Alþýðublaðið - 23.02.1961, Qupperneq 4
ÞÝZKU OG $ $
sftír Gubna Guðmundsscn
EITT ALVARLEGASTA
deilumálið meðal vesturveld-
anna upp á síðkastið hefur
verið deila Bandaríkjamanna
og Vestur-Þjóðverja út af að-
stoð Þjóðverja til að styrkja
dollarann og hjálpa jafnframt
OBandaríkjamönnum yfir þann
erfiða hjalla, sem þeir nú
þurfa að klífa vegna dollara-
og gullflóttans. Samningaum-
leitanir hafa staðið yfir frá
' því í desember, en lítið gengið.
Þjóðverjar hafa boðizt til að
leggja fram í eitt skipti fyrir
öll tæplega milljarð dollara,
sem Bandaríkjastjórn hvorki
telur nægjanlegt né neina
. lausn á því vandamáli, sem
um er að ræða.
I raun og veru er um það að
væoa, að Bandaríkjamenn
hafa á undanförnum árum
eytt of miklum peningum í
þágu sameiginlegra varna
vesturveldanna og í hvers
kyns aðstoð við erlend ríki.
Niðurstaðan hefur orðið sú,
að greiðsla fjármuna út úr
landinu í þessu augnamiði hef
ur árum samán verið meiri
en svo, að útflutningur Banda
ríkjanna hafi staðið undir þvi,
og þess vegna hefur orðið að
ganga á varasjóði og gullforða
Iandsins. Við þetta hefur
traust manna á dollaranum
minnkað, og eignamenn hafa
keypt gull, sem svo hefur að
sjálfsögðu aukið gulleyðsluna.
Bandaríkjamenn leggja á-
herzlu á í þessu máli, að ekki
sé um að ræða að bjarga
Bandaríkjamönnum eða
,,sjúkum dollara". Dillon,
cjármálaráðherra Kennedys,
orðaði það þannig fyrir
skemmstu: „Við erum ekki að
biðja Þjóðverja um að gæta
'Bandaríkjanna. Bandaríkin
geta gætt sín sjálfÞað. sem
farið er fram á, er einfaldlega
að Þjóðverjar taki á sig nokk-
nð af þeim skuldbindingum
erlendis, sem nú hvíla á herð-
um Bandaríkjamanna, og noti
til þess nokkuð af þeim gíf-
urlega gull- og gjaldeyrisforða
sem þeir nú sitja með, en létti
jafnframt nokkuð á dollara-
eyðslu Bandaríkjamanna.
Of langt er að fara ítarlega
út í alla þróun málsins, en
þess ber þó að geta, að fyrir
jól fór Anderson, fjármála-
ráðherra Eisenhowers, til
Bonn með tillögur, sem m. a.
fólu í sér, að Þjóðverjar
skyldu greiða 600.000 dollara
á ári til að standa undir kostn
aði við uppihald bandaríska
herliðsins í Þýzkalandi. Þessu
vísuðu Þjóðverjar á bug á
þeirri forsendu ,að slíkt líkt-
ist um of „greiðslu til að
standa undir hernámi“, og var
sú afstaða í sjálfu sér skilj-
anleg, ekki sízt þegav þess er
gætt, að kosningar eru í nánd
í Þýzkalandi. Þess má og geta,
að Dillon, núverandi fjármála
ráðherra en þáverandi aðstoð-
ar-utanríkisráðherra, var í för
með Anderson í það skipti, en
hafði þó áður lýst sig algjör-
lega mótfallinn þessari aðferð
til að leysa vandamálið.
Bandarkjamenn fara nú
fram á, að Þjóðverjar auki
fyrst og fremst framlag sitt
til varna vesturveldanna. Þjóð
verjar leggja nú fram 5,5%
af brúttó þjóðarframleiðslu
sinni. • Það mesta, sem Þjóð-
verjar hafa til þessa fengizt
til að gera í þessu efni, er að
auka framlagið um 10 milljón
ir dollara, sem Dillon te'iur
smámuni.
Þá hafa Bandaríkjamenn
fceðið Þjóðverja um að leggja
kerfisbundið fram til aðstoð-
ar við vanþróuð lönd. Þjóð-
verjar halda því fram, að þeir
leggi nú þegar eins _mikið
fram og Bandaríkjamenn í
þessu augnamiði — 1% af
þjóðarframleiðsluni — og
hafa á prjónunum nýja á-
ætlun um aðstoð, er nemur
um einum milljarði dollara.
Þess ber þó að geta, að þessi
aðstoð Þjóðverja við vanþró-
uð lönd hefur til þessa verið
bundin því skilyrði, að fénu
væri varið til kaupa í Þýzka-
landi sjálfu. Nú er hins vegar
ætlunin í hinni nýju áætlun,
að nokkuð af aðstoðinni verði
veitt til kaupa á bandarískum
vörum, en þá svara Banda-
ríkjamenn því til, að mest af
því fé, sem fara eigi til þeirr-
ar aðstoðar, eigi að fá með
lánum, sem aftur geti veikt
dollarann enn meir.
