Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 3
Framsókn vildi samn- inga 1958 Myrkur um miðjan dag SÓLMYRKVINN, sem sagt var frá í fréttum fyr- ir skemmstu, sást á ítal- íu. Bandarískur kvik- myndaframleiðandi, sem þar er staddur við töku myndarinnar, „Barrabas“ notað> tækifærið og kvik myndaði krosgfestingarat- riðið einmitt þegar sól- myrkvinn stóð sem liæst. Myndin er tekin vrð það tækifæri. — Við- staddir höfðu orð á því, hve áhrifamikið sviðið hefði verið. wviiiwmwtwmtwwwwwmwvww mvuwwmvwwwwmmvwvíwwwwv Kongó- menn vegast á Leopoldville, 2. marz. (NTB). 44 Kongómenn voru drepnir af kongóskum her- mönnum í dag í óeirðum í af- ríska bæjarhlutanum í Lulua- borg. Fór allt í háa loft eftir að Kongómenn höfðu drepið þrjá hermenn og sært aðra þrjá. — Meira en 1000 Kongónjenn hafa leitað hælis hjá SÞ, af ótta við hefndir. Spaak vantrúaður á heimsstyrjöld París, 2. marz. (NTB-Reuter). Paul Henri-Spaak fráfar- andi framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins sagði í kveðjuræðu sinni til starfsfólks síns í dag, að hugsunin um heimsstyrjöld nú á borð við styrjaldirnar 1914—1918 og 1939—1945 megi teljast frá- leit. Samkeppnin vrð kommún í Frakklandi, sagði í kveðju- ræðu í Ameríska klúbbnum í París í dag, að Atlantshafs- bandalagið þurfi að finna sér sameiginlega stefnu um kjarn- orkuvopn er allar NATO- þjóðirnar geti sameinast um. Hann kvað NATO hafa reynzt vel. í hans stað sem NATO- ambassador kemur Thomas Finletter. AUGLJOST er, að hér á landi er hópur manna, sem and vígur er því, að deila okkar við Breta leysist. Sá hópur vill ófrið við Breta, vegna þess að hann er andvígur samstöðu okkar með vestrænum þjóðum. Þannig mælti Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra við umræðurnar um landhelgina í gærkveldi. Hann kvað engan undra það þó kommúnistar vildu halda ófriði við grann- þjóðir okkar. En (hitt væri meira undrunarefni, að Fram- sóknarmenn skyldu þar fylgja kommúnistum. Sagði Emil, að samningar þeir, sem við nú gæt um fengið við Breta væru fram ar öllum vonum og mun hag- stæðari en samningar Norð- manna og Dana við Breta. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra talaði einnig af hálfu Alþýðuflokksins í um- ræðunum. Hann sagði, að um allan heim fengi sú skoðun æ meira fylgi, að þjóðunum bæri að semja sín á milli um deilu- mál sín og tækju þeir Krústjov og Kennedy m. a. undir þessa skoðun. Það hljómaði því hjá,- kátlega, er hér uppi á íslandi 'heyrðust raddir um það, að samningar um deilumál okkar við Breta væru landráð. Gylfi minnti á, að stjórn Hermanns Jónassonar hefði leitað eftir samningum við Breta um land- helgina 1958, en Bretar þá hafn að samningum. Nú byðist ís- lendingum mun hagstæðari samningur en þá snéri Fram- sókn við blaðinu og kallaði samninga svik. Kvaðst Gylfi telja það ótrúlegt að kjósend- ur Framsóknarflokksins gætu sætt sig við það, að Framsókn. tæki undir með kommúnistumi í sérhverju máli, en svo væri nú kömið, að alger samstaða væri með þessum flokkum í öll um málum. Málflutningur stjórnarand- stöðunnar í útvarpsumræðun- um var hinn ömurlegasti. Ræð- ur þeirra voru innantóm hróp um svik en engin rök gegn því, að rétt væri að taka hinum hag stæðu samningum, er við eig- um kost á. Var málflutningur