Alþýðublaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 10
strákar ger- ið þetta ekki... ÞAÐ var mikið skrifað um verkfallshótun enskra at- vinnuknattspyrnumannaó dögunum, en myndin, sem við birtum hér er úr ensku blaði. Á hún að sýna skelf- ingu enskra eiginmanna út af þessu máli. Textinn með myndinni var svo- hljóðandi: , , . blessaðir strákar gerið þetta ekki. — Hugs- ið ykkur hina d’apurlegu laugardaga, sem váð ætt- um framundan, uppþvTott- ur, aka út með börnin, heimsóknir til tengda- fólks o. s. frv. Heimsmet í öllum stökkunum í FYRSTA sinn í sögunni er islendingur fremstur allra Norðurlandabúa á heimsafreka skrá í íþróttum — það frá- baera afrek vann Vilhjálmiur Einarsson, er hann stökk 16,70 m í þrístökki á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum sl. |i John Kennedy j! jl leikvangur ;! Hinn frægi Santryleik- J! ! | vangur í Dublin, þar, sem i; ;! Herb Ellrott setti heims- J! !! met sitt í miluhlaupi — !! ;! 3:54,5 mín. var nýlega gef j J J! ið nýtt nafn með leyfi J! j j Bandaríkjaforseta, hann-' j ; [ heitir nú: „John Ken- j! !! nedy-leikvangur“. j! tMMMMMMMMWMMMMMM sumar. Hann er annar á skránni, næstur á eftir hinum óviðjafnanlega Joszef Schmidt, Póllandi, sem' fyrstur allra þrístökkvara náði 17 metra markinu — hann stökk 17,03 á meistaramóti PóIIands, tveim dögum áður en Vilhjálmur vann sitt afrek. ■fc HEIMSMET VORU SETT í ÖLLUM STÖKK- GREINUNUM Það er sömu sögu að segja um stökkin og aðrar greinar frjálsíþrótta sl. ár, afrekin voru stórkostleg. Sennilega hafa þau þó verið jafnbezt í stökkunum, t. d. voru sett heimsmet í þeim öllum og ekki af lakari endanum: 2,22 m í hástökki, 8,21 í lang- stökki, 4,80 í stangarstökki, en þrístökkið er 17,03 m eins og ’ið höfum áður minnzt á. — ,Breidd“ er einnig frábær, það eru tveir með betra en 2,20 í hástökki, en hvorugur þeirra sigraði þó í Róm. Það gerði sá, sem á þriðja bezta árangurinn, Sjavlakadze. Ann- ars er Brumel sennilega bezti Rússinn, aðeins 19 ára gamall. Hann er ótrúlega fjaðurmagn aður, hæð hans er aðeins 1,85 m og hann stekkur því 35 sm hærra en eigin hæð.Margir álíta að hann verði skeinuhættur meti Thomas á þessu ári. Ann ars fá þeir Bnumel og Thomas að reyna sig á innanhússmót- um í USA næstu vikur. Joe Faust er annað mesta há- stökkvaraefni þeirra Banda- ríkjamanna, en heyrzt hefur að hann sé hættur iðkun í- þrótta. Don Bragg hefur verið einn bezti stangarstökkvari Banda- ríkjanna undanfarin ár, en hefur venjulega skort þennan litla herzlumun ti'l að sigra á stórmótum, þó að hann hafi viðurnefnið „Tarzan“. Á úr- tökumóti USA fyrir OL í sum ar tókst það loksins og það munaði ekki um það — Bragg setti glæsilegt heimsmet. Bandaríkjamenn eiga sand af frábærum stangarstökkvurum, cn sá efnilegasti er J. D. Mar- tin. Fyrrverandi heim'smet- hafi, Bob Gutowski lézt í bíl- slysi sl. sumar. Rússinu Kras- ovskis setti Evrópumet í sum- ar, stökk 4,655 m. Honum gekk frekar illa í Róm. Kunn- ingi okkar Preussger náði 4,65 í sumar, þýzkt met. LOKSINS FÉLL MET OWENS! Síðasta heimsmet eins mesta iþróttamanns sögunnar, Jesse Owens, féll í sumar, er Ralph Boston stökk 8,21 m á úrtöku móti USA. Boston hefur tekið skjótum framförum undanfar- in tvö ár og enginn eða lítill vafj er á Þv», að hann á eftir að bæta þennan árangur sinn töluvert. Annars eru fleiri frá- bærir langstökkvarar rétt á eftir. svo sem Roberson,Ovan- esian, Herman, Steinbach og fleiri. Framh. á 14. siðu. 10 þás. doliarar New York, 26. jan. (NTB-AFP). * HLAUPARINN Mike Ag- ostini skrifar æsigrein í banda- ríska íþróttablaðið „Sport Illu- strated", þar sem hann heldur því fram, að hluti af áhuga- mönnum í frjáfeíþróttum í Evr- ópu græði ca„ 10 þús. dollara á ári á þátttöku í mótum! Fram- kvæmdanefndir móta í Evróptt bjóða íþróttamönnum miklar greiðslur. Agostini segir, að hann viti til bess, að olympíusigurvegari í millivegalengdum hafi fengið 1 dollar á jard. Skandínavar bjóða mept fyrir millivegalengd arhlaupara. Mér voru einu sinni boðnir 400 dollarar fyrir að keppa á móti í London, sagði Agostini. Khjonen beztur Zúrich, 26. jan. NTB—AFP. Keppni stökkvikunnar í Un- terwasser hélt áfram og þetta var þriðja umferð. Finninn Eino Kirjonen sigraði nú eins og í fyrstu umferð, hlaut 227,0 stig (69 og 69,5 m.) Annar vrar Jugoslafinn Marjan Pecar, 226,5 stig (68 og 71 m) og þriðji Norðmaðurinn Guttorm Hel- dal, og Finninn Immonen. — Eftir þessar þrjár umferðir er Kirjonen með flest stig, 674,4 stig, Immonen, 669,0 st. og þriðji Svíinn Holger Karlsson 642.1 stig. Fundur frjáls- íþróttamanna ★ Á SUNNUDAGINN gengst stjórn Frjálsíþrótta sambands ísl'ands fyrir fundi frjálsíþróttamanna og kvenna í Framsóknar- húsinu uppi og hefst hann kl. 2,30.. Á fundi þessum verða afhent verðlaun fyr- . ir Meistaramót tslands s. 1. sumar, þ. e. Meistaramót karla og kvenna og svo unglinga, drengja og sveinameistaramótin. Sýnd verður kvikmynd frá landskeppninni 1950 gegn Dönum í Reykjavík og frá þriggja landakeppn inni í OÍiIo 1951, er íslend- ingar sigruðu Dani og Norðmenn. Einnig mun Benedikt Jakobsson, flytja erindi og skýrt frá þyí helzta, sem framundan er ,á næsta kcppnistíma- bi-li. Að lokum verður kaffidrykkja. (10 27- Ían- 1961 — Alþýðublaðið j mm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.