Þjóðverjar hafa til þessa
boðizt til að hjálpa með
greiðslu 1,2 milljarða dollora
í eitt skipti fyrir öll — 1 rmllj-
arði til Bandaríkjanna og
200.000 dollurum til Breta og
Frakka, Er greiðsla þessi hugs
uð sem greiðsla á skuldum og
fyrirframgreiðsla fyrir vopn.
Þetta fé mundi því að mestu
leyti renna til Bandaríkjanna,
hvort sem er, og ekki leysa hið
aðkallandi vandamál. Banda-
ríkjamenn líta á vandamálið
sem langvarandi en ekki tíma
■ bundið, þar eð óhags’Hæður
jöfn. Bandaríkjanna við út-
lönd sé 3,8 milljarðar á ári, er
stafi fyrst og fremst af alls
kyns aðstoð við útlönd, hern-
aðarlegri og annarri.
Hvers vegna snúa Banda-
ríkjamenn sér svo fyrst og
fremst til Þjóðverja í þessu
efni? Fyrst og fremst vegna
þess, að Þjóðverjar eiga fyr-
irliggjandi 7 milljarða dohara
í gulli og erlendum gjaldeyri
og vegna þess, að .greiðslu-
jöfnuður þeirra gagnvart út-
löndum hefur farið sífcatn-
andi og er talinn hafa verið
á síðasta ári 2 milljarðar doll-
ara. Með þessu eru Þjóðverjar
orðnir einna bezt stæðir vest-
rænna þjóða, en taka ekki og
hafa ekki tekið á sig hlutfails-
lega aí þeim byrðum, sem svo
mjög hefur veikt gjaldeyris-
stöðu t. d. Bandarikjanna.
Þjóðverjar segja hins vegar,
að þessir sjö milljarðar í gulli
og gjaldeyri séu ekki eign rík-
isstjórnarinnar, beldur ríkis-
bankans, og Þýzkaland sé enn
Fraruhald á 12. síðu.
mUUMHWWMUMWMHW
HELGAFELL
í HÆTTU ?
ÝMSIR hafa liaft á-
hyggjur af þessu fjalli og
það ekki að ástæðulausu.
Þetta er Helgafell í Vest-
mannaeyjum. Ur því hef-
ur verið tekið efni til flug
brautar- og gatnagerðar
og af því stafa áhyggjur
náttúrufræðinga og fleiri
ágætra manna. Þegar rætt
cr um nýja flugbraut í
Eyjum, hvarflar að ýms-
um sú spurning, hvar efn-
ið verður tekið. Talin er
stórhætta á, að Helgafell
yrði notað í flugbrautina,
ef ekki verður fyrir slíkt
tekið í tíma, og vilja góðir
menn stemma stigu við
því áður með því að friða
fjallið.
ÚTBÝTT hefur verið á al-
þingi frumvarpi til laga um
búnaðarháskóla á íslandi. Flutn
ingsmaður er Benedikt Grön-
dal. Er málið nú flutt öðru sinni
í þeirri von, að alþingi vilji
gefa gaum einu veigamesta
framtíðarmáli íslenzks land-
búnaðar, því að þörf fyrir sér-
menntaða menn fer vaxandi
með hverju ári.
Með bréfi menntamálaráð-
herra, Gylfa Þ. Gíslasonar, 26.
febrúar 1959, var skipuS
þriggja manna nefnd til að
semja frumvarp til laga umi
stofnun búnaðarháskóla á
Hvanneyri. Búnaðarþing 1958
hafði samþykkt ályktun þes4
efnis, að það teldi brýna þörf
á, að kennsla í búvísindum yrði
efld og aukin £i*á því, sem nú erf
og að stofnaður skyldi fullkom-
inn búnaðarháskóli hér á landi
og hann staðsettur á Hvann-
eyri.
í nefndina skipaði ráðherra
þá Steingrím Steinþórsson, bún
aðarmálastjóra, sem jafnframt
var' skipaður formaður nefnd-
arinnar, Benedikt Gröndal, al-
þingismann og Guðmund Jóns-
son, skólastjóra.
Nefndin hélt allmarga fundi,
bæði á Hvanneyri og í Reykja-
vík, kynnti sér lög og reglu-
gerðir búnaðarháskóla Dan-
merkur, Noregs og Svíþjóðar
og fékk tillögur kennara við
framhaldsdeild búnaðarskólans
á Hvanneyri.
Nefndin var sammála um, að
ekki væri ráðlegt að hafa fyrstu
• lög um búnaðarháskóla á ís-
landi um of ítarleg, heldur
bæta þau og auka með reglu-
gerðum, meðan starfsemin er í
byrjun og nokkur reynsla fæst.
Frumvarp það, sem nefndin
samdi, var flutt á síðasta þingi
af landbúnaðarnefnd sam-
kvæmt ósk landbúnaðarráð-
herra. Varð það ekki útrætt.
FJytur Benedikt Gröndal frum
varpið nú öðru sinni, eins og
fyrr segir
FUR ÞÚ
ÐLIMUR?
4 23. febr. 1961 — Alþýðublaðið