Alþýðublaðið - 22.11.1960, Side 1
41. árg. — Þriðjudagur 22. nóvember 1960 — 266. tbl.
27. þing AT)þýðuflokksins
verður sett í Iðnó í dag kl. 4
e. h. Emil Jónsson, formaður
Alþýðuflokksins setur þingið.
Nú er t>að
jazzlnn!
f DAG birtum við þriðja og
síðasta hlutá fyrsta plötu-
lista Illjómplötuklúbbs Al-
þýðublaðsins: Jazz og dægur-
lögin. Upphaf og miðhluta
listans finnið þið í föstudags-
og laugardagsblaði.
Þar með getið þið farið að
ákveða, hvaða plötur þið ætl-
ið að velia í fyrstu lotu. Eins
og við höfum skýrt frá áður,
ætlum við að reyna ef mögu-
legt er, að koma frá okkur
fyrstu plötunum fyrir jólin.
En til þess að svo geti
orðið, Jiafrf pöntunarlisti
meðlima að vera kominn í
okkar hendur í síðasta lagi
kl. 6 5. desember.
Merkið bréfið: Hljóm-
plötu’.'lúbbur Alþýðublaðsins.
Ef. vera kýnrii (sem reyndar
er næsta ólíklegt), að þú hefð-
ir ekki enn haft greinilegar
fréttir af Hljómplötuklúbb Al-
þýðublaðsins, þá þarftu að vita
eftirfarandi;
1. Meðlimir borga 50 króna
árgjald.
2. Þeir fá hljómplötur EFTIR
EIGIN VALI á kostnaðar-
: verði.
3. ' Það þýðir, að. þriðia hver
plata er hrein uppbót mið-
að við búðarverð.
4. ‘ Hljómplötuklúbbur Al-
þýðublaðsins er þjónusta
við lesendur,- ekki gróðafyr
irtæki. Blaðið leggur ekki
' eyri á hljomplöturnar.
Búizt er við, að þingið muni
sækja um 100 fulltrúar.
Reiknað er með að þingið
standi f 3—4 daga.
MÖRG MÁL.
Fyrir þinginu liggja mörg
merk mál. M. a. verður rætt
um endurskoðun á stefnuskrá
Alþýðuflokksins. Hefur verið
unnið að endurskoðun á
stefnuskrá Alþýðuflokksins og
verða drög að nýrri stefnuskrá
lögð fyrir þingið. Ekki mun
þó ætlunin að afgreiða það
mál endanlega á þessu þingi.
MOSKVA, 21. nóv. (NTB). Að-
stoðarflugmálafulltrúa við
sendiráð Bandaríkjanna í Mosk
vu var í dag vísað úr landi og
gefið að sök að hafa stundað
njósnir, Maður þessi heitir Mac
Donald og er hann um þessar
mundir á ferð um Karkov-hér-
að. Segir Sovétstjórnin, að Mac
Donald hafi verið staðinn að
því að ljósmynda hernaðar-
bækistöðvar í Úralfjölum.
Frá 1. maí er U-2 vélin var
skotin niður, hafa Rússar stöð-
úgt verið að-vísa bandarískum
sendiráðsstarfsmönnum, ferða-
mönnum og stúdentum úr landi
vegna njósna Virðist skipulega
unnið að því, að skapa njósna-
óíta meðal rússnesks almcnn-
ings. _____________
Hjörfur Hjálm-
arsson tekur
sæti á alþingi
HJÖRTUR Hjálmarsson
skólastjóri á Flateyri, tók sæti
á alþingi í gær sem varamaður
Birgis Finnssonar, sem farinn
er til útlanda í opinberum er-
indum. Kjörbréf Hjartar var
samþykkt í Sameinuðu þingi í
gær og undirritaði hann síðan
eiðstaf að stjórnarskránni, þar
sem hann hefur ekki setið á
alþingi fyrr.
Á síðasta flokksþingi Sósíalistaflokks ins var gerð samþykkt um „lærdóm-
ana af vinstri stjóminni“. Þessi samþykkt hefur aldrei verið birt opinber-
lega vegnakröfu Lúðvíks Jósefssonar um að henni yrði haldið leyndri.
Alþýðublaðið mun á morgun birta þessa földu samþykkt í heild, og mun
hún sýna almenningi ýmsar athyglis verðar hliðar á kommúnistum.
ÍU RÚBLUR VERÐA
IN - GENGISFALL
Sovétríkin hafa lækkað hjá
sér gengið um 55%. í opin-
berri tilkynningu segir, að
gullgildi rúblunnar skuli vera
0.987412 grömm úr skíru
gulli fyrir hverjar tíu rúblur.
Það var áður 0.222168 gull-
grönun. Jafnframt er ákveðið,
að frá 1. janúar næstkomandi
skuli lögleidd ný mynteining
— „þung“ rúbla — sem jafn-
gilda skal tíu „gömlum“ rúbl-
um.
í fyrstu tilkynningu um
rússneska gengisbreytingu
leit í fljótu bragði út sem
þeir væru að hækka gengi
rúblunnar. En með því að
breyta mynteiningunni, þann
ig að tíu rúblur samsvari
einni, snýst þetta við og í ljós
kemur, að um stórfellda
gengisskerðingu er að ræða.
Þetta þýðir það, að gull-
innihald hverrar „gamallar11
rúblu lækkar. úr 0.222168
grömmum í 0.0987412. Þessi
lækkun gildir ekki aðeins gagn
vart gulli, heldur einnig gagn-
vart dollar og öllum öðrum
gjaldeyri, þ.á.m. íslenzku krón-
unni.
Þessi gengislækkun rúbl-
unnar nemur 55%. Til saman-
burðar má geta þess, að gengis
lækkun íslenzku krónunnar í
febrúar sl. nam 34%, miðað
við almenna gengið, sem var
á Bandaríkjadollar í innflutn-
ingi.
Þar eð samhliða þessari
gengislækkun rúblunnar gagn
vart gulli, dollar og öllum er-
lendum gjaldeyri er gerð breyt
ing á mynteiningunni, þannig
að 10 „gamlar“ rúblur verða
að einni „nýrri“, er talað um
þessa breytingu í fréttum frá
Sovétríkjunum sem gengis-
hækkun rúblunnar. Ef hið
sama hefði verið gert hér í
febrúar, hefði hér verið lög-
leidd „ný“ króna, sem jafn-
gilti 10 „gömlum11 krónum,
allir látnir skipta á 10 gömlum
krónum og einni „nýrri“ og
öllu verðlagi og kaupgjaldi
breytt í samræmi við það.
Gengi dollars væri þá 3,80
kr. nú, en ekki 38 kr., en allt
kaupgjald og verðlag sömu-
leiðis aðeins 1/10 af því, sem
nú er.
Það, sem stjórn Sovétríkj-
anna er nú að gera, er annars
vegar að lækka gengið, eins og
íslendingar gerðu í vetur, en
aðeins miklu meira, og hins
vegar að breyta mynteiningu
sinni, eins og Frakkar gerðu
um síðastliðin áramót, þannig
að 10 gamlar einingar jafngildi
einni nýrri.