Alþýðublaðið - 27.01.1961, Page 3

Alþýðublaðið - 27.01.1961, Page 3
Puerto Rico, 26. janúar., (NTB-Reuter). PORTÚGALSKA stórskipið „Santa Maria“ heldur nú út á Atlantshaf og er það ákveðin ætlan manna að isiglt verði til portúgölsku nýlendunnar Ang- ola á vesturströnd Afríku. í Lissabon er tilkynnt að landsstjórinn í Angola, dr. Al- varo Silva. hafi lýst yfir að all- ar nauðsynlegar öryggis- og varnarráðstafanir hafi verið gerðar til að taka á móti skip- inu og uppreisnarmönnunum sjötíu um borð í því. ,,Við ótt- umst ekki Galvaos og menn hans, sem hafa leiðst út í þessa vitleysu“, sagði hann. Öll brezk skip á fyrirhugaðri siglingaleið S'anta Maria eiga að fylgjast með því. Flotastjórn in bandaríska hefur raðað her- skipum, olíuskipum o. fl. á fyr- irhugaða siglingaleið Istórskips ins, jafnframt því, sem flug- vélar, tundurpillar og kjarna- kafbáturinn Sæúlfur eiga að 70 ára fylgjast náið með því nótt og dag. Ekki mega áhafnir skip- anna þó fara um borð í það. Bandarísk flugvél fékk í dag loftskeytasamband við Santa Maria, en hún hafði verið send til skipsins. Talaði flugstjórinn við Galvao höfuðsmann. Skip- stjórinn kveðst ætla af samtali sínu við Galvao að hann vilji gjarna setja farþegana um borð í annað skip úti á rúmsjó. Flug vélin fylgdist í hálfan þriðja tíma með skipinu, tók myndir af því og fylgdist með lífinu um borð. Engir vopnaðir menn virtust á ferli. Galvao átti einn ig í dag tal við fréttastofu Reut- ers. Lýsi hann þar enn yfir því, að hann og hans menn væru föðurlandsvinir en ekki sjóræn ingjar. Hann kvað skipið nú hluta af port^gal^kri jörð oð þeir hyggðust ekki linna látum fyrr en lýðræði ríkti í Portúgal. — Galvao kvaðst gjarnan vilja setja farþegana í land á örugg- an stað en sambýlið væri hið bezta um borð og einlægni ríkti í öllum samskiptum. í DAG er Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur 70 ára. í tilefni þess verð- ur árshátíð félagsins hald- rn í Lidó annað kvöld og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7. Þá mun fé lagið gefa út afmælisrit. Ekki er rúm trl að drepa á sögu félagsins að sinni, það verður að bíða betri tíma. Meðfylgjandi mynd er af stjórn V. R. fyrir ár - ið 1960—1961 (talið _ frá vinstri); Fremri röð: Óskar Sæmundsson, Gunnlaugur J. Briem, varaformaður, Guðmundur H. Garðars- son, formaður, Ottó J. ÓI- afsson, gjaldkeri, Eyjólf- ur Guðmundsson, ritari. Aftari röð Björn Þórlialls- son Hannes Þ. Sigurðsson Gísli Gíslason, Magnús L. Svcinsson, framkvæmda- stjóri, Einar Ingimundar- son, Kristján Arngríms son. Alþýðublaðið óskar V. R. til hamingju með af- mælið. avuvuutHwmmumvmH 18 ÁRA PILT- UR LÆR- BROTNAR ÁREKSTUR varð á Miklu- braut um klukkan 5 í gærdag. Fólksbifreið ók aftan undir vörubifreið, með þeim afleiðing um, að 18 ára piltur í fólksbif- reiðinni lærbrotnaði. Tildrög slyssins eru þau, að fólksbifreiðinni var ekið austur Miklubraut. Á móts við gömlu Shellbenzínstöðina stóð vöru- bifreið kyrr á veginum og lenti fólksbifreiðin aftan á henni. I Við áreksturinn slasaðist 18 ára piltur, Hallgrímur Péturs- son, til heimilis að Steinagerði 8. Hann mun hafa lærbrotnað. Hann var fluttur á Landsspít- alann. SLYS Á AKUREYRI UM KLUKKAN 4 í gær varð bifreiðaslys hér í bæ. 4ra ára gamall drengur hljóp fyrir jeppabifreið í Glerártiverfi, og slasaðist mikið. