Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 10
MWMWMMWWMWWWMWMW IRagnar Jónsson naut sín ekki sem skyldi í leikn um, þar sem hans var gætí allan tímann af sérstökum leikmanni tékkneskum. — Einstaka sinnum gat hann snúið á hrna tékknesku meistara og myndin er einmitt tekin í einu slíku tilfelli og auðvitaS hafn- aðr knötturinn í tékkneska markinu. Ljósm. Sv. Þormóðsson. í Islenzku meistararnir sigruðu jbd tékknesku | Þ A Ð var mikil stemning á 1 áhorfendabekkjunum að Há- j Iogalandi í fyrrakvöld, þegar íslandsmeistarar FH og tékk- nesku meistararnir T. J. Gott- waldov léku, Liðin stilltu sér upp og fyrirliðar skiptust á fé- lagsveifum og FH-ingar gáfu tékknesku liðsmönnunum fé • íagsmerki FH. Að því búnu hófcit lcikur, sem handknatt- leiksunnendur hafa beðið eft- ir með óþreyju. Gottwaldov skorar fyrst — en FH kemst í 3:1. Fyrstu mínúturnar var eins og liðin væru að þreifa fyrir sér, upphlaup á víxl og hættu- laus skot, sem markmenn beggja vörðu auðveldlega. — Eins og oft áður var það fyrír- liði Tékkanna, sem skorar fyrsta markið en Adam var ekki lengi í Paradís Pagnar hia hættulega skytta Hafnfirð- inga jafnar með góðu skoti og strax á eftir leika Tékkar kæru- Ieysislega saman, Ragnar nær boltanum og driblar með hann upp völlinn og sendir hann glæsilega í netið. Gífurlegur : íögnuðuri Enn eru FH-ingar í sókn, Örn fær knöttinn í góðu .! færi og hann hafnar í netinu Tottenham tapar ÚRSLIT Í GÆR: I. deild: Arsenal-Chelsea 1:4 Birmingh.-ManchU. 3:1 Burnley-Wolves 5:2 Card’ ff-Everton 1:1 Fulham-Leicester 4:2 Manch C.—W.est Ham 1:2 Newcastle-BLackpool 4:3 GN'ott. For.-Bolton 2:2 Preston-Aston Villa 1:1 Sheff. W.-Tottenham 2:1 . W.B.A.-Blackbum 1:2 II. deild: Brighton-Luton 1:0 Bristol R.-Plymouth 2:5 Derby-Sunderland 1:1 Ipswich-L'ncoln 3:1 Leeds- Stoke 0:1 Leyton-Hudnersf. (frestað) Liverpool-Norwich 2:1 Middlesbro-Swansea 2:1 Rotherham-Charlton 2:3 Scunthorpe-Portsmouth 5:1 Southamptcn-Sheff. U. 0:1 með snöggu og óvæntu skoti. Tékkarnir eiga nú ágæta samleikskafla, en vörn FH er sterk og Hjalti, sem er frábær í markinu, tekur það sem fer í gegn. Skyndilega fær Provaz- nik knöttinn sendir á glæsi- legan hátt á línu og þrátt fyrir góða viðleitni Hjalta, skorar Tékikinn örugglega. Hinn há- vaxni Pétur Antonsson skorar næsta mark eftir mistök í vörn Gottwaldov, en skömmu síðar er dæmt vítakast, sem Provaz- nik skorar úr. Áður hafði Hjalti varið vítakast. LAsmenn Gottwaldov virð- ast hafa fengið einhvem pata af skothæfni Ragnars, því að einn maður er látinn gæta hans hvert sem hann fer. Gregoro- vic er sá af leikmönnum Tékk- anna, sem einna fundvísastur er á glufur í vörn andstæðinga og hann sendir knöttinn í net- ið á skemmt'legan hátt — jafnt 4:4! FH nær aftur forystu. Sami hraði helzt í leiknum, Pétur Antonsson fær knöttinn sendan úr hornkasti og skorar I og rétt á eftir annað mark, mjög glæsilega gert. Hinn þekkti spjótkastari Hafnfirðinga Krist ján Stefánsson er einnig í röð beztu handknattleiksmanna þeirra, sendi knöttinn næst í netið með eldsnöggu skoti úr stöng og jnn. Sobora. sem oft á óvænt skot og Kristján skora nú á víxl, en Birgir fyrirllði þó næstsíðasta markið og þar með lauk fyrri hálfeik með sigri FH — 10:7. Tékkarnir voru betri í sí&ari hálfleik. Tékknesku meistararnir léku betur í síðarj hálfleik og á 10. mín. hálfleiksins höfðu þeir jafnað og komast eitt mark yfir, þar af skorar Gregorovic 3 mörk, en Sobora og Provaz- nik sitt hvort markið. Mark FH í þessum kafla skoraði Pétur Antonsson og hann jafnar einn- ig fyrir FH. Pétur er mjög mark sæll í kvöld, enda skotharður mjög. Þegar síðari hálfleikur er hálfnaður standa leikar enn jafnir 13:13, Gottwaldov