Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 4
AlþýSuflokksfélag HafnarijarSar heldur Félagsfund í Alþýðuhúsinu næstkomandi mánudag 14. nóv. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: 1. Kjör fulltrúa á flokksþing. 2. Bæjarmálin. Framsögumaður Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri. Félagar eru hvattir til að fjölmenna stund- víslega. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur Féla í Iðnó (uppi) þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 8,30. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á 27. þing Alþýðuflokks- ms. 2. Ræða: Jón Þorsteinsson, alþingismaður. 3. Önnur mál. Stjórnin. S»a f 8 «« o I u bor n óskast til að selja merki Blindrafélagsins í dag. Góð sölulaun. — Merkin verða afgreidd á þessum stöð- um: Grundarstíg 11, Melaskóla, Myrarhúsaskóia, Landakotsskóla. Austurbæjarskóla, Rauðarárstíg 3., Laugarnesskóla, Hrafnistu, Holtsapóteki. Vogaskóla. Réttarholti við Réttarholtsveg, ísaksskóla og Eskihlíðarskóla, I Kópavogi; í Kópavogsskóla «g Kársnesskóla, í Hafn arfirði: á rakarastofunni á Strandgötu 4. Sala hefst kl. 10. BLINDRAFÉLAGIÐ. HAFNARFJÖRÐUR Kvenféíag Afþýðuflokksins i HafnarfirÖi heldur fund n.k. fimmtudagskvöld 17. nóv. kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. Fundareí'ni: Kosnijag fulltrúa á 27. þing Alþýðufílokksins. Skemmtiatriði — kaffi. Stjórnin. Benedikt Gröndal skrifar LANGAR ykkur ekki til að heyra söguna um kaup- manninn, sem sagði smygl- urunum stríð á hendur, gerði að þeim harða hríð — og lagði þá að velli á sínu sviði? Sagan gerðist f Reykjavík í vikunni sem leið. Það er sjaldgæft nú orðið að sjá bið raðir við verzlanir. Þess vegna vakti það forvitni Al- þýðublaðsmanna, er þeir tóku eftir kvennaþvögu við eina ágæta verzlun í bænum. Þþð, sem þ'erðist, reyndist vera þetta: Um langt skeið hefur fengist allmikið af skart- gripum úr gerfiefnum ýmis konar fyrir kvenbióðina í verzlunum í Reykjavík, — Þessi vara var oft falleg að sjá. þótt ekki sé um dýr- málma eða perlur að ræða. Verð á þessum gripum var geysihátt. og sterkur grunur iá á, að meirihluti þeirra væri smyglaður. Kaupmaðurinn okkar á- kvað að kynna sér verðlag á bessum varninsi hiá fram- leiðendum í Evrónu. Árang- urinn varg, sá,„ að hann fékk nauðsynleg leyfi og yfir- færslu og keypti allmikið af nerlufestum og slíku til landsins. Ríkissióður fitnaði álitlegs; af þessari verzlur,, því giöld af slíkri vöru eru hin hæstu. enda ura munaðar vöru að ræða. Þrátt fyrir od- inber giöld reyndist endan- legt verð á vörunni miklum mun lægra, en tíðkaðist í bænum — stundum allt að tveim þriðiu lægra en á þeim skartgripum, sem grun- ur lá á, að væru smyglaðir. Það þurfti ekki einu sinni að auslýsa skartgrÍDÍna. Kauomaðurinn sýndi bá í glugga sínum um síðustu helgi. og á mánudagsmorgun var bvaga við dvrnar, Hann varð að hleýpa elskunum okk ar inn í hópum. og snemma á þriðjudag var öll sending- in uppseld. * mikið UM SMYGL. Það eru margar sögur sagðar af verzlunarmálum á íslandi, og ekki aílar eins skemmtilegar og þessi. Við höfum um langt árabil búið vig skort á gjaldeyri, sem hefur leitt til minna vöruúr- vals hér en í öðrum löndum, auk þess sem röng gengis- skráning hefur gert vörur í útlandinu óeðlilega miklu ó- dýrari en hér. Af þessu hef- ur risið upp dýrkun á er- lendum varningi, hvers kon- ar innkaupum erlendis eða smygli. íjtlendingar, sem koma til annarra landa, eru frægir fyrir peningaaustur og stórbrotna verzlunar- hæ' i. cg í Kaupmannahöfn er.li.