Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 2
ðRtstfömr-. Glsll J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — í'ulltroar rlt- (WJörnar: Sigvaldi HjáJmirsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóil: SJJBrgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasín*.-: 14908. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- í®ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasílu kr. 3,00 etnt litSalandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvsemdastjóri; Sverrir Kjartansson. Af hverju skortir útvegirm fé? í í HINNI gagnmerku ræðu, sem Emil Jónsson i flutti á aðalfundi LÍÚ í fyrradag, ræddi hann | ífaremskilnislega þau vandamál; sem steðja að út i gerðinni, og fyrirhugaða lausn þeirra. Benti hann ; á, að skortur á fjármagni, aðallega lausafé, væri ; erfiðasti vandinn, sem útgerð og fiskvinnsla eiga : :nú við að etja. i . Emil benti á margar orsakir þessa ástands. í i fyrsta lagi er stofnfé fyrirtækja á íslandi mjög . lítið, miklu minna en talið er forsvaranlegt í öðr | | um löndum. Þá eru stofnlánasjóðir engir, nema Fiskveiðasjóður, en fé hans er tekið af útvegnum ! sjálfum. í þriðja lagi hefur skattakerfið verið : þannig, að fyrirtækin hafa ekki getað byggt upp 1 neina sjóði til að grípa til, þegar erfiðlega geng- : ur. í fiskveiðum er sérstaklega nauðsynlegt að geta flutt fé milli ára, svo misjafn sem aflinn get- ' ur verið. Loks hefur verðgildi peninganna verið 1 stöðugt fallandi. Hefur þetta orkað eins á þá, sem ; sjávarútveg stunda, og aðra landsmenn, að þeir ! hafa reynt að koma fé sínu í varanleg verðmæti. Síðan hefur ekki verið hægt að nota sömu pen- 1 ingana tvisvar, og skortur á rekstrarfé hefur 1 magnazt, Þessu til viðbótar skýrði Emil frá því, að árin j 1959 og 1960 héfðu komið til landsins ný fiskiskip : fyrir tæplega 690 milljónir króna. Af þessari upp liæð hafa útvegsmenn orðið að greiða strax 150— ; 200 milljónir. Þetta fé hafa þeir skrapað saman, ! þar sem lítið eða ekkert var fyrir, og þarf engan 1 að undra, þótt kassar séu tómir og skortur á * lausafé eftir slíkt átak. Ofan á allt þetta bætist aflaleysi og verðfall af- í urða. Síldveiði var mun minni en vonir stóðu til, . þótt til hennar væri kostað tugum milljóna í nýj úm veiðarfærum. Afli togaranna var til ágúst- i loka aðeins tveir þriðju þess, sem hann vár í ! fyrra, og enn minni síðan. Þar missa togarafélög 1 in þriðjung af tekjum sínum, án þess að gjöld I minnki að ráði, auk taps vegna verðfalls á lýsi I og mjöli. Af öllu þessu er augljóst, hvaða aðgerða verður : að grípa til. Það verður að bæta lánaaðstöðu út~ gerðarinnar, tryggja henni lengri lán og ódýr- ■ ari, en hún býr við. Hún fær nokkra bót í niður-, : fellingu útflutningsskattsins, þegar hann hefur j gegnt því hlutverki, sem honum var ætlað: að ■ greiða skuldir útflutningssjóðs. - Hins vegar eru ríkisstjórnin staðráðin í því, að : grípa hvorki til nýrrar gengisfellingar eða nýrra ■. niðurgreiðslna. 2 név. 1960 — Al{í,ý6.«1j:]aÓ»ð|!