Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 16
Víst var hann skáld |! EINS og sagt var frá í fréttum í gær, hefur rit- höfundurinn IIja Ehren- burg nú rofiS rússnesku þögnina um skáidiS Boris Pasternak — og komizí að þeirri niðurstöðu, aS hann hafi reyndar verið mikið skáld, Þar með veitist honum nokkur vottur þeirrar vrðurkenn- ingar, sem honum var neitað um í föðurlandi sínu meðan hann lifði; og eru mönnum rcyndar minnisstæðar ennþá hinar hatrömmu árásrr rússn- eskra stjórnarvalda og rússneska rithöfundasam- bandsins á skáldið. — En máli Boris Pasternak er ekki lokið. Það er rík á- stæða til að ætla, að of- sóknirnar á hendur hon- um hafr líka náð til þeirra vina hans, sem ætíð héldu við liann tryggð. Hér er mynd af skáldinu með mæðgunum Olgu og Irinu Iwinskaja, sem dæmdar voru í fangelsi um ára- mótin. Stjórnarvöldin fullyrða, að þær liafi stol rð af eigum skáldsins. Aðrir ætla, að nú sé ver- ið að refsa þeim fyrir vináttuna. -Mvwmvw mvwwwwvwwvmwmvwHv ntmwwvmwwwmwvwwwwww VANT FÓLK1VINNU TIL EYJA Vestmannaeyjum í gær. HÉR GETUR KOMIÐ til mik illa vandræða vegna manneklu, ef ekki fæst hingað nægilega margt aðkomufólk til vinnu. Það aðkomufólk, sem var kom- ið hingað er allt farið aftur, og búið að ráða sig annars staðar. 1 Frystihúsin hafa nú verið að auglýsa eftir fólki, og ríður nú mikið á því, að hingað komi sem flestir, og það fljótt. í einu frystihúsanna er á- sxandið þannig, að um 70 til 80 manns vinna þar, þegar taldar eru með konur, sem koma til vinnu eftir hádegi. Frystihús þetta þarf allt að 180 manns í vinnu, ef vel á að vera. í dag voru 14 bátar á sjó héðan með línu og komu þeir inn í kvöld. Afli var fremur lélegur, sá hæsti var með 6 tonn. Veður er hér slæmt, og í dag ætluðu tveir bátar að róa með net, en urðu að snúa við vegna veðurs. Reynt verður að róa aftur í nótt, ef veður batn- i ar. Mörgum bátum seinkar nokk uð, þar sem þeir voru, er verk- fallið skall á, í eftirlifi o'g við- gerð, en öll slík vinna var stöðv- uð. Verður nú að hefjast handa við það sem frá var horfið, þétta bátana og annað. Getur þetta tafið bátana nokkurn ! tíma. Æsingar kommúnista vegna tillögunnar í landhelgismálinu, hafa.hlotið lítinn hljómgrunn meðal Vestmannaeyinga, enda eru þeir flestir ánægðir með samkomulagið. — P.Þ. NTB-Reuter. Um það bil 50 manns, þar á. meðal 19 lögreglumenn, slösuðust í óeirðunum milli lögreglu og verkfallsmanna í Monfalcone við Trreste í dag. 3000 verkfallsmenn reyndu að loka götu eftir kröfugöngu gegnum bæinn. Lögreglan notaði táragassprengjur til aS kljúfa mannfjöldann sem svar- aði með grjótkasti. Loftleiðir selja Heklu Kosið í Iðju um helgina LOFTLEIÐIR hafa nú selt Skymasterflugvél sína Heklu. “Það er brezka flugfélagið Lloyd’s International Aviation, SÍÐASTA kvöldið í 5- kvölda spilakeppni Al- þýðuflokksfélags Reykja- víkur verður í Iðnó í kvöld og hefst kl. 8.30 e. h. — Glæsileg kvöldverð laun. Fjölmennið stund- víslega. sem keypt hefur flugvélina. Bráðabirgðasamningar að kaup unum hafa nú verið undirrit- aðir, og verður flugvélin form- lega afhent brezka félaginu 13. þ. m. Hekla er síðust Skymaster- flugvéla Loftleiða, og á félagið nú eingöngu Cloudmastervélar, sem hafa reynst þeim mjög vel. Loftleiðir hafa stefnt að því að eignast eingöngu Cloudmaster vélar, og er salan á Skymaster vélinni eðlileg afleiðing þeirrar stefnu. í næsta mánuði verða eingöngu Cloudmasterflugvélar i á flugleiðum Loftleiða. Vélin, sem Loftleiðir keyptu af bandaríska flugfélaginu Pan American fyrir nokkru, mun Framh. á 12. síðu. 10 ára barátta Pnompenh, 2. marz. (NTB-Reuter). Souvanna Phouma prins, fyrrv. forsætisráðherrá hlut- leysrsstjórnarinnar í Laos, en býr nú landflótta í Kambods- ja, sagði þar í dag, að það myndi taka tíu ár að friða La- os mcð vopnavaldi. Hann nefndi þrjár mögulegar lausnir vandamálanna í Laos. Lausnir þær er Phouma nefndi eru þessar: 1. Myndun samsteypustjórnar er Pathet-Lao-hreyfingin á einnig fulltrúa að. Hreyfing þessi er undir áhrifum Rússa. 2. Myndun nýrrar hlutleysis- stjómar. 3. Ný ráðstefna ríkjanna 14 er undirbyggi nýjar kosn- ingar í Laos. STJÓRNARKJÖR í Iðju félagi verksmiðjufólks- í Reykja vík fer fram um helgina. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs er B-listi, en kommúnistar bcra fram A-lista. B-listinn fer hér á eftir: Aðalstjórn: Form.: Guðjón Sv. Sigurðs- son, Harpa. Varaform.: Þorvarð ur Áki Eiríksson, Amor. Ritari: Ingimundur Erlendsson, Iðja. Gjaldk.: Ingibjörg Arnórsdótt- ir, Svanur, Víkingur. Meðstj.: Jóna Magnúsdóttir, Andrés. Steinn Ingi Jóhannesson, Ríma. Guðmundur Jónsson, Nýja skó verksmiðjan. Varastjórn: Þorvaldur Ólafsson, Kassa- gerðin. Klara Georgsdóttir, ■Borgarþvottahúsið. Ingólfur Jónsson, O. J. & Kaaber. Endurskoðendur: Eyjólfur Daváðsson, Andrés. Sigurður Valdimarsson, Reyr- plast. ... Varaendurskoðandi: Halldór Christensen, ísaga. KOSNINGARSKRIFSTOFA b-listans er í Vonarstræti 4 (húsi VR), 3. liæð, Arás kommúnista verð- ur ekki lirundið nema hver maður geri sitt. Sjálfboðaliðar eru beðnir að j|i^menna ;og koma snemma báða kosninga- dagana. Kosið verður í skrifstofu Iðju, Skipholti 19 (Röðull) laug ardaginn kl. 10—7 og sunnu- daginn kl. 10—10. KJÓSIÐ SNEMMA — KJÓS IÐ B-LISTANN !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.