Alþýðublaðið - 23.02.1961, Side 7

Alþýðublaðið - 23.02.1961, Side 7
þeim öllu betur gætur en öðr um vegfarendum, þótt Iík- lega sé gert meira úr þessu en ástæður gefa raunveru- lega tilefni tíl_ Einn hópur unglinga sem nokkuð sker sig úr á sama hátt og þeir fyrrnefndu, eru þeir sem elska að þjóta á ofsahraða á bifhjólum um vegi og stræti, sjálfum sér og vegfarendum til mikillar hættu, klæddir leðurjökkum, þykkum, háum stígvélum og með hjálm á höfði. Þeir eru haldnir nokkurs konar hraða og „stýris“-fýsn sem ekkert fær svalað til fulls nema lífs- hættulegur og glannalegur akstur svo hörkulegustu öku mennirnir munu ekki ósjald- an hafa rankað við ,,hinum megin“. Þetta hraða og stýrisbrjál- æði er sums staðar orðin hrein plága meðal unglinga ekki sízt síðan peningaum- ráð þeirra jukust svo að þeir hafa ráð á að kaupa sér stór og kraftmikil bifhjól. Á þenn Blaðamaður í London spurði fyrir nokkru hóp slíkra unglinga hvernig á þessaii akstursfýsn stæði. ,,Það er bara eins og hver önnur ,,della“. Þegar þú lief- ur einu sinni fengið löngun- ina fyrir hraðánum, þá losn- ar þú ekki við hana og þér verður æ meiri ánægja af henni og -villt aka hraðar og hraðar og eignast æ stærri bifhjól. Einkunn'arorð okkar eru, aka hratt, elska heitt og deyja ungur og samkvæmt því viljum við Iifa“. an hátt fullnægja þeir at- hafna- og ævintýralöngun sem ef til vill fær ekki út- rás annars staðar, því eitt- hvað spennandi verður lífið að hafa upp á að bjóða fyrir unglingana, eitthvað sem þerr taka beinan þátt í og helzt eitthvað hættulegt og glannalegt um leið, og leiðin leg véía- og reglugerðaöld gefur ekki mörg tækifæri til slíks. EIN TEGUND unglinga hefur orðið nokkurs konar stétt eða flokkur út af fyr- ir sig í ýmsum löndum. Hún er svipuð í öllum löndum, en gengur Undir ýmsum rtöfn um, „Teddyboys“ í Englandi, „Bfeatniks^ /lí Band'aríkjun- um, ,,Haibstarker“ í Þýzka- Iandi, ,,Lederjackor“ f Sví- þjóð og „Svingpjatser“ í Danmörku, svo að þeir fræg ustu séu taldir. Þeir eru jafn vel til í Rússlandi að sögn Krústjovs. svo þeir komu við hans fræga skap. Slíkir pilt- ar hafa aldrei orðið áberandi hér í Reykjavík, þótt hér hafi heyrzt talað um leður- jakka og jafnvel „stælgæja“ í ekki ósvipaðri merkingu. Þegar kvölda tekur í stór- borgunum, flestir eru komn- ir heim frá vinnu og skemmt analífið að hefjast, þá fara þessir piltar að koma í ljós, stundum nokkrir Saman. Þeir piltar hafa haft mis- jafnt orð á sér fyrir margra hluta sakir, þótt jafnvel rót- laus slæpingjalýður, skemmt anasjúkur og afbrotagjarn svo lögreglunni erlendis hef ur oft þótt vissara að gefa Þeim, sem upp á það kom- ast, mun ekkert frístunda- starf eða hugðarefni þykja meira spcnnandi og æsandi en aksturinn, á þeirri hraða- og þotuöld sem við lifum á. Þessir. ungiingar fremja eng- in afbrot, verða ekki sakað- ir um la-uslætf eða krakka- Legan ,,hasar“ á !al|kn,anna- færi, Þeir eiga Sér aðeins bif hjól, helzt sem allra hrað- skreiðast og keppast um að nú sem mestum hraða og fara í akstursferðir með fé- lögum sínum. Þau munu mörg dauða- slysin sem unglingar hafa valdið hér með of hröðum og ógætilegum akstri, og eru þó bílar ekki jafn hættuleg- ir bifhjólum þegar á mikinn hraða er komið. Líklega eru það hinir slæmu vegir sem bjarga íslenzkum ungling- um — og vegfarendum — frá þessari „dellu“, Fátt er með öllu illt, jafnvel vegirn- ir á Islandi. hjóli eða ,,skellínöðVu“ án öryggishjálms. Myndin: Kunningi hrað- akstursstúlkunnar meiddist Hún bíður frétta af honum á sjúkrahúsinu. Hetjuljóm- inn er farinn a£ glanna- skapnum. Ástæðan er ýmist of hráður akstur, vanþekking á um- ferðarreglum eða hvoru- tveggja. Hér virðist vera verkefni fyrir hin ýmsu æskulýðsfé- lög. Sjálfsagt mætti fá 'akst- ursfróða menn til að kenna meðlimum félaganna með- ferð hinna vélþnúpu ö}íu- tækja. Eflaust mundu lög- regluþjónar bregðast vel við, ef falast yrði eftir, að þeir gæfu eitt eða tvö kvöld til umferðarfræðslu í unglinga- félögum. Þá er athugandi hvort eltlti beri að herða á öryggisregl- um fýrir „skellinöðru-ungl- inga“. Það er þeim fyrir beztu — og öðrum vegfar- endum. STULKURNAR taka líka þátt í hinum ofsafengna leik. Þær bera samskonar ein- kennsbúning“ og pilt'arnir: leðurjakka, nankinsbuxur, þykk stígvél. Þær eru líka að svala cinhverri þrá með hinum æðislega biflijóla- akstri. Á Englandi slasast þús- undir „bifhjólaunglinga" árlega. Yfirvöldin eru búin að átta sig á því, að þeir eru ekki einasta sjálfum sér hættulegir heldur öðrum vegfarendum. Nokkrar tilraunir hafa ver ið gerðar með aksturskól'a fyrir stúlkurnar og piltana, ef það mætti forða lífi þeirra. Þá mæla lagaákvæði svo fyr- ir, að enginn megi ak'a bif- ÞAÐ er mjótt bil milli mótorhjólsins og skellinöðr- unnar. Hér hafa orðið mörg slys á unglingum á skellinöðrum. Alþýðublaðið — 23. febr. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.