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús, en ekki er vitað hvort meiðsli hans eru lífshættuleg. MJÖG djúp og kröpp lægð, er nálgaðist ísland suðvestan af hafi olli miklu hvassviðri víða um land í gærdag. Síðdeg- rs hafði lægðin breytt um stefnu til vinstri og færðist beint í norður og virtist veðr- ið vera að lægja. Kl. 2 í gærdag var hvassast á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 13 vfndstig. Innanlandsflug féll alveg nið- ur af þessum sökum í gær, nema hvað ein flugvél frá Flug- félagi íslands fór til Akureyr- ar í gærmorgun og var þar síð- an um kyrrt. Flugvél, sem væntanleg var frá Kaupmanna höfn um Glasgow, hélt kyrru fyrir í Glasgov, er þangað var komið, og er ekki væntanleg fyrr en í dag, ef veður leyfir. Um 2-leytið í gær var hvass- ast á Stórhöfða, eins og að fram an segir, en einnig var veður- hæðin 10—13 vindstig undir Eyjafjöllum um það leyti. 'Víða um land var 6—8 vindstiga rok. Rigning var um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt fyr ir orðan og við Breiðafjörð. — Alls staðar var þíðviðri og hiti yfirleitt 4—6 stig á lág- lendi. Sem dæmi um hvassviðrið úti á hafi skullu 15 m. háar bylgjur á veðurskipinu I (Ind- ia) í gær, þar sem það var 4—• 500 km. suður af Dyrhólaey. Vindur var enn að aukast síð- degis í gær, en erfitt að spá, hvort fárviðri mundi ganga yfir vegna framangreindrar lægðar. Heimkvaðning SÞ-hers ræðist í öryggisráði New York, Leopoldville, 26. jan. (NTB-Reuter). DAG HAMMARSKJÖLD, lað alritari SÞ hefur lýst yfir því, að ákvarðanir ríkisstjórna Marokko, Indónesíu og Samein aða Arabalýðveldísins væru svo alvarlegar að óhjákvæmi- legt væri að leggja það mál fyr- ir Öryggisráðið. Hann kvað ákvarðanir þess- ara ríkja vera alvarlegar vegna þess, að afleiðingar þeirra gætu haft mjög afdrifaríkar afleið- ingar í störfum SÞ í Kongó. í isímskeytum, er hann sendi ofangreindum ríkjum í gær, segir hann m. a., að er svo mik- ill liðsafli SÞ hverfi frá Kongó geti það orðið ómöguegt fyrir SÞ-herinn sem eftir er að fram I kvæma það, sem lionum ber og því geti farið svo að leysa verði hann upp, en þar með isé mik- ilvægasti hluti starfs SÞ í Kon- gó á enda. 'Hammarskjöld kvað ríkis- stjórnir þessara ríkja bera alla ábyrgð af þessum gjörðum sín- um, og skyldu þær, gera sér grein fyrir því. Hann minnti einnig á aðvör- un sína frá því í desember, þar sem hann telur „borgarastyrj- öld, ættflokkabardaga og full- komna upplausn hinnar kong- ósku þjóðar“ nær óumflýjan- lega ef SÞ-herinn hverf þaðan. Aðalstöðvar SÞ í Leopold- ville segja, að SÞ muni thjálpa til við brottflutning franskra og belgískra borgara frá Kivu- og Orientale-héruðunum. Talsmaður SÞ í Leopoldville hefur sagt, . að herflutningar SÞ-liðs Sameinaða Arabalýð- veldisins (500 manns) muni hefjast eftir nokkra daga. Ekki vildi hann segja neitt um á- kvarðanirnar um heimkvaðn- ingu Marokko-hersins (3000 manns) og Indónesíumanna (1100 manns). r — 27. jan. 1961 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.