Alþýðublaðið - 28.01.1961, Side 11

Alþýðublaðið - 28.01.1961, Side 11
Tryggingarfélag bindindismanna VINUR minn og æskufélagi, Baldvin Þ. Kristjánsson hef- ur fyrir nokkru ráðizt starfs- maður hjá Samvinnutrygging um og minnir mig að starfs- heitið sé útbreiðslustjóri. Baldvin var fyrir nokkru í Svíþjóð til . undirbúnings þessu nýja starfi sínu. 'Við sem Baldvin þekkjum náið, vitum, að með honum hafa Samvinnutryggingar fengið greindan, harðduglegan og kappsaman starfsmann. Og er það rúm, sem hann skipar hverju sinni vel skip- að. En gamalt máltæki segir, að kapp sé bezt með forsjá. Stundum vill það til, að kapp sömum mönnum sézt ekki fyr ir, jafnvel þótt greindir séu, og á þá við þá máltækið, að skýzt þótt skýrir séu.. Og fer ekki hjá því, að slíkt hefur hent vin minn, Baldvin, er hann af kappi miklu, sem trúr þjónn Sam- vinnutrygginga skrifar grein arkorn í Alþýðublaðið og Tímann 27. þ. m. út af því, að við bindindismenn og sam tök okkar, eins og Bindindis félag ökumanna og Stórstúk- an, höfum hafizt harida um stofnun tryggingarfyrirtæk- is, er eingöngu tryggir fyrir bindindismenn. Fyrst í stað hefjumst við handa um trygg ingar bifreiða bindindis- manna, en munum einnig fljótlega hefja aðrar trygg- ingar. Með því að ég þekki Bald- vin að því að vilja jafnan hafa það fremur er sannast reynist, en ýmislegt er mis- sagt í. grein hans og sumt af blindu kappi £ þjónustu við húsbændurna £ Samvinnu- tryggingum, svo og þeir, er grein Baldvins lesa, búi ekki við ranga málstúlkun, þykir mér hlýða, að svara nokkrum orðum greinarkorni þessa vinar míns, en grein sína nefnir hann: „Hugleiðingar um hagkvæma tryggingu11. Eins og fram kom af við- tali við fréttamenn blaða og útvarps fyrir nokkru, þá leit- aði Bindindisfélag ökumanna eftir því við bifreiðatrygging- .arfélög hér á landi að þau tækju félagsmenn BFÖ í sér- flokk með bifreiðatryggingar, þ. e. veittu þeim meiri afslátt iðgjalda en almennt væri, með tilliti til þess, að BFÖ telur bindindismenn síður valda Nökutjónum en bifreiðastjóra almennt. Skoðun þessi er byggð á hérlendri og erlendri reynslu. Um þetta náðist ekki varanlegt samkomulag. Bindindissamtök ökumanna á Norðurlöndum, einkum þó í Svíþjóð höfðu að baki ára- langa reynslu í þessum efn- um, er öll var á þann eina veg að sanna ágæti sértrygginga bindindismanna, og er mál þetta var rætt við forustu- menn tryggingafélagsins AN- SVAR £ Svíþjóð, tóku þeir vel í það að aðstoða bindindissam- tökin hér á landi við að koma á fót tryggingarfélagi fyrir bindindismenn, enda hefur ANSVAR þegar veitt aðstoð til slíks £ mörgum löndum heims bæði innan og utan Evrópu. Hér á landi var svo í s.l. á- gústmánuði stofnað trygg- Hugleiðingu Bald- vins Þ. Kristjáns- sonar svarað ingarfélagið Ábyrgð hf., sem til að byrja með verður um- boðsfélag fyrir ANSVAR, en mun innan ekki langs tíma verða alíslenzkt gagnkvæmt tryggingafélag. — Trygginga- leyfi eru þegar fengin og skal hverjum þeim bindindis- manni á það bent, að sá bif- reiðaeigandi, sem ætlar frá 1. maí í vor að tryggja' hjá Á- byrgð hf. þarf nú fyrir 1. febrúar n. k. að segja upp tryggingu á bifreið sinni, þar sem hún er nú tryggð. Þá þrjá mánuði, sem þá eru til stefnu þar til tryggingaárið hefst að nýju 1. maí n. k. get- ur hann svo notað til að kynna sér tryggingakjörin hjá Ábyrgð hf. og öðrum tryggingafélögum, og síðan endanlega ákveðið, hvar hann vill hafa bifreið sína tryggða. Umfram allt muniðj að segja þarf