Alþýðublaðið - 25.10.1960, Qupperneq 11
Han dknatfl eikur:
Valur vann Ármann
í kvennaflokki 7:5
MEISTARAMOT Reykja-
víkur í handknattleik hélt á-
fram um helgina og voru alls
háðir tólf leikir. — Á laugar-
dag voru 7 leikir í yngri flokk
unurn og á sunnudag fimm í
méistaráflokki karla og
kvtiiina. :
Þaú úrslit, sem telja verður
að hafi komið mest á óvart,
var sigur Vals yfir Ármannj í
méistaraflokki kvenna. Sér-
staklega þar sem Valsstúlkurn-
ar hafa misst markmann sinn
til Fram.
Meistaraflokkur kvenna;
Víkingur — Þróttur
5:3.
Ekki er hægt að segja að
þessi leikur hafi verið fjörlega
leikinn og sumar af stúlkunum
sérstaklega í liði Þróttar virð-
ast ekki vera í góðri æfingu.
Hinar ungu Víkingsstúlkur
höfðu frumkvæðið í leiknum
og sigur þeirra var fyllilega
verðskuldaður. Eins og oft áð-
ur var Rannveig bezt í liði
Víkings, en annars er liðið
nokkuð jafnt. — Ekki er langt
síðar Þróttur átti eitt bezta
kvennalið landsins. Þetta lið
félagsins, sem nú leikur er
bæði skipað stúlkum úr þeim
flokki og 2. fldkki, ætti að
geta náð lengra.
v' Valur -
7:5?
Ármann
unnu
Landsleik Svía og Dana,
sem unnu silfurverðlaun Ol-
ympíuleikanna lauk þannig,
að Svíar sigruðu með 2 mörk
um gegn engu. Leikurinn fór
fram á Ullevi leikvanginum
í Gautaborg og var fullsetið
og vel það, en meðal áliorf-
enda voru a.m.k. um 10 þús.
Danir. Þeir urðu að sjálf-
sögðu fyrir miklum von-
brigðum. Danir höfðu reikn-:
að með að sigra, en Svíar
hafa ekki tapað fyrir Dönum
í knattspyrnu á sænskri
grund í 25 ár. — Rune Bör-
jeson skoraði bæði mörkin.
Ármannsstúlkurnar byrj-
uðu betur og skoruðu tvívegis
áður en Valur fengi skorað,
það voru þær Sigríður Lúthers
og Ása Jörgensdóttir. En Val-
ur gefur sig ekki og jafnar,
það var Sigríður Sigurðar, sem
skoraði bæði mörkin, annað úr
vítakasti. — Á síðustu mín-
útum fyrri hálfleiks nær Ár-
mann aftur tveggja marka for-
skoti, en þannig endaði fyrri-
hálfleikur.
Síðari hálfleikur var geysi-
spennandi. Valsstúlkurnar léku
af miklum krafti og tókst strax
að jafna — 4 : 41 Aftur skorar
Ármann, en Sigríður jafnar og
skömmu seinna kemst Valur
yfir í leiknum og enn var það
Sigríður, sem er langbezt í lið
inu. Rétt fyrir leikslok skora
Valsstúlkurnar glæsilga og
þar með lauk skemmtilegasta
leik kvöldsins með sigri 'Vals
7 mörk gegn 5.
Eins og fyrr segir, var tæp-
ast búizt við sigri Vals í leikn-
um, sérstaklega þar sem liðið
hefur misst markmann sinn,
en stúlkurnar sýndu mikinn
baráttuvilja og á köflum ágæt-
an leik og það dugði. Ármann
treysti nú sem oft áður á hina
miklu skyttu sína, Sigríði Lút-
hersdóttur, en hennar var vel
gætt og því fór sem fór.
Meistaraflokkur karla:
^ ÍR — Ármann 19 : 13.
ÍR vann nokkuð auðveldan
sigur yfir 2. deildarliði Ár-
manns, en ekki er hægt að
hrópa húrra fyrir leik liðsins.
Vörn var léleg eins og oft áð-
ur og leikur liðsins tilviljana-
kenndur. ÍR-inga vantaði tvær
af stjörnum sínum frá undan-
förnum vetrum, þá Pétur
Sigurðsson, sem er við nám.
erlendis og Matthías Ásgeirs-
son. sem er í íþróttakennara-
skólanum á Laugarvatni
F'yrri hálfleikur var jafn, en
IR hafði þó oftast yfir, _ og
hálfleiknum lauk með 9—8
fvrir ÍR. í síðari hálfleik náði
ÍR betri tökum á leiknum og
vann öruggan sigur. Segja verð
'•r bó, að léleg vörn Ármanns
átti einnig sinn stóra þátt í sigri
ÍR. Hermann var bezti maður
ÍR-hðsins og skoraði langflest
mörkin. Gunnlaugur var
traustur að vanda. Hinn gamal-
kunni handknattleiksmaður,
Þorleifur Einarsson lék nú aft-
ur með liðinu, en virðist ekki
vera í æfingu. —- Ármanns-
hðið er sundurlaust og lélegt.
Félavið mar sinn fífil fegri í
handknattleiknum.
!
Knattspyrna
Framhald af 10. síðu
ur KR var eins og oft áður,
Bjarni Fehxsson. Hreiðar gekk
ekki heill til skógar eftir á-
reksturinn yið Hinrik í byrjun
leiksins. ífiimir átti ekki erf-
iða daga {markinu.
