Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Blaðsíða 14

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Blaðsíða 14
LöGBERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGTJST 1978 na LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephone 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson ASSISTANT EDITOR: Sharron Wild PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg NÝTT HÚSNÆÐI ENN HEFUR verið stigið stórt framfaraskref í sögu Lögbergs-Heimskringlu. Nýtt húsnæði hefur verið tekið á leigu fyrir ritstjórnarskrifstofur blaðsins, eins og fram kemur á forsíðu þessa blaðs. Frá og með 1. ágúst verða skrifstofur blaðsins í rúmgóðu og vistlegu húsnæði í hjarta Winnipegborg- ar. Óhætt mun að fullyrða, að aldrei fyrr hafi svo vel verið að blaðinu búið sem nú. Meginástæðan fyrir því, að skrifstofurnar hafa verið fluttar, er sú, að húsnæði það, sem blaðið hafði áður, hefur nú skipt um eigendur. Gardar Printing er flutt til Árborgar. Stjórn blaðsins, með formanninn Ted Arna- son í broddi fylkingar, hefur sýnt áhuga á því, að blað- ið fengi inni í vistlegum húsakynnum, og hefur fram- sýni og bjartsýni nú verið látin ráða ferðinni með þeim árangri, að svo vel er nú að blaðinu búið, sem raun ber vitni. Er vissulega ánægjulegt til þess að vita, og mun starfslið blaðsins áreiðanlega ekki láta sitt eftir liggja til þess að auka enn hraðann á framfarabrautinni. Lögberg-Heimskringla á því láni að fagna að hafa tryggan áskrifendahóp. Margir hafa verið áskrifend- ur að blaðinu í marga áratugi, aðrir eru nýir. Þá er einnig vitað um allmarga, sem lesa blaðið, en kaupa það ekki. Þeir fá það lánað. Skilvísum kaupendum blaðsins hefur fjölgað mjög verulega á síðasta ári, og er það von aðstandenda blaðsins, að þeim fjölgi enn. Hinn tryggi áskrifenda- hópur okkar getur haft hér veruleg áhrif. Með því að hvetja aðra til þess að kynna sér blaðið og lesa það, má áreiðanlega fjölga áskrifendum talsvert enn. Hafið samband við okkur, eða lítið við á nýju skrifstofunni. Þar er alltaf heitt á könnunni. já Lögberg-Heimskringla has taken yet another step for- ward. Effective August 1, 1978, the paper will be mov- ing to a new location in beautiful downtown Winni- peg. The move is largely due to the decision of Gard- ar Printing Limited to move its offices to Arborg. With the sale of the building on St. Anne’s Road, it became necessary for t.he paper to seek new accom- modations. The new offices, located-on the 14th floor of the Union Tower Building at 191 Lombard Place, are much more modern than before, with the convenience of easy access for our readers. We hope that all of our readers, especially those in Winnipeg, will find the time to come visit us at our new location. Visitors are always welcome. The board of directors of the paper worked long and hard to find the best accommodation possible for the paper and we hope that this move will be just one of many forward steps for the paper and its subscrib- ers. sw Bendir örin á bygginguna þar sam blaðið ar nú iil húsa. Skrifsiofur Lögbergs-Heimskringlu eru nú í hjarla Winnipegborgar. Nýtt heimilisfang: Union Tower Building, 1400- 191 Lombard Ave., Winnipeg, Manitoba Þelia er anddyrið. Skrifstofur blaðsins eru á 14. haeð, og þangað eru iíðar og öruggar lyfiuferðir Hann var einn af þeim fyrstu, sem ég komst i kynni við nýkominn til Kanada. — Mér er það enn minnisstætt, og það rifjast upp fyrir mér í hvert skipti, sem ég hitti hann. Við okkar fyrsta handtak fannst mér sem ég væri að heilsa öllu landinu. Seinna gerði ég mér ljóst, að það er ekki einasta handtakið sem gerir manninn mikinn. Allir, sem hafa átt þvi láni að fagna að kynnast Gunnari, vita hvað hér er við átt, og allir geta verið GUNNAR SÆMUNDSSON, SJÖTUGUR 5 • Afmæliskveðja fró •bjóðræknisfélagi fslendinga í Vesturheimi • • Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi sendir Gunn- • ari Sæmundssyni, Arborg, Manitoba, bestu kveðjur og • árnaðaróskir í tilefni af 70 ára afmæli hans. Gunnar Sæmundsson hefur allt frá barnæsku ver- ið mikilsvirtur lærdómsmaður íslenskra bókmennta, hann hefur verið í forystusveit heimabyggðar sinnar, og í mörg ár hefur hann gegnt embætti forseta í deild Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, „ESJAN”. Gunnar má vera stoltur af því, að böm hans öU taJa vel og skrifa íslenskt máJ. Stefan J. Stefanson, forsetL Gunnar er höfðingi heim að sækja, það vita æðstu em bættismenn og almúgamenn og á Breiðabliki stendur hús freyjan við hlið bónda síns, í fleiri en einum skilningi. Gunnar og Margrét hafa verið tryggir stuðnings- menn íslenskrar blaðaútgáfu í Kanada í áratugi. Mér er ljúft að færa Gunn ari hamingjuóskir í tilefni af sjötugsafmælinu, og árna honum og fjölskyldu hans allra heiila. Jón Ásgeirsson HEILLAÓSKIR sammála um, að um hann mætti skrifa langt mál. Það verður þó ekki gert hér, en það þyrftu færir menn að gera. Gunnar Sæmundsson er mikill mannkostamaður. — Han er viðurkenndur fagur- keri, og einkum eru það ís- lenskar bókmenntir, sem heilla hann. Hann fer með kveðskap íslensku stórskáld- anna utanbókar, og hann er svo víðlesin í islenskum bók- menntum i bundnu máli sem óbundnu, að undrun sætir. Hann er alls staðar heima.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.