Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 3
Li ^ máliö... Framhald a£ 1. síðu. sóknar. Málið hefur síðan- ver- ;ið> rannisa&að bæði hérlendis og erlendis. Rannsókn málsins hefur leitt eftirfarandi í ijós: E LUNDGAARD. Á árunum 1940-’41. er greind ur verkfræðingur dvaldist hér á landi, samdi hann bók um ís- lenzk frímerki, sem yfirprent- uð voru með “í GILDI ’02 - ’03“. Hann kveðst' hafa fengið sem. greiðslu fyrir verk þetta hjá þáverandi póst- -og síma- málatsjóra, Guðmundi Hlíðdal. eina örk, þ. e. 100 stykki, af hyerri tegund svonefndra ,,Bernar Nytryk“ merkja, sam- tals 22 arkir. Merkj þessi voru endurprentun á uppseldum frí merkjategundum, sem dönsk'u pósfstíjórniþini 'hafði láðst að senda sýnishorn af til alþjóða- póstsambandsins í Bern, en þangað ber að senda 400 stykki af hverri tegund frímerkja, sem út eru gefin af aðildarríkjum sambandsins. Merki þessi eru því ekki frímerki í venjuleg- um skilningi, þar eð endurprent un þeirra fór fram eftir lok gildistíma frímerkjanna Fyrrverandi póst- og síma- málastjóri Guðmundur Hlíðdal, svo og þáverandi póstritari. Eg- ill Sandholt Hallgrímsson, minn ast þess að Lundgaard fékk greind merki til athugunar. — Guðmundur Hlíðdal kveðst ekki geta myndað sér ákveðna skoðun um, hvort merkin hafi verið afhent Lundgaard aðeins til atuhgunar og rannsóknar eða þá til fullrar eignar sem endur- gjald fyrir rannsóknir hans, og Egill Sandholt kveður sér vera ókunnugt um með hverjum skil málum Lundgaard voru afhent mérkin, nema hvað hann hafi ekki átt að greiða andvirði þeirra. Guðmundur Hlíðdal tel- ur sig þó vera ábyrgan fyrir ákvörðún þeirri, sem tekin.var í þessu efni. Stuldur SKELLINÖÐRUNNI R-147 var stolið í fyrradag frá Laufás vegi 15. Tegundin er Diesella, liturrnn rauður. Hún var ólæst. Aðfaranótt síðastliðins sunnu dags var skellinöðrunni R-478 stolið. Hjólið er af tegundinni Victoria. Það er tvílitt, ljós- blátt og dökkblátt. Það er af gerðinni 1960. Geti einhverjir gefið upp- lýsingar um íyrrgreind hjól, eru þeir vinsamlega beðnir um að gera rannsóknarlögreglunni aðvart Lundgaard seldi allt sjtt safn íslenzkra frímerkja á þessu ári þar á meðal greindar arkir — „Berner Nytryk" merkja. „Bernar nytryk“ merkin hafa verið í erlendum frímerkja verðskrám í áratugi og verð- lögð þar t. d. í franskri verð- skrá árið 1931 á 5-6 franka stykkið og í dönskum verð- skrám á árunum 1948-1960 á um, 10 kr. danskar stykkið. Þá eru merkin verðlögð í bókum Sigurðar Hólm Þorsteinssonar: „íslenzk frímerki“ fyrir árið 1960 og árið 1961 á 50 kr. stykk ið. I s.ænsku frímerkjaverð- skránni . Facit fyrir árið 1959 og 1960 eru sum merkin verð- lögð á 8 og 15 kr. sænskar, en örinur óverðlögð. í sömu verð- skrá fyrir árið 1961, sem er ný- komin út, eru sum merkin hins vegar verðlögð á 25 en önnur á 100 kr sænskar stykkið. — Hníga rök að því að kaupandi merkjanna af Lundgaard eða seinni eigandi þeirra, hafi haft áhrif á seinustu verðskráningu merkjanna í hinni sænsku skrá. Þá hefur rannsókn málsins leitt í liós að Lundgaard fékk árið 1941 frá þáverandi póst- og símamálastjóra, Guðmundi Hlíð dal, sem umbun fyrir frímerkja rannsókn sína svö stvkki af hverri tegund skildingafrí- merkja, samtals 14 merki. F, ÖSTERGAARD: Ennfremur hefur komið fram í rannsókn málsins, að haustið 1953 fékk danski verkfræðmg- urinn F. Östergaard 4 stykki af hverri tegund áður greindra „Berner nytryk“ merkja, en hann hafði sýrit mikinn áhuga á sögu íslenzkra frímerkja og íslenzkum póstmálefnum og meðal annars ritað greinar í dönsk blöð og haldið fyrirléstra um þau efni. Samkvæmt framansögðu hef ur afhending nefndra merkja til fyrgreindra tveggja verk- fræðinga átt sér stað vegna rannsókna þeirra á íslenzkum frímerkjum og fræðistarfa — Voru merkin á þeim tíma ekki verðmikil, og rannsókn máls- ins leiðir í ljós, að þeir hafa ekki tekið þau ófrjálsri hendi. Vegna þessa svo og þar sem mjög langt er síðan afhending merkjanna fór