Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Blaðsíða 15

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Blaðsíða 15
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGUST 1978 15 íslensk blöð skemmast í SKJALASAFNINU í OTTAWA Summary The front page of this week’s special issue deals ex- clusively with the 89th annual Icelandic Festival being held in Gimli August 5, 6 and 7. There is a biographical sketch of this year’s Fjallkona Mrs. Lara H. Tergesen, as well as similar sketches of the two main speakers, John Craig Eaton and Freeman Melsted. Page 26 features the traditional message given by Ice- land’s prime minister at the June 17 celebrations in Reykjavik. Prime Minister Geir Hallgrimsson spoke fittingly on the occasion to the large audience which attended. Of special interest in this issue is an interview with Magnus Einarson, archivist with the national museum in Ottawa. Mr. Einarson told Lögberg-Heimskringla that copies of all Icelandic-Canadian publications are stored in tbe museum. Unfortunately, preparations for storage were not properly made and many of the pap- ers are badly damaged. Some are even unreadable. The museum also houses a large display of Icelandic arti- facts, as well as a smaller display that is sent to dif- ferent parts of the country. The travelling display is booked for two years in advance, although Mr. Einar- son said that there is very little interest among Ice- landic organizations in procuring the display for club use. Mr. Einarson has travelled extensively through- out Manitoba, collecting artifacts and making record- ings of Icelandic poetry and music. At present, the museum has 50 tapes consisting of almost 100 hours of words and music. When asked if he was aware of the visit last summer of Arni Björnsson from Iceland to tape interviews with people of Icelandic descent in Manitoba, Mr. Einarson said that although he had been aware of Mr. Björnsson’s visit, there had been no can- tact between the two men. Readers will also note one the inside pages a short int- erview with Mr. and Mrs. John Sigurdson of Winnipeg,' formerly of the Lundar distirct. Mr. and Mrs. Sigurd- son were born in Canada, but speak and read the Ice- landic language fluently. Preparations are already underway for the 90th annual Icelandic Festival to be held in 1979. Festival organiz- ers are planning special events to celebrate another decade in the life of the festival. The next president of the festival committee will be Terry Tergesen, who has been first vice-president for the last two years. Maurice Eyolfson will step up to first vice-president from second. Lögberg-Heimskringla has learned that there are certain groups in Iceland who are anxious to come to Manitoba next year to attend the festival. Gömul íslensk blöð í skjala- safninu í Ottawa eru ónýt. Þeirra á meðal eru fyrstu eintökin af fyrsta íslenska blaðinu, sem gefið var út í Vesturheimi fyrir meira en hundrað árum, Framfara. — Önrnur blöð liggja þar undir skemmdum. Þetta kom meða] annars fram í viðtali, sem Lögberg- Heimskringla átti við *Magn- ús Einarsson, þjóðsagnafræð ing í Ottawa. Magnús hefur starfað nokkur undanfarin ár hjá. Kanadíska þjóðminjasafninu nánar tiltekið hjá þeirri deild þess, sem nefnist “Can adian Center for Folk Cult- ure Studies”, og vildi Magn- ús nefna deild þessa þjóð- háttarrannsóknardeild á is- lensku. Magnús hefur sérstakan áhuga á norrænu fólki, og norður-Evrópumönnum al- mennt, og hafa rannsóknir hans því fyrst og fremst beinst að þeim. — Aðalstarf hans er að safna þjóðlegum munum, sögum, söngvum, gátum, vísum o.