stjórnarsinna óííkt rökfastari og skeleggari. istalöndin fari nú fram á sviði Oeirðir Oran, 2. marz. (NTB-AFP). Óeirðirnar í Oran lialda enn áfram. f dag særðust átta manns, er tvö mótorlijól, 2 exnkabílar og vörubíll voru brenndir. Gerðist þetta í sam- bandi við miklar kröfugöngur hægrimanna fyrir frönsku Alsír. efnahagsmála og liún sé liáð í Asíu, Afríku og S-Ameríku, en ekki í Evrópu. Spaak sagði, að ekki væri óeðlilegt, þótt ágreiningur yrði innan NATO. Hann kvað Atlantshafsbandalagið verða að laga sig eftir skoðun hinna einstöku NATO-þjóða á sam- eiginlegu markmiði á tímum er væru sífeldum breytingum undirorpnir. Burgess, fráfarandi ambassa dor Bandaríkjanna hjá NATO Hótel Island eða Hótel Saga?; HÓTEL ÍSLAND eða HÓTEL SAGA eru nöfnin, sem lielzt hafa komið til greina á gisti- húsið!, sem verður í mjiklum hluta bændahússins á Melun- um. Hefur byggingarnefnd húss ins raunar samþykkt íslands- nafnið, cf ekkert er því til fyr- irstöðu að nota það nafn, en að því frágengnu verður það Saga. Um siðustu áramót var búið að leggja 18 milljónir króna og skortir mikið fé til að halda byggingunni áfram. Hefur bygg i ingarnefndin leitað eftir 40—50 Framlrald á 5. síðu. wmmvmwvnwMVMUW Fengu ekki sjómenn á fundinn KOMMÚNISTAR og fylgifiskar þerrra héldu fund í fyrrakvöld í Bíó- höllinni á Akranesi. Mik- ill viðbúnaður var fyrir fundxnn, auglýst í útvarp inu, smalað um allar ftássur og stórar íyrir- sagnþ- úoVaðar óspart á Tímaviljanum og Þjóð- tímanum. Fundarboðendum tókst að smala um 130 manns til að hlýða á Inga R. Helgason, Daníel Ágúst- ínusson og Halldór E. Sigurðsson mótmæla út- færzlu landhelginnar og vrðurkenningu Breta á 12 niílunum. Rétt er að geta þess, að Bíóhöllin tekur um 400 m anns í sæti. Það vakti athygli, að sjómenn létu sig svo til alveg vanta á fundinn. unmMUHUWIHWItMHUV Siglufjöröur fagnar sam- komulaginu Fregn til Alþýðublaðsins, Siglufirði í gær, BÆJARSTJÓRN Siglufjarð- ar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem því er lýst yfir, að samkomulagið við Breta sé hagkvæm lausn á miklu hagsmunamáli þjóðarinn ar. Fundurinn var haldinn til að kjósa í ýmsar nefndir og ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 1961. En í lok fundarins lögðu bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflo'kksins fram svo- hljóðandi tillögu: Bæjarstjórn Siglufjarðar ályktar að með hliðsjón af öllum aðstæðum sé þingsálýktunartillaga ríkis- stjórnarinnar um lausn land- helgisdeilunnar í senn hag- kvæm og varanleg framtíðar- lausn á miklu hagsmunamáli þjóðarinnar og endanleg viður- kenning á íslenzkum sigri í al- varlegri milliríkjadeilu, jafn- framt því, að stigið er fyrsta sporið til frekarí friðunar land- grunnsins umfram 12 mflur, miðað við fyrri grunnlíu- punkta. Er tillaga þessi kom fram trylltust kommúnistar á fund- inum alveg. Kölluðu þeir flutn- ingsmenn tillögunnar landráða menn og létu öllum illum lát- um. Einn bæjarfulltrúanna spurði þá hvort ekki væri venjan sú í járntjaldslöndunum að taka landráðamenn af lífi. Og hvort svo mundi einnig gert hér, ef kommúnistar kæmust til valda. Einn kommúnistinn svaraði þá: „Það vona ég“. Tillagan var ►samþykkt með 5:4 atkv. Alþýðublaðið — 3. marz 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.