Fram var sterkastur í vörninni
Rúnar Guðmannsson, svo sem
endranær, þó ekki eins og oft
áður, en í framlínunni þeir:
Grétar, Guðmundur og Baldur
Haukur Óskarsson dæmdi
leikinn. Haukur er einn okkar
reyndasti dómari nú. Hann
dæmdi yfirleitt vel, en varla er
hægt að búast við því að dóm-
arinn sjái allt, sem skeður og
undir brot heyrir, en bót er í
máli, þegar hann sér megin-
hluta hjá öðrum aðilanum.
Formaður KSÍ, Björgvin
Schram, afhenti sigurveg-
urunum verðlaun keppninnar,
bikar einn mikinn og fagran,
gefinn af Tryggingarmiðstöð-
inni hf. en forstjóri hennar er
Gísli Ólafsson fyrrv. stjórnar-
meðlimur ÍSÍ. Bikarnum fylgdi
11 silfurpeningar, eða einn á
hvern leikmann liðsins. E. B.
í þróttafréttir
í STUTTU MÁLI
HÉR eru úrslit nokkurra leikja
í ensku knattspyrnunni um
helgina:
Aston Villa—Birmingham 6:2
Blackburn—Arsenai 2:4
Blackpool—Nottingham 4:0
Bolton—Fulham 0:3
Chelsea—Burnley 2:6
Leicester—W. Bromwich 2:2
Manchester Utd—Newcastle 3:2
West Ham—Preston 5:2
Wolves—Sheff. W. 4:1
Nánar á morgun.
AUK landsleiks Svía og Dana
í Gautaborg léku B-liðin og sigr
uðu Svíar 2:1, tveir unglinga-
leikir fóru þannig, að Svíar sigr
uðu í öðrum með 2:1 og Bani*
í hinum 4:1.
WALES sigraði Skotland í
Iandsleik í Cardiff á laugardag
með 2 mörkum gegn engui. Skor
aði Wales eitt mark í hvoruin
hálfleik.
Cliff Jones skoraði það íyrra
eina mínútu fyrir hlé, en síðaria
markið skoraði Roy Vern©n 15
mínútum fyrir leikslob.
TORPEDO Moskvu er þegar
orðinn Rússlandsmeistari 1
knattspyrnu 1960. Að visu eru
nokkrar leikir eftir, en það
breytir engu urn úrslitin. Þe’lta
er í fyrsta sinn síðan 1938, en
þá tókst Torpedo að komast í I.
deild, að félagið verður meist-
ari
'v' Valur — Víkingur 7:6.
Þetta var harður leikur og
nokkuð spennandi á köflum, en
ekki var hann að sama skapi
vel leikinn. — Valsmönnum
gekk betur í upphafi, en Vík-
ingar sækja sig og tekst að
jafna og komast yfir fyrir hlé
— 5:4.
í síðari hálfleik var 'Vals-
liðið mun ákveðnara og tryggði
sér sigurinn með eins marks
mun.
Varnarleikur beggja liða er
allgóður, en það vantar fjöl-
breytni í sóknaraðgerðirnar.
Leikmenn eru einnig yfirleitt
alltof stífir og beita kröftum
um of.
^ KR — Þróttur 17 : 9.
Sumir bjuggust við jafnari
leik milli þessara liða, sérstak-
lega þar sem Þróttur sýndi all
góðan leik á móti Val um síð-
ustu helgi. Að vísu vantaði
Þrótt einn bezta mann sinn, Jón
Ásgeirsson, en KR vantaði og
góða menn { liðið sitt.
f KR-liðið vantaði Guðjón í
markið og Höi’ður Felixsson, en
liðið náði vel saman og átti
ekki í neinum erfiðleikum með
ósamstillt lið Þróttar.
Leikir á laugardags-
kvöld.
Þessi urðu úrslit í yngri
flokkunum:
2. flokkur kvenna: KR —
Víkingur 0:9, Valur — Þróttur
4:0. — 3. flokkur karla: Fram
— KR 6:8, ÍR — Valur 1:6. 2.
flokkur karla: Víkingur — Ár-
mann 5:13, Þróttur — Fram
9:8, KR — Valur 6:7.
Staða aðstoðarlæknis í Röntgendeild Landspítalans
er laus til umsóknar frá 1. jan. næstkomandi. Laun
samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum
um aldur námsferil og fyrri störf sendist til- skrif-
stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 1. des.
1960.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
TÓNLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þriðjud. 25. október 1660
kl. 20,30.
Stjórnandi: BOHDAN WODICZKO ...
Einleikari: RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON. ,
Viðfangsefni eftir Beethoven, Haydn og Brahms.
Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu.
ROTAFLEX
Skermar eru komnir aftur
RotafléX eru lampaskermar framtíðárinnar.
Nýtt form. Nýtt efni.
Rotafiex lampaskermar gefa bóða birtu,
draga ekki mikið úr Ijósmagni.
Þægilegir til~að vinna við og íalleg-
ir í útliti. — Fallegir litir.
Rotaflex lampa í eldhús er hægt að lækk.a
og hækka.
Með hinum léttu og stílhreinu línum Rotafíex extl
þeir hentugir til notkunar þar sem óskað er eftii
fallegri og þægilegri birtu.
RAFTÆKJAS T O FAM
Vesturgötu 2 — Sími 24-330.
Álfheimum 6 — Sími 33978.
Alþýðublaðið — 25. okt. 1960 J,f