Alþýðublaðið - 27.01.1961, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1961, Síða 4
ERLEND TIÐINDI Ótfi Pasfernaks eftir Gubna Guðmundsson Ljótur atburður gerðist austur í Sovétríkjunum fyrir skemmstu. Frú Olga Ivin- skaya, vinur og samstarfs- maður hins látna skálds Boris Pastemaks, og dóttir Irina hafa verið dæmdar í fangelsi. Moskvuútvarpið kvað þær hafa játað að hafa stungið í sinn vasa tekjum af bók Pa- sternaks Sivago lækni. Frú Ivinskaya er starfandi þýð- andi og sagði útvarpið, að hún hefði játað að hafa tekið á móti 800.000 rúblum (rúmum 7 milljónum króna eftir þá- verandi gengi), sem ítalir hefðu smyglað inn til ’Sovét- ríkjanna, og ennfremur að hún hefði tekið við fötum og öðrum gripum, keyptum fyrir smyglaða peninga, — Þessar fréttir bárust frá Moskva -eftir að þær höfðu birzt í blöð um og útvarpi á vesturlönd- um, og þær munu enn ekki hafa verið bintar nema í send ingum Moskvuútvarpsins til útlanda, I frásögn útvarpsins var farið nákvæmlega út í hvern- ig frú Ivinskaya átti að hafa unnið þetta verk. blekkt Pa- sternak til að taka ekki við greiðslum eftir venjulegum leiðum, m. a. áþeirri forsendu, að Sivago læknir hefði verið bók fjandsamleg föðurland- inu og því bæri honum ekki að taka við fé fyrir hana. Þetta getur svo sem litið nógu vel út við fyrstu sýn, en þegar menn athuga það, sem á undan er farið, fer tæpast hjá því, að málið fái á sig dá- lítið annan lit. Það er vitað, að eftir að verstu ósköpin voru afstaðin út af Sivago lækni var Boris Pasternak hinn rólegasti og alls ókvíðinn um sjálfan sig, en hið sama verður hins veg- PASTERNAK ar ekki sagt um tilfinningar hans vegna vina sinna. — I sumum bréfum hans má sjá, að hann vissi, að hann og vin- ir hans voru hafðir undir eff- irliti. Þó að hann væri sjálfur öruggur, aðallega vegna þess að' almenningsálitið í heim- inum kom í veg fyrir, að hon- um yrði gert nokkuð, verður hið sama ekki sagt um vini hans og samstarfsmenn. — Margir þeirra höfðu þegar á árunum 1948—1954 verið handteknir, og Pasternak g'at ekki annað en borið kvíðboga fyrir því hvað verða mundi um þá, einkum frú Ivinskayu. Hún aðstoðaði hann ekki að- eins við þýðingar hans, held- ur var einnig umboðsmaður hans innan Rússlands og und- irritaði samninga í hans nafni, og hún hafði oft verið kölluð fyrir leynilögiægluna tilyfirheyrslu. Kvíði Pasternaks kom fram í bréfum, sem hann skrifaði vinum sínum á vesturlönd- um. í einu þeirra talaði hann um það hvemig leynilögregl- an héldi sér og allri fjölskyldu O., syni hennar, dóttur og henni sjálfri, háðum sér, sem eins konar gíslum. í öðru bréfi talaði hann um grun- semdir þær, sem það vekti, ef hann bryti í hinu minnsta út af venjum sínum, og ógnanir þær um, að hann yrði gerður útlægur, sem á eftir þeim fylgdu. Og hann bætti við: ,,Þessi ógnandi vindur tekur ávallt þá stefnu að lenda fyrst á vinkonu minni O ...“ Pasternak var sannfærður um, að eina öryggið fyrir Olgu Ivinskayu væri vestan járn- tjalds. í byrjun 1959 skrifaði hann einum vina sinna: „Ef að því skyldi koma, að þeir handtaka Olgu, sem ég vona, að guð forði, mun óg senda þér símskeyti um að einhver hafi fengið skarlatssótt. Það orð mun hafa dulmáls-merk- ingu staðreyndar. Ef svo verð ur, þarf að klingja öllum bjöll um, eins og gert var vegna mín, því að árás á hana er í raun og veru högg gegn mér“. Pasternak dó í maí s. 1. og nokkrum vikum síðar voru Ivinskaya og dóttir, sem ætl- aði að fara að giftast ungum Frakka, handteknar. Nokkuð er á huldu um, hvefs vegna Framhald á 11. síðu. Gyðingar eru hart leiknir i Marokkó FYRIR SKÖMMU sökk lít- ið skip við strönd Marokkó. 48 gyðingar um borð drukkn- uðu. Ahöfnin, sem var spönsk — bjargaði sér í land, Þessi atburður beinir at- hyglinni af stöðu gyðinga i Marokkó. Þetta fólk var nefni- lega á leið til ísraels. Þeim hafði verið neitað um vega- bréf og flúðu því með ólög- legu móti til þess að forða sér frá vaxandi mismun gegn gyð ingum í Marokkó. Spánverj- arnir tóku að sér að smygla fólkinu út — gegn góðri greiðslu. Þegar Spánverjarnir komu aftur til Casablanca, voru 'ToíedoX V* pöfnucM ' Lifcb . Sstubal ,| Cordob* tClHPAUAK SPAN1SH MOROCCO Tangter Pot\ Ly»uiovJ0 "•' Ot'!04f ^'MÖROCCO fztíí'ti. yMámligch .. ^ /*í£3« !Mt> Cí /;• ■ Erfoud þeir -handteknir. Það kom í Ijós, að þeir höfðu tekið eina lífbátinn, sem um borð var, en látið gyðingana, þar á með- al konur og börn, verða eftir i sökkvandi skipinu og bjarg- að sjálfum sér. Svo hafa þeir ef til vill ver- ið ákærðir fyrir að brjóta lög hafsins? Nei, aldeilis ekki. Stjórnin fangelsaði þá fyrir allt annað brot: aðstoð við ,,ó- löglegan útflutning.