Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Qupperneq 2

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Qupperneq 2
2-WINNIPEG, HÁTÍÐARBLAÐ 1981 Lögbergi-Heimskringlu berst stórgjöf Þær systurnar frú Bergþóra Rob- son í Montreal og frú Gyða Hurst í Winnipeg afhentu ritstjórum nýlega $500.00 hvor (samanlagt $1000.00) í styrktarsjóð Lögbergs- Heimskringlu. Gjöf þessa gefa þær systurnar í minningu foreldra sinna, Guðrúnar Helgu Finnsdóttur og Gísla Jónssonar, sem lengi áttu heima hér í Winnipeg. Hafa þær látið svo um mælt að Lögberg- Heimskringla starfi mjög í anda þeirra hjóna. Er það drengilega mælt því að þau hjónin Guðrún og Gísli lögðu á sinni tíð mikið af mörkum til íslenskra menn- ingarmála. Þau hjón voru bæði í fremstu röð íslenskra rithöfunda vestanhafs, og auk þess var Gísli ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins í næstum því þrjá áratugi. Meðal ritverka Guðrúnar eru bækurna Hillingalönd (1938), Dagshríðarspor (1945), og Ferðalok (1950). Gísli gat sér snemma orð fyrir ljóðagerð. Eftir hann liggja þrjár bækur, ljóðabækurnar Farfuglar (1919) og Fardagar (1956) og svo ritgerðasafn- ið Haugaeldar (1962). Auk þess sem nú hefur verið talið var Gísli löngum mikilvirkur bókaútgefandi. Stjórnarnefnd og ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu þakka þeim systrum frú Bergþóru og frú Gyðu ræktarsemi og höfðingslund. H.B. Gísli Jónsson Guðrún Helga Finnsdóttir Kveðja frá Hans G. Andersen sendiherra og frú Astríði Andersen Birgir Brynjólfsson. Kveðja frá ræðismanni íslands í Winnipeg Við hjónin sendum öllum þeim sem aðild eiga að íslendinga- dagshátíðinni á Gimli þann 1.-3. ágúst góðar kveðjur og óskir um gæfu og gengi á komandi tíð. Sylvia og Birgir Brynjólfsson. Við hjónin sendum hugheilar kveðjur í tilefni af íslend- ingadeginum 3. ágúst 1981. Ferð landstjóra Kanada og frú Schreyer til Islands heppnaðist með ágætum og styrkti enn frekar þau vináttubönd sem tengja íslendinga og Kanadamenn. Viðskipti milli landanna eru á uppleið, siglingar einnig, starfsemi Þjóðræknisfélagsins er vel metin, og Lögberg-Heimskringla heldur áfram að vera ómetanlegt tákn vináttu og samheldni. Við þökkum samvinnuna og óskum Vestur-íslendingum alls góðs. Ástríður og Hans G. Andersen Hans G. Andersen In Memoriam John Kressock The Icelandic Festival of Manitoba lost one of its dedicated commitee members with the un- timely passing of John Kressock on June 13, 1981. Johnny always took an excep- tionally keen interest in the success of the festival and was very active in many capacities for 10 years. He was often introduced to people outside the committee as "Jon Kressockson” by his fellow commit- tee members. He will be sadly missed and also remembered by everyone who knew him. G.P. Leskaflar í íslensku handabyrjendum XXV. The first four numerals, cardinal numbers, have previously been declin- ed in full, and the numerals from five to twenty, which are uninflected, were dealt with in lesson XXI. Here we shall consider the remainder of the numerals, that is to say, the cardinal numbers, which are also uninflected, with the exception of hundrað (hundred), þúsund (thousand), and mill- jón (million), which will be declined in a later lesson: Vocabulary: Ameríku, fem., America, acc. sing. of Ameríka Ameríkumenn, masc., Americans, nom. plur. of Ameríkumaður á, prep., on, in, þrjátíu — thirty sjötíu — seventy fjörutíu — forty áttatíu — eighty fimmtíu — fifty níutíu — ninety sextíu — sixty The order of the numerals is the same as in English, the higher number preceeding the lower: tuttugu og einn (twenty-one), þrjátíu og þrír (thirty- three), and so on. Translate into English: Tuttugu og einn og tuttugu og tveir eru fjörutíu og þrír. Þrjátíu og þrír bátar fóru á fiskveiðar í vor. Fjörutíu og fjórir Ameríkumenn komu í gær. Fimmtíu og fimm Englendingar voru komnir áður. Þessir ferðamenn ætla að ferðast hér í tvær vikur. Tvisvar sinnum þrjátíu og þrír eru sextíu og sex. Sjötíu og sjö bílar stóðu á bílastæðinu. Áttatíu og átta farþegar voru á skipinu. Níutíu og níu eru einum minna en hundrað. Leifur Eiríksson fann Ameríku kringum árið eitt þúsund. á fiskveiðar, on a fishing trip (see below) árið, neut., the year, acc. sing. of ár áður, before bátar, masc., boats, nom. plur. of bátur bílar, masc., cars, automobiles, nom. plur. of bíll bílastæðinu, neut., the parking place, dat. sing. of bílastæði fann, found, discovered, past tense of finna farþegar, masc., passengers, nom. plur. of farþegi ferðamenn, masc., travellers, tourists, nom. plur. of ferðamaður ferðast, to travel fiskveiðar, fem., fishing, fishing trip, acc. plur. of fiskveiði fóru, went, 3rd pers. plur. past tense of fara í gær, yesterday í vor, this spring komu, came, 3rd þers. plur. past tense of koma kringum, around, prep. with accusative minna, less than skipinu, neut., the ship, dat. sing. of skip stóðu, stood, 3rd pers. plur. past tense of standa tvisvar sinnum, two times, twice þessir, these vikur, fem., weeks, acc. plur. of vika voru komnir, had come, had arrived

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.