kemst vfir, en Birgir jafnar og nú gleyma Tékkarnir að gæta Ragnars, sem skorar tvívegis. en Tékkar gefa sig ekki og So- bora sendir knöttinn þrívegis í markið af nokkuð löngu færi og 6 mín. fyrir leikslok hafa Tékkar tekið forystuna 17:16. Æsandi mínútur. Tékkar taka lífinu með ró og tefja, en FH-ingar sætta sig ekki við það og leika maður á mann með öllum þeim látum, sem því tilheyra. Tveim mín- útum fyrir leikslok er Pétur frír og þá er ekki að sökum að spyrja, 17:17. Lætin halda á- fram og á síðustu mínútu er ' Bergþór frír og skorar hið eft- irsótta sigurmark — leiknum lýkur nokkrum augnablikum sðar með sigri FH 18:17 og fagnaðarlætin voru mikil, því að illa leit út um tíma. Þetta var fyrsti Ieikur FH á keppnistímabílinu og liðið virð- ist sterkara en nokkru sinni. Þó átti það slæma kafla í síð- ari hálfleik og hinir leikglöðu Tékkar, sem nú hafa leikið 6 j leiki á sjö dögum ógnuðu sigri þeirra um tíma. Enginn vafi er samt á því að Hafnfirðingar eru langsterkastir íslenzkra liða og bessi leiku,r þeirra sýnir að landslið íslands. sem að meiri- hluta er skipað Hafnfirðingum á eft:r að standa sig með sóma á Heimsmeistarakeppninni í vetur. Lið Tékka-nna var nú allt annað en í hraðkeppninnl kvöld ið áður. Gaman verður að sjá þá leika í íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugveli í dag, en þá mæta þeir íslenzka landskðinu. Sá leikur hefst kl. 3 í dag. Karl Jóhannsson dæmdi leik- inn mjög vel. Ármann-ÍS MEISTARAMÓT Rvíkur í körfuknattleik heldur áfram að Hálogalandi annaðkvöld og hefst keppnin kl. 20,15. Háðir verða tveir leikir, ÍR (a) gegn Ármanni (b) í 2. flokki karla. Síðan leika Ármann og íþrótta- félag Stúdenta í meistara- flokki karla. Sá leikur getur orðið skemmtilegur og jafn. |,0 13. nóv. 1960 — Alþýðublaðið Samkvæmt viðtali við viku- blaðið Aktuell f Osló nýlega, er atvinnumennskan innan norsku íþróttahreyfingarinnar enn á dagskrá. Ennfremur er rætt um sameiginlega yfir- stjórn íþróttanna og skuli sér- stök óháð ríkisstofnun, f lík- ingu við NRK, hafa þá yfir- stjórn á hendi. Blaðið á viðtal um þessi mál við þrjá víðkunna íþróttamenn, þá: Knut Johannessen skauta- kong Noregs, Harald Hennum, miðherja norska landsliðsins í knattspyrnu og Rolf Kirkvaag frá skíðasambandinu. Álit Johannessens er, að það myndi skapa allt annað viðhorf og „hreinsa loftið“ ef hæfileg greiðsla kæmi fyrir þátttöku í íþróttakeppni. Áð tala um á- hugaíþróttamennsku í heimin- um í dag, er alveg út í bláinn, sagði hann. Þeir, sem iðka skautaíþróttina, bætir hann við, fóma öllum frítíma sínum og stundum vinnutíma með og jafnvel framtíð sinni, fyrir í- þróttina. Leyndárdómurinn í þessu sambandi er sú skemmt- un, sem þátttakendurnir hafa' af því að .fara á skautum. Er stundum verða menn sam- þreyttir og leiðir á þessu, ekk sízt vegna öryggisleysis um : a komuna. Listamenn fa styrk: og verðlaun. Halda menn ac það sé auðveldara fyrir list- hlaupara á skautum að:: m „toppnum“? Harald Hennum er syipaðra; skoðunar. Hann segist viljc hverfa frá þeirri „áhugamenn- sku,“ sem greiði fram fé ti þátttakenda að tjaldabaki. — Hann bættir. við: Knattspymu- mönnunum þykir vænt um í- þrótt sína og þeir, fórna henn. nærfellt öllum frístundum sín- um til æfinga og helgidögun' að sumrinu tíl kappleikja. — Þeir eiga líka iðulega í vand- ræðum, vegna árekstra milli vinnu, sinnar og íþróttarinnar í þessu sambandi, er ekki úi vegi að minna á, að það 'er léf í vasann eðá til tryggingáh af- komunni, vinsamlegt klapp í öxlina að leik loknum'. Fyrr o<; síðar, segir Hennum, og þó fyn en síðar, rekur að því að skapc verður 10—12 kjarnaklúbba : • Frair.liald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.