“ Slík er staða gyðinga orðin í Marokkó á síðustu árum. í MAROKKÓ býr um fjórð- ungur milljónar gyðinga. Hin- ir fyrstu komu þangað fyrir rúmlega 2000 árum. Þeir flúðú til Norður-Afríku eftir fyrstu eyðileggingu Jerúsalem. Marg ir gyðingar flúðu síðan til Mar okkó frá Spáni fyrir 400 til 500 árum vegna Rannsóknar- réttarins, þegar ofsóknir gegn þeim voru hvað mestar og öll- um gyðingum var stökkt burt frá Spáni. í Marokkó fengu gyðingar að búa í friði. Þeir urðu hluti Marokkóbúa og lifðu eins og hverjir aðrir borgarar, flestr sem handverksmenn eða smá- kaupmenn í bæjunum. En þeir héldu trú sinni og þeir hafa smám saman byggt sína eigin skóla og kirkjur. Þeir hafa unnið þar verðmæt störf í þágu menningar. Fyrir þrem árum bannaði Marokkóstjórn gyðingum að flytja úr landi. Það var afleið- ing hinnar fjandsamlegu stefnu Nassers, forseta Arab- íska sambandslýðveldisins, gagnvart gyðingum, og bar- áttu arabaríkjanna gegn ísra- el. Fyrir tveim árum voru póstsamgöngur meira að segja lagðar niður milli Marokkó og ísrael til þess að koma í veg fyrir nokkurt samband milli fjölskyldna og vina í hinum Framh. á 12. síðu. Er til Ijósmynd af Napoleon keisara? SÆNSKI blaðamaðurinn Björn Nihlén telur sig hafa fundið mjög inerkilega Ijós- mynd á eyjunni Elbu, þar sem Napóleón Bonaparte var um tíma í útlegð. Af tilviljun fékk hann snjáða og gamla Ijós- mynd í hendurnar, sem að sögn eigandans var af engum öðrum en Napóleón keisara. Takist Svíanum að sanna að myndin sé raunverulega frá þessum tíma :þá er hér um stórmerkilegan fund að ræða, því ekki hefur verið vitað <il þess að nokkur lj«s,mynd væri til af Napóleón. Það var vínsölukona á Elbu sem átti myndina, Maria Ronz itti og dóttir hennar Rosita sem búa í Portoferr'iio á eynni. Myndina höfðu þær fengið að erfðum frá einum forföður sínum, ,sem hafði ver ið garðyrkjumaður Napóleóns þarna á eynni. Stoltar á svip sýndu mæðgurnar Svíanum okkra dýrgripi, m. a. fagur- lega skreyttan vasa, málverk af keisaranum og drottningu hann og heiðursmerki nokkurí sem Napóleón á að hafa haft mikið dálæti á. Það vakti þó langmesta furðu Svíans þegar frúin sýndi honum gamla ljósmynd, sem hún fullyrti tað væri af Napóleón, og frá beim tíma er hann dvaidist á Elhu. Myndin Isýnir veiklulegan eldri mann í frönskum liers- höfðingjabúningi. Það verður þó aðeins séð eftir gaumgæfi- lega skoðun að þetta sé sami maðurinn og þekktur er ax fjölmörgum málverkum. cn á þeim er honum vafalaust oft- ast gefið betra útlit og sterk- ari svipur en hann í rauu og veru hafði. En ekki má gleyma frásögnum samtíðarmanna hans, sem segja frá því að keisarinn hafi elzt mjög hratt á síðustu árum ævi sinnar. Þá þjáðist hann af gulu og varð að lokum aðeins skuggi þess, sem hann áður hafði verið. Ekki aðeins mæðgurnar, heldur einnig Svíinn, cru sann færð um að myndirnar séu raunverulega af Napóleón. Líklega verður þó erfitt fyrir Svíann að sanna þessa kenn- ingu sina á vísindalegan liátt. Frain að þeslsu hefur nefni- lega verið álitið að ljósmvnda- gerðin hafi verið á fyrstu barnsskónum sínum þegar Napóleón fór í útlegð til Elbu með 400 manna fylgdarliði sínu, Það er almennt Iitið svo á að ljó'smyndagerð hef.iist í þann mund er keisarinn dó sem stríðsfangi á eyjunni St. Heienu 5. maí 1821. Hins vegar má benda á það að menn uppgötvuðu ljós- næmi |silfurÉ4aUtt, þegar árið 1727, en það var undirstaða allra frekari tilrauna með Ijósmyndun. Samt er talið að líði nærri heil öld eða til 1822, er mönnum tekst að framleiða „kópíur“ með Ijósnæmu as- falti. Það var N. Niepcc sem gerði þéssa uppgötvun en Louis Dagurre gerði loks aí- menningi kunnugt um hana 1839. En auðvitað hafa þeir sem glimdu við þessar uppfinn ingar gert tilraunir með þær áratugum saman, áður en svo góður árangur náðist að farið væri að nota uppfinninguna í stórum stíl. Þess vegna eru fræðilega séð möguleikar fyr- ir því að einhver þeirra sem glímdu við að búa til Ijós- myndir á þessum tíma, hafi beðið keisarann leyfis til að fá að taka mynd af honum og fengið það áður en almcnning- ur vis'si nokkuð um Ijósmynda gerð og farið var að nota hana að nokkru ráði. 4 27. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.