Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Síða 11

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Síða 11
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGITST 1978 11 og björtu hafinu undir sér og dóu smátt og smátt út í dökkv ann yfir hafsbrúninni. Hjalti og Anna sátu langa stund hljóð, eins og þau yndu hvort við sína vökudrauma og hvort vildi trufla annað. Á borðinu á milli þeirra lágu nokkur skjöl útbreidd, hvert of- an á öðru að nokkru leyti. Það var kvittunarbréf biskupsins í Skálholti, að þau væru laus af öllum ásökunum heilagrar kirkju; leyfisbréf hirðstjórans um, að þau mættu giftast; vottorð lögmannsins um, að þau systkinin væru sátt að fullu og gjafabréf hans fyrir Teigi í Fljótshlíð. „Nú byrjar nýtt líf fyrir okkur, elskan mín,” mælti Anna og strauk blíðlega um vangann á Hjalta. Það var ofurlítill keimur af angurblíðu í róm hennar. „Nú byrjar nýtt líf fyr- ir okkur. Þykir þér ekki vænt um, að allt þetta strið er um garð gengið?” „Jú, auðvitað þykir mér vænt um það,” mælti Hjalti og dró svarið dálítið. „En þó er eins og ég sakni einhvers.” bætti hann við og brosti. „Eg var farinn að kunna vel við mig í hellinum, síðan ég lærði glímutökin á fljótinu. Það var orðið mér góður nágranni til daglegrar stundastyttingar og afþreyingar. Mér fannst í hvert sinn, er ég skildi við það, eins og því vera hálfgert í nöp við mig, en næsta dag var það orðið eins og góðlega glettinn lagsbróðir, sem býður í „eina bröndótta” við tækifæri, þó að hann hafi alltaf legið flatur. Undarlegt, hvað dauðir hlutir verða manni sem lif- andi í einverunni.” „Það var nú von, að það reiddist við þig, þegar þú tókst lögmanninn úr klónum á því,“ mælti Anna og brosti. „Það mundi fleirum hafa þótt hart, að hafa náð í lögmann og fá ekki að halda honum.” Hjalti þagði og tók vel blíðuatlotum hennar. „Mér finnst líka ég sakna einhvers, þó að óskastundin langþráða sé nú loksins runnin upp,” mælti Anna angur- blítt. „En ég veit ekki, hvað það er. Eg á ekkert Markar- fljót sem orðið hefir mér eins konar leikbróðir. En hugur minn er fullur af endurminningum, sumum Ijúfum, en lang- flestum sárum. Eg gæti ekki hugsað til þess að eiga að lifa það allt upp aftur, sem ég hefi lifað og liðið síðustu árin. Eg hefði ekki þrek til þess. Eg er orðin breytt og líklega við bæði, síðan ég tók þig fyrst í faðm minn. Eg vissi ekki, hvað ég gerði þá. Eg lét undan einhverri óviðráðanlegri ástríðu. Þó að einhver hefði staðið yfir mér þá og sagt mér fyrir allt, sem af því mundi leiða, þá hefði ég ekki svo mikið sem hikað. Eg hefði hlegið af því öllu saman. Eg var þá svo huguð, að ég hafði ekki vit á að hræðast neitt. Mér fannst ég geta egnt allan heiminn upp á móti mér. Nú finn ég, að þetta þrálæti hefir kostað mig líf mitt, — dropa fyrir dropa. Það er ekki þin gamla, elskandi Anna, sem nú situr hjá þér brennandi af ást og þrá eftir þér, það er ekkert annað en skugginn hennar. Eg elska þig enn þá, en nú get ég ekki elskað með sliku ástríðuafli sem fyrrum. Eg hefi brunnið upp í raununum og nautnunum. Þú veist minnst um það, elskan mín, hvað ég hefi liðið öll þessi ár, liðið við að vita sveininn minn pergtekinn, eins og í tröllahöndum, liðið við að vita þig í sífelldri hættu, liðið af angist yfir því, að vam- arráðstafanir mínar væru ekki fullnægjandi og þér yrði ein- hvern tíma náð, án þess ég vissi af því fyrr en á eftir, eða þú sjálfur færir eitthvað ógætilega. Og liðið af hugsuninni um það, hvað Páll bróðir minn leið mín vegna, og hvað margar manneskjur hneyksluðust á samlífi okkar. En