þ.h. og er til gangurinn að varðveita þess konar þjóðháttarsagnfræði- legar menningararfleifðir og sýna þær í menntunarskyni. I fyrrgreindu viðtali við Magnús barst talið að skjala safninu , Ottawa. Þar eru varðveitt gömul íslensk blöð, en að sögn Magnúsar þá hefur ekki verið gengið nægi lega vel frá þeim, þannig að ekki fer nægilega vel um þau, og er því hætta á að mörg þeirra eyðileggist alv- eg í framtíðinni, og sum eru þegar orðin svo illa farin, að þau eru nú þegar orðin ólæsi leg. Er illt til þess að vita, að svo kunni að fara, og það í alveg allra nánustu framtíð, að þau blöð íslensk sem vaxð veitt eru í aðalskjalasafni Kanada í Ottawa, skuli ónýt ast og sum þegar orðin ónýt. Þyrfti auðvitað nauðsyn- lega að ráða hér bráða bót á. Magnús Einarsson hefur ferðast nokkuð um Mani- toba til þess að safna upp- lýsingum, og sagði hann okk ur, að nú væru til um það bil fimmtíu segulbandsspólur með yfir hundrað klukku- stunda hljóðriti af viðtölum við íslendinga. Einnig eru viðtöl við fólk í Saskatshew- an og British Columbia, og víðar, á þessum sömu snæld- um. 1 fyrra kom Árni Bjöms- son, þjóðháttafræðingur frá Islandi til Kanada, og var til gangurinn með ferð hans einkum sá, að safna upplýs- ingum um fólk og gamla þjóðhætti hér í Manitoba. — Árni skrifaði skýrsíu um ferð sína, og var hún birt í Lögbergi-Heimskringlu í vetur. I viðtali, sem blaðið átti við Árna, er hann var hér á ferð, kom meðal annars fram sú skoðun hans, að nauðsynlegt væri að hljóð- rita sem mest af þvi, sem fólk kann frá að segja hér um slóðir. Er við inntum Magnús, þjóðsagnafræðing eftir því, hvort hann hefði vitað um ferðir Árna, þjóðháttafræð- ings hér í fyrra, kvað hann svo vera. en hins vegar hefðu þeir ekki ræðst neitt við, og ekki væri um að ræða neina samvinnu þeirra í milli. Magnús sagði, að nú væru til um það bil eitt hundrað og tuttugu íslenskir munir í safninu í Ottawa. — Sumir hafa verið keyptir, aðrir hafa fengist gefins. — Hann vildi beina þeim tilmælum til fólks, að það hefði samband við sig, ef það hefði eitthvaö í fórum sínum, sem það vildi koma á framfæri við stofnun ina, eða ef það vissi um eitt- hvað, sem matur væri í fyr- ir hana. Er þeirri ósk Magn- úsar hér með komið á fram- færi, og fólk jafnframt hvatt til þess að hafa samband við hann, ef það telur ástæðu til. Á vegum safnsins í Ot- tawa eru tvenns konar sýn- ingar þjóðlegra muna. Ann- ars vegar eru það svonefnd- ar farandsýningar, og hins vegar sýningar, sem komið er upp til lengri tírna í safn- inu sjálfu. Farandsýningarnar eru oft þannig, að þá eru sýndir þjóðlegir munir fleiri þjóða saman, og eins er í hinu til- vikinu. Talsverð eftirspurn hefur verið eftir slíkum far- andsýningum og sagði Magn ús, að hjá þeim væru nú fyr- irliggjandi beiðnir til næstu tveggja til þriggja ára, en engar þeirra væru frá ís- lenskum aðilum. Sagði hann Islendingafélögin í Vestur- heimi hafa sýnt þeim lítinn, eða nánast engan áhuga. Auðvelt er að fá upplýs- ingar um safnið í Ottawa, og þá muni, sem þar er að finna. 1 fyrsta lagi má hafa beint samband við Magnús, og í öðru lagi er unnt að snúa sér til safna annars staðar en í Ottawa, því öll- um upplýsingum hefur verið safnað saman, og þær skráð- ar i rafheila, sem önnur söfn i Kanada hafa aðgang að, og geta þau því gefið mjög ná- kvæmar upplýsingar um hvaðeina. já Leiðrétting I forystugrein síðasta tölu blaðs misritaðist nafn Ól- afs S. Thorgeirssonar, og var hann þar nefndur Þor grímsson. Velvirðingar er hér með beðist á yfirsjón þessari. já

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.