Alþýðublaðið - 23.02.1961, Side 13

Alþýðublaðið - 23.02.1961, Side 13
*WW%WH«MWWWMMWMMMWMWWWMM»AWWWW ■fo KJARVAL lýsti yfir við blaðamenn, 'að sýning hans væri til heiðurs bílstjórum, og vann sér auk þess það til ágætis að taka forkunnarvel á móti blaðaljósmyndurum, sem heimsóttu hann. Ljósmyndari Alþýðublaðsins var hátt á annan tíma á sýningunni. Kjarval leiddi hann um salinn og útskýrði myndirnar. Þessi augnabliksmynd er tekin við það tækifæri. 14. febrúar. Um fyrri helgi bárust þær fregnir, að sænsk skáldkona og rithöfundur hefði verið handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og stefnt fyr- ir rétt. Hér var um að ræða Söru Lidman, 37 ára alvöru- gelna konu frá Vestirbotten, sem undanfarin átta ár hef- ur verið einn mest lesni kven rithöfundur Svía, eins konar nútíma Selma Lagerlöf. Og hvað er henni gefið að sök? Hvorki rneira .né minna en að hafa setið á tali við Peter Nthite í íbúð í Jóhannesar- borg. Peter Nthite er blökku maður, og í þessu fagra og auðuga landi Búanna eru fá- ir glæpir jafn ægilegir, að dómi ráðamanna þar og vin- átta hvítra manna og svartra engin afbrot hræðilegri en gagnkvæm virðing manna fyrir þeim eiginleikum, sem óháðir eru litarhætti og eng- in lög jafn nákvæm og smá- smuguleg og þau, sem hindra eiga um aldur og ævi, að hvítur og svartur mæti hvor öðrum sem menn, en ekki sem óskyldar dýrategundir. Þetta mál hefur verið mik- ið rætt í Svíþjóð undanfarna daga og má segja, að með því hafi hin æðislega kyn- þáttastefna Suður-Afríku- stjórnar náð alla leið til hinna friðsömu Norðurlanda. Sara Lidman fór til Suður- Afríku í haust og ætlaði að dvelja þar í tvö ár, nema tungu Zúlumanna, skrifa og kynna sér mál innfæddra. f fyrstu bjó hún í trúboðsstöð í Natal, en hefur undanfarna mánuði haldið til í Jóhann- esarborg meðan biskupshjón in, sem hún dvelur hjá, skruppu til Svíþjóðar. Þau eru nú aftur komin til Nat- al. og var Sara að leggja af stað til þeirra aftur, þegar lögreglan handtók hana. Og glæpur Söru Lidman? Hún braut ,,siðferðislög“ Suður-Afríku, Immorality Act. Hún umgekkst og talaði við blökkumanninn Peter Nthite, mann, sem hefur meirihluta ævi sinnar setið í fangelsum í heimalandi sínu, jafnan sakaður um upp reisnaranda. Hann er einn af þeim 61, sem enn er fyrir' rétti af þeim 158, er hand- teknir voru einn desembev- dag 1956, gefið að sök ?ð hafa byltingu í undirbúningi. Og mesta hugsanlega refs- ing fyrir þetta afbrot? Sjö ára fangelsi og tíu vandar- högg. Það er kannske ekki beint viðkomandi Svíþjóð eða Sví- um að ræða frekar um hin furðulegu „siðferðislög“ Suð ur-Afríku, en ég get ekki stillt mig um, að taka upp örfá orð um þau eftir sænska blaðamanninn Per Wást- berg, sem kynnt hefur sér rækilega þessi mál á ferðum sínum um hið dökka megn- land. Wástberg segir: „í Suður- Afríku er að finna flóknasta lagakerfi, sem um getur, til þess að halda hinum ýmsu þjóðfélagsþegnum aðskild- um. Öll samskipti kynþátt- anna, líkamleg og sálarleg, er bönnuð. Hinir hvítu eiga að lifa sínu lífi, hinir svörtu sínu og l'ndverjar sínu.Þeir fá ekki að sitja á sama bekk (í skemmtigörðum, biðstof- um, ekki fara inn í sömu kökubúð. Með lögunum um „apart- heid“ hafa hvítir menn raun verulega afsalað sér frels- inu. Svartir og hvítir í Suð Framhald á 12. síðu. WWMWtWVHWWWWWWWMWWWtWWWWWW ÞAÐ ERU NÚ liðin fimm ár frá því að meistarinn Jó- hannes Sv. Kjarval hefur hald ið sýningu á verkum sínum hér í bæ. í fyrra var öllum undirbúningi lokið fyrir sýn- ingu, en á síðustu stundu sner ist listamanninum hugur og hætti hann við að sýna í það sinnið. En fyrir rúmri viku opnaði Kjarval svo formála- laust málverkasýningu í Listamannaskálanum og er það ágæt sýning, en ekki sú bezta frá hans hendi. Kjarval hefur fyrir nokkru fengið sér nýja vinnustofu í húsi Breiðfjörðs-blikksmiðju við Sigtún og bendir það ótv- rætt til að hann hugsi til auk- inna stórræða á sviði mynd- listar og verður gaman að fylgjast með því. Undanfar- in sumur hefur íþróttahús Jóns Þorstéinssonar verið aðal vinnusalur listamannsins og þar hefur undirritaður átt þess kost að sjá mörg nýjustu verk meistarans, í þann mund er hann var að ljúka sumarstarf- inu. — En það er sannfæring mín að á seinni árum hafi Jóhannes Kjarval gert sum allra beztu verk sín og það var því mikil eftirvænting hjá mér að fá að sjá þessa kunn- ingja að nýju. — En því mið- ur var þess ekki kostur nema að litlu leyti, því Kjarval helzt illa á verkum sínum, Stundum vilja jafnvel margir fá sama verkið og það kemur fyrir að Kjarval verði að beita hörðu til að forða því að listaverk verði hrifsað úr höndum hon- um, áður en hann hefur gefið því hinn síðasta pensildrátt. Sýning þessi hefði því get- að orðið ennþá magnaðri, ef sumar hinar sterku, allt að óhlutkenndu ,kompositionir um einn stein með mosagróðri1 hefðu verið með. En í slíkum verkum koma töfrar Kjarvals bezt fram, einnig í hraun- og mosamyndum og eru nokkur ágæt dæmi þeirra síðartöldu á sýningunni, svo sem nr. 7, 15 og 16. En þegar Kjarv- al málar fornar bernskuslóðir, fjöll í Borgarfirði eystra, er sem liann færist í annan ham og leggi meiri áherzlu á forms hlið verksins. Telja má vafasamt, að til- raun listamannsins með „standandi upphengingu11 listaverka sinni, hafi gefið sýningunni þann blæ, sem hann hugðist kalla fram og að mínum dómi hefði heildarsvip ur sýningarinnar orðið betri ef þessum ,,effekt“ hefði ekki verið beitt. Það leynir sér ekki að bæj- arbúar hafa fagnað því góða tækifæri til að njóta hinna á- gætu verka listamannsins, sem nú býðst í Listamanna- skálanum þessa dagana. Hins vegar væri athugandi fyrir meistárann að sýna verk sín á haustin, áður en búið er að höggva nokkur skörð í sum- arstarfið. G-Þ. Þið héyrið frá á næstunni Alþýðublaðið — 23. febr. 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.