svo þegar þú komst til mín, þótti mér svo vænt um, að ég gleymdi þessu öllu saman. Allir betrunarásetningar hurfu eins og dögg fyrir sólu, og ég fleygði mér aftur í straum minna fyrri nautna, hálfmeðvitundarlaus af fögnuði. Það má hver lá mér, sem vill, en ég gat ekki annað. Eg gat ekki við það ráðið. Og þegar ég fann, að von var ú nýjum á- vexti af ást okkar, fannst mér stundum sem guð væri að hegna mér. En brátt varð þó móðurgleðin yfirsterkari. — Ekkert af þessari sælu og ekkert af þessum sára kvíða og leyndu sorg kemur nokkurn tíma aftur, — sem betur fer, því að ég væri ekki fær um að bera það. Þegar maður hefir ástvin sinn hjá sér, jafnast gleðin niður á dagana, vikurnar og mánuðina; hver tíminn fær sinn part. En þegar slík gleði kemur yfir mann fyrir langan tíma, kannske marga mánuði í einu, þá er hún lamandi, nærri því deyðandi. Þegar margra daga óskir, margra einverustunda þrá fær svölun allt í einu, þá flytur slik sæla mann mörgum skrefum nær gröfinni. — Og svo stendur húgsunin um forboðið og hættuna yfir manni eins og járn klæddur jötunn og segir: Þið verðið að skilja. Nei, vinur minn! Nú er hinn mikli sigur loksins, loksins unninn. Nú byrjar nýtt líf fyrir okkur. Nú hætta mennirnir að hugsa um okkur og tala um okkur sín á milli; nú er ekk- ert lengur af okkur að frétta. Og nú hættir lögmaðurinn á Hlíðarenda að hafa skapraun af okkur. Nú flýtur líf okkar áfram í kyrrð og rósemi og tilbreytingarleýsi, sælli seun- vinnu og sameiginlegri ást til barnanna okkar. Ef okkur Bfll fyrirtækisins er á verk- stæði! finnst tómlegt, þá er það eingöngu fyrir það að takmarkinu sem við höfum keppt að, er náð, að saga lífs okkar, sem hefir verið svo fágæt og viðburðarík, er senn á enda. En þannig má ekki saga okkar enda, elskan mín. Nú eig- ,um við að setja okkur nýtt takmark til að keppa að. Nú pigum við að láta aðrar manneskjur njóta þess, hvað ham- ingjan hefir verið okkur fylgisöm. Nú eigum við að hjálpa öllum, sem við náum til og bágt eiga. Nú eigum við að reyna að vernda aðra frá því ranglæti sem við höfum sjálf stunið undir svo mörg ár, og nú eigum við að sýna guði og mönn- um það með ástúð og samúð og eindreginni samvinnu, að við höfum átt það skilið að fá að giftast, og mundum hafa átt það skilið, þó fyrr hefði verið. Er ekki þetta dálítið verk- efni fyrir nýja lífið, sem nú er að byrja?” Hún tók höfuð Hjalta í faðm sinn og sat lengi þegjandi, meðan kvöldgeislarnir fóru dvínandi á skýjunum í suðrinu. ENDIR "The HAIRLINE#/ Welcomes You SPECIALIZING IN HAIRCUTS UNISEX STYLES “A Cut Above the Others” 68 '/z Ist Ave. Phone 642-8143 Gimli, Man. Cook's Sporting Goods Co. SUPPLIERS OF INDIVIDUAL & TEAM SPORTING GOODS P.O. BOX 1459 — GIMLI, MANITOBA ROC 1B0 ROSS BAILEY Phone 642-5509 on first avenue - Gimli Dining Room & Cocktail Lounge t6e faícöH Tour the WORLD £ors4°° Get ready for the time of your life at Folklorama ’78— Winnipeg’s Festival of the Nations. 34 national pavilions bring you native song and dance, handicraft, food and drink for eight fun-filled days. Pavilions offering a mini round-the-world tour from Europe to the Orient — all await your personal inspection and enjoyment. Avoid the line-ups. Get your passport now. They’re on sale at the Folklorama office in the Conven- V tion Centre, any branch of the Bank of v I Montreal in Greater Winnipeg or from any of the Ethno-Cultural groups i ^ associated with the Community Folk l Vw Art Council of Winnipeg. Fólkloramá 78 AUGUST 12th to 19th

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.