Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 16
 ■ 41. árg. — Laugardagur 3. desember 1960 — 276. tbl. Reglur um steinbítinn „ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórninni að at* huga, hvort ekki sé þörf á að setja reglur um veiði og verkun á steinbít, sem aetlaður er til útflutn- ings“. Á þessa leið hljóðar þings- éljktunartillaga um veiði og verkun steinbíts, sem útbýtt var á alþingi í gær. Fiutnings- maður er Hjörtur Hjálmarsson. Tillögunni fylgdi eftirfarandi igreinargerð: „Síðari hluta vetrar er stein bítur meginafii báta, sem veið- ar s.tunda út af Vestfjörð.um. Hann gengur þá á grunnmið, og IWVMtmMMttMMMMUMVM* * Margir gleymdust SÖGUR voru á kreiki um það í gær, að margir teljarana við manntalið hefðu skorizt úr leik í fyrradag og af þeim sök- fjölmargar fjöl- skyldur aldrei verið tald- ar. Einnig frétti blaðið, að stór blokk við Sólheima með um 350 nianns hefði gleymzt í talningunni. Er blaðið leitaði upplýs inga bjá yfirstjórn taln- ingarinnar vildu forráða- mennirnir þar lítið segja við þessu og sögðu, að talningin hefði yfirleitt gengið vel. Að vísu féllu margir teljarar úr skaft- inu en skólafólk var til- búið til þess að hlaupa í skarðið og mu það hafa staðið sig vel. er aflamagnið oft mjög mikið, en verð á honum fremur lágt, og mundi því til verulegra hags bóta fyrir útgerð á þessu svæði ef hægt væri að gera hann að verðmætri vöru. I Fyrst þegar farið var að reyna útflutning á hraðfrystum • steinbít' var til þess valinn | steinbítur af Vestfjarðasvæð- inu, enda mun almennt viður- kennt, að þar sé fisktegund þessi bezt, en enginn fiskur mun jafn misjafn og steinbít- urinn að gæðum j Við verkun þess fisks, sem til raun var gerð, var mjög til alls vandað og eingöngu tekinn góð- ur fiskur og gallalaus. Þetta bar þann árangur, að steinbítur varð eftirsótt vara á Ameríku- markaði, og mun jafnvel hafa verið svo, að naumast var hægt að selja þorskflök, nema stein- bítur væri boðinn með. Þá var það, að farið var að veiða og verka steinbít í mjög stórum stíl, og steinbítur veidd- ur af togurum var tekinn til vinnslu framan af vetri og um miðjan vetur, en þá er hann að þeirra dómi, sem þekkja hann sem matarfisk, nær óætur. þvi að hann fer fyrst að fitna, er hann gengur á grunnmið. Einr,- ig var þá allt hirt og ekki gkeytt um úrval. Afleiðingar þessa urðu eðlilega þsér, að eftirspurn eftir þessari vöru á erlendum mörkuðum féll og verðið jafnframt. Nú virðist ekki óeðlilegt að á- lykta, að takast mætti að vinna upp mai'kað á þessari vöru á ný, ef vel væri unnið. En þá þyrfti það að vera á vegum þeirra ,sem bezt þekkja til, og virtist jafnvel ekki óeðlilegt, nð Vestfjarðasteinbítur fengi sér- stakt vörumerki, ef útvegsmenn og frystihúsaeigendur þar vildu gera tilraun á ný að framleiða úr honum úrvalsvöru“. VETUR TVÆR veðurmyndir úr Reykjavík í gærdag. Á þeirri efri baksar fóikið upp Hverfisgötuna; við „skutum“ það út um glugga Alþýðublaðsins. Neðri myndin er út miðj- um miðbæ, þar sem hragl- andinn segir trl sín á mannfólkinu. Unglingamet Á INNANFÉLAGSMÓTI ÍR í gærkvöldi setti Jón P. Ólafs son unglingamet í hástökki, 1,94 m. Hann átti sjálfur garnla metið — 1,90 m. Jón reyndi næst við 2 metra og átti eina góða tilraun. Ríkið hyggst kaupa fjall LIKLEGT er talið, að ríkið kaupi fjall nokkurt á næstunni. Hafa íslenzk- ir jarðfræðingar lengi haft áhuga á því, að fjall ið Grábrók í Borgarfirði yrði friðað en til þess að slíkt megi verða, þarf rík ið að kaupa fellið. Grábrók er eini gígurinn í þjóðbraut og yrði það mikill sjónarsviptir ef fellið hyrfi, en nokkuð hefur verið tekið úr því í ofaníburði. Hefur náttúruverndarráð beitt sér fyrir því undanfarið, að fjallið yrði friðað og standa nú góðar vonir til þess að fjár- veitingarnefnd taki í tillögur sínar fjárveitingu til kaupa é fjallinu. Ekkert hefur verið tekið úr Grábrók í eitt ár. j Hljómplötuklúbbur Alþýðublaðsins Á MÁNUDAG verður síðasta tækifærið að gera pantanir á liljómplötum hjá Hljómplötu- klúbbi Alþýðublaðsins á þeim plötum sem eiga að vera konrn- lirngað til lands fyrir jól. — í dag, laugardag, verður af- greiðslan opin til kl. 6. Áhugi hefur verið mikill á klúbbnum og margir pantað, flestir sí- gild verk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.