-it á orði, að íslendingar vilji helzt gista í Daels Varehus eða öðrum verzlun- um, sam selja ódýra vöru. Það er einn höfuðtilgang- ur þeirrar nýskipunar í við- skiptamálum, sem núverandi ríkisstjóm hefur komið á, að tryggja frjálsan innflutning, ög þarmeð að hér geti verið sem mest vöruval. Síðan genginu var breytt er í stór- um vöruflokkum eins hag- kvæmt eða jafnvel hag- kvæmara að verzla heima en erlendis. S'amt virðast sumir ekki geta staðizt að kaupa úti eða kaupa smyglaða yöru — þótt verðið sé jafnvel hærra. Það þykir einhvern veginn meira spennandi. Hér á landi er gífurlega mikið smygl. Engar tölur eru tif um það, sem varla er von. Hins vegar hafa heyrzt lauslegar ágizkanir um, að ár- lega sé smyglað til landsins vörum fyrir 3—500 milljónir króna, Gallinn yið þetta frá sjónarmiði heildarinnar er sami og við skattsvikin. Hin- ir heiðarlegu, sem kaupa og nota tollafgreiddu vöruna, verða að greiða gjöldin til að bera uppi ríkisbáknið, en smyglvaran sleppur við slíkt. Heiðarlegir menn bera byrðarnar fyrir smyglarana. ÍT HVAÐAN KEMUR GJALDEYRIRINN? Það er fróðlegt að íhuga, hvaðan fólki kemur allar sá erlendi gjaldeyrir, sem þarf til þess að kaupa svo feiki- mikið smyglgóss. Þar verður fyrst að nefna þann fjölda raanna, sjómenn og flugmenn, er hafa löglegar tekjur í erlendum gjaldeyri. Allir hljóta að vera sammála um, að þetta fólk eigi að fá að flytja með sér til lands- ins hvers konar vöru til eig- in nota og sinnar fjölskyldu. Ekki er ætlazt til, að gjald- eyristekjunum sé öllum eytt í skemmtanir. Hins vegar verður að draga línu við það, að þetta fólk flytji ekki inn vörur til að selja öðrum í á- góðaskyni. Þessar löglegu tekjur eru þó ekki nema brot af upp- hæðinni. Ýmsir hafa marg- víslegar smátekjur x gjald- eyri, og tíl skamms tíma var hlegið að mönnum, sem skil- uðu þeim í banka. Svo verða stórar upphæðir eftir erlend- is í umboðslaunum og ýmis konar „afgöngum“ af við- skiptum. Þarna er sennilega bróðtirparturinn. Þá flytja ferðamenn mikinn gjaldéyri inn, sem ekki. er skilað í banka, og aðrir leigja útlend- ingum íbúðir í Reykjavík. Ef 100 íbúðir eru leigðar fyrii’ 200 dollara á mánuði, veitir það húseigendum 760.000 kr. gjaldeyristekjur á mánuði, Upplýsingar Uggja ekki fyrii’ um, hve mikið er þannig leigt, en það skyldi þó ekki hafa nálgazt slíkar tölur sem þessar? Af öllu þessu er ljóst, að miklar upphæðir fara fram hjá landsins lögum, sem fyr- irskipa hverjum borgara að skila erlendum gjaldjeyri, Einhvern vegihn fá þeir meniu fé, sem stunda það smygl í stórum stíl, er upp hefur komizt og almannarómur tel ur vera allmiklu umfangs- meira en opinbert hefur orð- ið. Aðstæður okkar eru slíkar, að seint mun reynast hugsan legt að stemma algerlega stigu fyrir smygli. Hins veg- ar er nauðsynlegt að hefja sókn gegn því og minnka eins og framast er unnt. Þetta er í'éttlætismál, af því að smygl ið hefur af rikissjóði tugi milljóna, sem síðan verður að leggja á bá vöru, sem flutt er löglega til landsins. ir betri GJALD- EYRISSKIPAN. Þegar gjaldey.rismálum var breytt snemma sumars var allmikið um þau skrifað, og stjórnarandstaðan hélt uppi mikilli gagnrýni á hið nýja kerfi. Þessi ski'if hafa gersam lega þagnað, og ber það vott um, að ekki þyki eins auðvelt að gagnrýna hina nýju skipan, eftir að hún hefur sýnt sig í framkvæmd. Sannleikurinn er sá, að mik- il skriffinnska hefur sparazt, og það er ólíkt þægilegra fyrir þá, sem þurfa til gjaldeyris- yfirvalda að leita, að geta nú fengið þau mál afgreidd á einum stað. Gjaldeyrisstaðan er tekin að batna, svo að á- rangur er einnig á því sviði, og verður þá ekki snnað sagt, en að hin nýja skipan hafi far- ið vel aístað. Gerum \dð bilaða og klósett-kassa Vafnsvelfa Reykjavíkv Símar 13134 og 35122 ^ 13. nóv. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.