Alþýðublaðið - 25.10.1960, Síða 3
§§
ÞAÐ á ekki af Kongó-
mönnum aS ganga. Nú
herma fréttir, að her
þeirra innfæddu fari með
ráni og barsmið'um um
Leopoldville. Mobutu,
hershöfðingi, sá, sem
væntanlegur er til New
York í dag, hefur misst
alla stjórn á mönnum
sínum — og var aginn þó
ekki mikill fyrir. Mynd-
in sýnir hvernig svartur
umgengst svartan í Kon-
go um þessar mundir. —
jHJermenn þjartua að ó-
breyttum borgara.
LONDON, 24. okt. (NTB.) í dag
hækkaði enn verff á gulli í kaup
höllunum i London og París, en
búizt hafði verið viff, að „gull-
æðið“ væri úr sögunni fyrir
helgi_ Komst únsan (31,10
grömm) upp í 40 dollara, en
venjulegt verð er 35 dollarar.
Ástæðan fyrir þessu háa gull-
verði er sú, að gullkaupendur í
Evrópu gáfu usmboðsmönnum
sínum skipun um að kaupa gull
á „bezta fáanlega verði“, það
er að segia: ekkert var tekið ti'l
um hve hátt mætti bjóða, en
það er venján í kauphallarvið-
skiptum. Kauphallarmangararn
ir voru furðu lostnir vegna
þessara fyrirmæla og segja, að
annað eins hafi aldrei komið
í stuttii máU:
Leopoldville. Mobutu hers-
höfðingi, hinn sterki máður í
Kongó, hefur hætt við för
sína til New York. Kongóher
fer nú rænandi og ruplandi.
London. Frank Cousin hef-
ur rætt við Krústjov í Mos-
kva. Cousin er helzti talsmað
ur innan Verkamannaflokks-
ins fyrir því, að Bretar afsali
sér kjarnorkuvopnum. Hann
sagði að Krústjov hefði verið
að fara til fundar við Mikoyan
á Krím.
London. Finnski verzlunar-
málaráðherrann hefur undan-
farið dvalið í London og rætt
um hugsanlega aðild Finna
að verzlunarsvæðum Vestur-
Evrópu.
Japanska
þingið
leyst upp
TOKIO, 24. okt (NTB). Jap-
anska þingið var leyst upp í dag
og verffa nýjar kosningar í land
inu 20. nóvember næstkomandi.
Flokkur Ikeda forsætisráð-
herra, íhaldsflokkurinn, hefur
283 'þingsæti, sósíalistar háfa
122 og. hinn nýstofnaði flokkur
dejnókratiskra . sósíalista f 40
þingsáeti. Talið er 'að morðið. á
J af naðarmannaf oring j anum Az-
anuma muíji valda.því, að flokk
ur hans fái mjög aukið fyjgi.
fyrir áður í kauphöllinni í
London.
Verð á hlutabréfum í gull-
námum hækkaði mjög í kaup
höllinni í Jóhannesarborg í
dag Augljóst er að menn vilja
nú heldur ei'ga gull en dollara
hvað sem veldur, en þrálátur
orðrómur gengur um að í ráði
sé að lækka gengj Bandaríkja
dollars.
Eisenhower
sendir Brandt
boöskap
BERLÍN, 24. okt. (NTB). Eisen-
hower Bandaríkjaforseti hefur
sent Willy Brandt, borgarstjóra
í Vestur-Berlín boðskap, þar
sem segir, að bandaríska þjóð
in standi með íbúum Vestur
Berlínar í baráttunni fyrir
frelsi sínu.
Willy Brandt hélt ræðu í dag
í tilefni af því, að tíu ár eru
liðin síðan Bandaríkjamenn
sendu Berlín „frelsisklukkuna“.
Brandt sagði, að heldur vildu
íbúar borgari'nnar lifa við erf
iðleika en að láta af hendi rétt-
inn til þess að lifa frjálsir.
FELLIIR FRANSKA
STJÓRNIN í NÓTT
París, 25. okt. (NTB).
í NÓTT eða snemma í fyrra-
málið verða greidd atkvæði i
franska þinginu um stjómar-
frumvarp um að búa skuli
franska herinn kjarnorkuvopn-
um. Stjórnarandstæðingar
hafa gert harða hríð að stjóm-
inni vegna þessa máls og hafa
flestir flokkar sameinast gegn
stjómarflokknum og borið
fram vantraust á Debré og
stjórn hans.
Guy Mollet, fóringi jafnaðar-
manna var fyrstur á mæíenda-
skrá í morgun, og deildi hann
hart á fyrirætlanirnar um að
veita- 18 milljarða franka til
þess að þúa herinn kjarnorku-
vopnum. Taldi hann, að það
yrði til þes$ að einangra
Frakka í samstarfi frjálsra
þjóða, veikja Atlantshafs-
bandalagið og auka hættuna á
því, að Bandaríkjamenn færu
méð herlið sitt' frá Evrópu. —
Mollet kvað auk þess hættu á,
að Þjóðverjar mundu einnig
krefjast kjarnorkuvopna, ef
Frakkar fengju þau. Hann kvað
vafalaust að ættu Þjóðverjar
um að velja samvinnu við
Frakka eða Bándaríkjamenn,
þá mundu þeir hiklaust velja
Bandaríkj amenn.
Mollet síkoraði á frönsku
stjórnina, að hætta þeirri
stjórnarstefnu, sem ekki-sé til
annars en einangra Frákka í
Vestur-Evrópu og samstarfi
lýðræðisrík j anna.
Ekki er búizt við, að stjórn-
in verði undir í atkvæða-
greiðslunni og kemur þar
helzt til, að stjórnmálamenn í
Frakklandi óttast uppreisn
hægri manna, ef stjórnin fell-
ur.
Ferhat Abbas, forsætisráð-
herra stjórnar uppreisnar-
manna í Alsír, sagði í viðtali
við New York Times í dag, að
útséð væri nú um það, að ekki
væri hægt að semja við
Frakka um framtíð Alsír.
Rússar og önnur ríki kom-
múnismans auka nú stuðning
við uppreisnarmenn og búizt er
við að kínverskir kommúnist-
ar sendi jafnvel „sjálfboðaliða11
til Alsír..... .....
Alþýðublaðið — 25. okt. 1960 3