núverandi tryggingu upp fyrir 1. febrúar. Kjör þau, sem tryggingafé- lag bindindismanna — Á- byrgð hf. — býður er fyrst og fremst 15% lægri iðgjalda- grunn, en önnur tryggingafé- lög hafa nú og almennt munu hafa. Þessi 15% lægri iðgjalda- grunnur er óháður tjónabót- þannig að hann fellur ekki niður, þótt hinn almenni ,,bón us“ falli niður, vegna tjóns. Þetta finnst vini mínum — Baldvin í nokkuð mikið að ráð ast, og talar um, að trygginga- j félag okkar bindindismanna sé lítils megnugt, og vill vekja tortryggni á því, að ANSVAR | sleppi lausu fé til þessara hluta um hendur okkar, er að Ábyrgð hf. stöndum, og telur vini okkar og Samvinnutrygg inga — Svíana mega vera ó- varkára í fjármálum. Það skal af mér tjáð, að mér er ekki kunnugt um, að neinn okkar er að Ábyrgð hf. stönd- um; höfum þá þjálfun í með- ferð innlends eða erlends fjár, sem þeir, er að Sambandi ísl. samvinnufélaga eða dóttur- félagi þess Samvinnutrygg- ingum standa, og við erum að sjálfsögðu litlir karlar í þeim samanburði, enda byggjast hin hagkvæmu kjör Ábyrgð- ar hf. ekki á neinni ofur- mennsku okkar, heldur á þeirri reynslu, sem ANSVAR hefur þegar fengið um margra ára skeið í sértryggingum fyr ir bindindismenn. Auk þess að veita bindindis mönnum um allt land hagstæð ari tryggingar, en þeir hafa hingað til átt kost á, og þar með vera hagsmunasamtök þeirra, þá er það von okkar og ósk, að Ábyrgð hf. megi verða sterkur þáttur £ að efla bind- indi £ landinu, auka umferðar menningu og sanna, svo að ekki verði um deilt, að hér á landi, sem annarsstaðar eru bindindismenn verðugir þess að fá að njóta þess að vera bindindismenn, en þurfa ekki að gjalda slíks, eins og ekki ó- sjaldan á sér stað í okkar þjóðlífi. 'Vin minn Baldvin og alla þá, er fræðast vilja um sam- tök okkar bindindismanna og ú'yggingamál, býð ég hjartan- lega velkomna í skrifstofu Ábyrgðar hf. Laugaveg 133, munu þeim þar látnir í té langt um ítarlegri upplýsing- ar en hægt er að gefa £ stuttri blaðagrein. Helgi Hannesson. Skaflaframföl Opið laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag til kl. 10 e. h. Högni Jónsson Steinn Jónsson Iögfræðistofa. Símar 14915 — 19090 — 17739. K.F.U.M. Á morgun: kl. 10,30 f. K Sunnudagsskólinn, kl. 1,30 e. h. Drengir, kl. 8,30 e. h. Landssamband K.F.U.M hef- ur samkomuna. Allir velkcmnir. Vanur bókhaldari gerir skattframtöl yðar. Pantið tima gegnum síma. Guðlaugur Einarsson, málflutningsstofa. Símar 16573 — 19740. Mótorvélstjdrafélag tslands Félagsfundur verður haldinn í dag, laugardaginn 29. jan. kl. 19 að Bárugötu 11, Reykjavik. Dagskrá: Samningarnir. Önnur mál. Áríðandi að félagar mæti. Stjórnin. Uppboð ^ Húseigin Hrísar við Fífuhvammsveg, án skráðra lóðarréttinda, verður samkvæmt á- kvörðun skiptaréttar Kópavogs seld til slita á sameign á uppboði, sem haldið verður á eígninni sjálfri þriðjudaginn 31. janúar 1961 kl. 14. Uppboðsskilmálar og önnur skjöl vaið andi! uppboðið eru til sýnis á skrifstofu minni. Uppboð þetta var auglýst í Lögbirtingarblað inu, síðast, 121 tölubl. 53. árgangs, 21. des- ember 1960. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 25. jan. 1961. > s s s s s V s. s s s s s s s s s s c ÚTSÖLUNNI LÝKUR f DAG Notið þetta einstæða tækifæri. — Kvenskór frá kr. 25 — 75 — 100 — 200. Herraskór kr. 200. r ár SKOBUÐ REYKJAVIKUR Aðalstræti 8. S s s s s s s s s s s s s s s s V s AlþýðublaSið — 28. jan. 1961 JJ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.