsakir, sem hér er óþarft að rekja, en éin af þeim, sem ekki skal vanmeta, var skortur á eðlilegri aðhæfni. Við lærðum hvorki að klæða okkur né fæða svo að fullnýtt- ir væru þeir möguleikar til slíks, sem fyrir hendi voru hverju sinni. Það er auðvelt Ölduljóð Svæfandi vaggandi seiðandi tónar, syngjandi báruljóð. Hrynjandi þaggandi heillandi ómar, hlægjandi ölduflóð. Gljáfrar báran glett og snör, geysist upp í klettavör, steina slettir, stúlku kætir, storminn grætir, sandinn vætir. Dr. Sigurður Þórarinsson að kenna Heklu og Kötlu, haf- ísnum og herjans Danskinum um alla okkar eymd, en ef satt skal segja var sökin einn- ig að nokkru 1 e y t i okkar sjálfra. Það er eitt af frumskilyrð- um þjóðarheillar og hamingju einistaklinga, að þjóðin sé í sátt við sitt umhverfi, ef svo mætti að orði kveða, að þjóðin nýti þá möguleika til að njóta lífsins í landi sínu, sem landið hefur upp á að bjóða. Svo að ég vitni í ummæli, sem ég hef einhverntíma áður viðhaft, þá er það „oft þrumað yfir okkur tslendingum, og líklega ekki Framhald á bls. 2. Outstanding Musician Mrs. K e r r i n e (Wilson) Siewart-Hay received her Licentiate in Music (piano) at the University of Manitoba Convocation in October 1968 and Bachelor of Music Degree at the U. of M. Con- vocation in May 1969, the first graduate of Icelandic descent to earn this degree; her par* ents are the well known musi- cians, Kerr and Thelma Wil- son. Kerrine is married to Peter Stewart-Hay. They have a two year old daughter Kristin; the family resides in Fort Garry, Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.