fram cg að þá- verandi póst- og símamálastiórí Guðmundur Hlíðdal, hefur þeg- ar látið af störfum, auk þess sem engin ástæða er til að ætla, að hann eða aðrir starfsmenn póst- og símamálastjórnar hafi haft nokkum fjárhagslegan á- vinning af afhendingu merkj- anna, þykir ekki vera ástæða til að fyrirskpa frekari aðgerðir í máli þessu. í dóms-. og kirkjumálaráðu- neytinu, 12. nóvember 1960“. Kennedy og fiskurinn JOHN F. KENNEDY, hinn nýkjörni forseti Bandaríkj- anna, er búsettur í ríkinu Massarchusetts og hefur verið þrngmaður fyrir það frá styrj- aldarlokum. í þessu ríki eru miklar fiskveiðar, og skjald- armerki ríkisins er „hinn heil- agi þorskur“. Undanfarrn ár hafa útgerð- armenn og sjómenn í Massa- chusetts krafizt, að settur yrði verndartollur á innfluttan fisk til að hjálpa bandarískum fiskiðnaði, sem hefur átt í vök að verjast. Komst mál þetta svo langt, að Eisenhovver for- seti varð að berta neitunar- valdi sínu til að hindra svo háan verndartoll, að innflutn- ingur á fiskflökum minnkaði stórlega. Var haldið fram í blöðum, að forsetrnn hefði tekið þessa stefnu með tilliti til annarra ríkja, sem byggja mikið á fisksöiu til Bandaríkj- anna, sérstaklega þó íslands. Nú velta menn því fyrir sér hér á landi, hvort stefna Kennedys muni verða hin sama í þessu máli með tilliti til þeirra tengsla, sem hann hefur við fiskveiðihéraðið Massachusetts. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um afstöðu hans, en vissulega mundi það hafa mikla þýðingu fyrir utanríkisviðskipti ís- lendinga, ef hún reyndist önn- ur en stefna Eisenhowers. — Þess má geta, að sem öldunga- deildarþingmaður greiddi Kennedy stundum atkvæði gegn kjördæmi sínu, þegar honuni sýndist svo. KOMMÚNISTAR í miðstjórn ASÍ ákváðu á fundi, er haldinn var í miðstjórn sl. föstudag að leggja til við ASÍ þing að synja inntökubeiðni Landssam bands ísl. verzlunarmanna. — Var tillaga þess efnis samþykkt með 5 atkv. gegn 4. Einu viðbárur kommúnista nú voru þær, að inntaka verzl- unarmanna nú samrýmdist ekki væntanlegum skipulags- breytingum ASI. Málinu hafði áður verið vísað til umsagnar milliþinganefndar ASÍ og klofnaði nefndin í tvo jafna hluta í afstöðunni til málsins, 3:3. Óskar Hallgrímsson, Eggert Danir Framhald at 1. síðu. Flokksskiptingin í danska þinginu er þannig. Jafnaðarmenn 70 sæti Radikalir 14 — Réttarsamband 9 — Vinstri menn 46 — íhaldsmenn 30 — G. Þorsteinsson og Jón S'igurðs son vildu mæla með inntöku LÍV en Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson og Tryggvi Helgason mæltu gegn því. — Það er táknrænt fyrir afstöðu kommúnista í málinu, að fyrst töldu þeir, að samtökin „misstu andlitið" ef stór hópur verzlun- arfólks yrði tekinn inn í ASÍ, en nú er viðbáran skipulags- máli. Hvort tveggja er jafnfrá- leitt. Verzlunarfólk, sem er einn lægst launaði hópur laun- þega, hefur ríkari þörf fyrir að vera í ASÍ heldur en mörg fé- lög, sem þar eru nú. Pólitískt ofbeldi kommúnista í þessu máli kann að hafa alvar- kjósa Kommúnistar 5 — Sósíalistar 1 — Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Gallups í Danmörku kom í ljós, að 70 prósent þjóð- arinnar eru ánægð með núver- andi stjórn 0g æskja ekki breyt inga. legri afleiðingar fyrir samtökin í heild. Þing Alþýðusambandsins hefst á þriðjudaginn kl. 3,30 í KR-heimilinu við Kaplaskjóls- veg. Haukur Helga- son hlaut styrkinn EGILL 'Vilhjálmsson h. f. veitti á síðastliðnum vetri í til- efni af 30 ára afmæli félagsins, námsstyrk að upphæð sjötíu þúsund krónur, sem skyldi var- ið til þess að styrkja stúdent í viðskiptafræðum við Háskóla íslands til að ljúka kandídats- prófi hér og til þriggja ára framhaldsnáms erlendis. Námsstyrkur þessi hefur ver- ið veittur Hauki Helgasyni, sem lauk kandídatsprófi í við- skiptafræðum við Háskóla ís- lands síðastliðið vor og mun leggja stund á framhaldsnám í hagfræði í Þýzkalandi. Alþýðublaðið — 13. nóv. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.