/. NDERSON ( Herra ritstjóri. í dag, 9. nóvember, er mjög áberandi grein í blaði yðar und- ir fyrirsögninni: ,.HENDER- 'SOn' OG GESTRISNI HANNI- BALS'1. Greinin öll er svo skætingur í minn garð út af því, að ég hafi .ekki sýnt brezkum manni, sem hér mun hafa dvalið undan- farna daga tilhlýðilega gest- risni. Um þetta þykist ég vera hafð ur fyrir ‘ rangri sök. Maðurinn var nefnilega ®kki minn gestur og heldur ekki Alþýðusam- bandsins. Er mér það nýtt, ef ég á að' telja það skyldu mína að sýna annara manna gestum gestrisni eða fyrirgreiðslu, án þess ,að þess sé óskað af gesti eða gest- gjafa. Það eina, sem ég hafði um það séð, að Peter Henderson, einn af riturum brezka flutn- ingaverkamannasambandsins, væri væntanlegur hingað til lands, var fréttaskeyti frá NTB-fréttastofunni, þar sem frá því var skýrt, að Peter Henderson færi bráðum til ís- lands til að kynnast fiskveið- um íslendinga og fiskiðnaði og til viðræðna í sambandi við fiskveiðideiluna milli Breta og íslendinga. Ennfremur var frá því skýrt í skeytinu, að Hender son vildi í þessari Islandsför kynnast afstöðu íslenzkra sjó- manna í landhelgisdeilunni af eigin raun. — Fréttaskeyti þetta birtist bæði í Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu þann 3. nóvember síðastliðinn. Með þessari frétt skýrðu bæði blöðin frá því, að þau hefðu snúið sér til Jóns Sig- urðssonar og spurt hann nánar um þessa frétt. Alþýðublaðinu sagði Jón, að Flutningaverka- manna-sambandið brezka hefði að vísu farið þess nýlega á leit við s.iómannasamtökin hér á landi (Með því mun Jón Sig- urðsson eiga við hið svo kailaða Sj ómannasamband íslands, sem í eru tvö sjómannafélög, þrjár sjómannadeildir verkalýðsfé- laga og kokkafélagið) — að þau byðu ,,Pétri þessum Hend- erson“ til íslands. (Orðalagið er Jóns og Alþýðublaðsins). En þegsari beiðni var ekki sinnt, Boð var aldrei sent, sagði Jón Sigurðsson og lét í ijós undrun sína á fréttinni. Vi'ð Morgun- blaðið lét Jón einnig í ljós undrun sína 0g bætti við, að hann mundi ekki beita sér fyr- ir slíkri heimsókn nú og teldi hana ekki æskilega á þessu strgi málsins. Er ég hafði þetta lesið bæði í Alþýðublaðinu og Morgun- blaðinu, lét mér tæpast til hug- ar koma, að - Pétur mundi að sinni sigla íslands ála — í banni páfans! Ekkert sá ég heldur í Alþýðu blaðinu eða Morgunblaðinu um komu Peter Hendersons hingað til lands, þar til í morg- un, er ég las í Alþýðublaðinu 'uni gestrisnisbrot mitt gagn- vart Mr. Henderson, sem nú væri bæði kominn og farinn.1 — Hin „óæskilega heimsókn“ hafði þá átt sér stað, þrátt fyrir allt. Þá var ekki laust við, að ég' yrði undrandi, eins og Jón. —■ Það hafði þá heldur ekki verið langrar stundar verk að kynna Bretanum afstöðu íslenzkra sjómanna í fiskveiðideilunni, enda má heita, að Sjómanna- samband íslands sé Jón Sig- urðsson og því hæg heimatök- in. Þó að ég harmi, hversu skiln I ingslaus brezk verkalýðssam- tök hafa verið á málstað ís- lands í fiskveiðideilunni, tel ég það rp-iður farið, að Mr, Hen- derson skyldi e'kki gefa Ejéi’ meira tóm til að komast í snerfc ingu við íslenzka sjómanna- stétt, að Jóni Sigurðssyni al- veg ólöstuðum. Eg er mál'kunnugur Mr, Henderson og veit ,að hann er velviljaðri íslendingum, en margir landar hans. Hann hef- ur sjálfur verið fiskimaður á íslandsmiðum og er í beinnl snertingu við hafnarverka- mennina í Hull og Grimsby. — Ef ég hefði átt þess kost, hefði mér því verið það mikil á- nægja, að greiða götu hans og Framhald á 5. síðu. R R HVÍLDARSTÓLLINN er alger nýjung á íslenzkum markaði í1?' . 1 RR HVÍLDARSTÓLL1NN er bezti hvíldarstóli ó hetmsmarkaðinum * • RR HVÍIDARSTÓUINN er stillanlegur í ótta mismunandi stöður, en auk þess mó nota hann sem venjuiegan ruggustól R R HVÍLDARSTÓLNUM fylgir óvenju þœgilegur fótaskemill sem stilla mó i mismunandi hœðum er framleiddur með einkaleyfi frá ARNESTAD BRUK, Oslo SKÚLASON & JÓNSSON, húsgagnaverzluo Laugaveg 62 Skólavörðustíg 41 Símar: 11381 - 13107

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.