Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 13
Hólmfríður Kolbrún nema í S-Afríku ÞAÐ verður á fögrum vor degi í september,' sem lukku- riddararnrr, sem fengu fyrstu hnattferð í HAB koma til Höfðalrorgar í S.- Afríku. — Við sögðum hik- laust fögrum vordegi, því á Suðurhveli jarðar eru all- ir liinrr gráu haustdagar á Norðurhvelinu orðnir að yndislegum vordögum. Ferðin með hinu stóra og glæsilega skemmtiferðaskrpi „Southern Cross“ gengur iainkvæmt áætlun. Skipið er- einn glæsilegasti farkostur sem siglir undir brezkum fána, byggt eftir síðustu styrjöld beinlínis til þess að flytja skemmtiferðafólk um- hverfis jörðina og mrlli f jar- lægra áfangastaða á þeirri leið. Skipið sem er röskar 20 þúsund smálestir að stærð tekur aldrei vörur trl flutn- ings, heldur aðeins farþega og póst og fer fjórar ferðir umhverfis jörðina á ári hverju. Farþegarnir sem eru 1160 talsins njóta hvíldar og skemmtunar meðan á sjóferð rnni stendur. Sjór er ýjBr- leitt lognvær og sléttUfj á hinum suðlægu höfum, en %f kular um borð, þá er skiþið búið neðansjávargripiiin, sem draga úr veltingi. % Dagarnir líða vrð sjóbað f sundlaug skipsins, sólbað, leiki og dans. Þeir sem kyrrð ar vilja njóta geta líka fund- ið hana um borð í velbúnfe bókasafni skrpsins og hinum.’ kyrrlátari setustofum. Mat-; arföng eru veizlu líkust dag ' hvern. Svo rís Borðfjallið fræga xir hafi á Suðurodda Afríku. Við erum komin til Höfða- borgar, þess áfangastaðar, sem skiptr örlögum í lífi hinna miklu sæfara sem leit- uðu lengi þess landsenda, er opnaði leiðina austur fyrhr Afríku til Austurlanda. Höfðaborg er fögur og sérstæð borg, með gamalt svipmót Evrópu. Nýlenda var stofnuð þarna á miðri sautjándu öld og þar liafa síðan livítir menn haft fásta búsetu og eignast ný herm- kynni, afríkanskar kynslóð- ir hvítra manna fæðst þar og dáið og lifað sín mann- dómsár. Frá Höfðaborg gefst tæki færi til að komast inn á nvegrnland Afríku og kynn- ast þar einstæðri náttúru- fegurð og ósnortinni náttúru í þjóðgörðunx, þar sem villi dýr Afríku ganga um nxeðal bifreiðanna á akbrautunum og skjótast millr gildra trjá- stofxianna í frumskógunum. Þarna á þjóðvegunum 'eigum við von á margs kon- ar urnferð, svo sem fílum, ljónum, leopörðum og sem sagt öllum hinum stóru Villtu dýrum Afríku. Enpln liætta er þó á ferðum, því leiðsögumenn frá afríkönsku ferðaskrifstofunni, sem Ferðaskrrfstofan SUNNA í Reykjavík lætur taka á móti íslendingunum sjá um að fyllstu varúðarráðstafana sé gætt. Enda eru þessir frægu þjóðgarðar með frumskóg- Framhald á 12. síðu. Barcelona, 3. febr. Eg hefði ekki átt að vera alveg svona borubrött í tali utn komuna til Barce- lona. Magga hafði ekki fengið skeytið og beið því ekki á stöðinni. Líklega hefði ég týnt sjálfri mér fyrir fullt og allt í hinum óskiljanlega fólksfjölda, — ef María hefði ekki tekið mig upp á sína arma, hugg að mig með því að Mar- grét vinkona mín væri á- reiðanlega í Madrid, farið með mig heim til sín, hátt upp á hanabjálka í undar- legu húsi, — kynnt mig fyrir kettinum, móður sinni og bróður, kysst þau öll í krók og kring, klapp- að mér á vangann og þrýst mér til skiptis upp að vanga móður sinnar eða kettinum. — Kötturinn brást sannarlega ekki von- um neins. Hann var svo stór og feitur, að hann líkt- ist mun meir hundi en ketti, — jafnvel hefði mátt líkja honum við kálf. — Og María, móðir hennar, bróðir og kötturinn er sú feitasta og ánægðasta fjölskylda, sem ég hef nokkurn tíma séð. — Þau kysstust öll vel og lengi, — og svo fórum við að borða. Ef ekki hefði verið fyrir þrákelkni mína sæti ég þarna líklega enn. María sagði mér, að hún skrifaði hryllingssögur, svo kyssti hún köttinn, síðan mömmu sína, og nokkrum sinnum tók hún utan um það, sem hún náði af mitti hennar, lyfti henni upp og sveifl- aði henni í hring. — Það voru ægilegar aðfarir. Lík- lega er þessu líkt að sjá fíla láta vel hvern að öðr- um. En loks kvaddi ég mat- inn, Maríu, köttinn, móður hennar og bróður. (sem að sögn Maríu gengur ekki út vegna fitu), — og komst á f leiðarenda í bílnum kons- 1 úlsins. í gær var sólin svo hlý, að vart gerist hún hlýrri á júnídegi á Islandi. — Blómasölukonur sátu á göt um úti og ávaxtakaup- menn hrópuðu upp gildi vöru sinnar. — Þeir, sem séð hafa Spán segja, að Barcelona sé ekki sann- spönsk — en mér finnst hér allur annar andi en í Frakklandi — og á ég þá við í París — í gærdag dansaði fólltið hér helgi- dansa fyrir framan dóm- kirkjuna, hoppaði eftir kynlegri tónlist, sveiflaði sér og horfði til himins. — Og þetta voru bara vegfar endur úr strætinu, sem tóku höndum saman. köst uðu kápunum sínum inn á mitt svæðið og dönsuðu — af því að drottning Ijóssins átti þenna dag. **‘Út um gluggann sést fjallið Tibidabo, þangað sem Kölski á að hafa leitt Krist og boðið honum öll ríki veraldar. — En gott er, ef ekki eru mörg þau fjöll og margar þær þjóðir, „* sem eigna sér þennan at- burð. — En „allir vildu Lilju kveðið hafa“. Þarna uppi á fjallinu er kirkja, — sem ber við him in upp úr grænum trján- um, sem þekja fjallið. — En því miðUr er líka þarna uppi speglasalur og Para- dísarhjól Þótt nú séu engin nauta- öt og senoríturnar séu kannski ósköp venjulegar stelpur, — ef til vill óvenju lega búlduleitar og blóð- rjóðar um varirnar — eru gítarleikararnir og söngv- arnir engar þjóðsögur. — Hvarvetna á börum og kaffihúsum sitja menn, sem spila og syngja, — sjálfum sér og öðrum til ánægju. Þarna getur hver troðið upp, sem vill, — og sjálfsagt losar þetta marg- an manninn undan oki nið urbældrar tjáningarþarfar og löngunar til að sýna heiminum listir sínar. Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðið 3. marz 1961 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.