Alþýðublaðið - 08.03.1961, Side 1
- LIÐ VÍN
Á STOLINNI
BÁTSKEL
INNBROT var íranúð í út
sölu Áfengisverzlunar ríkisins
á Seyðisfirði í fyrrinótt. Var
þar að verki brezkur sjómað
ur, háeti á togaranum „Dinas“
frá Fleetwood. Þýfið 'var rúm
^ lega 40 flöskur af áfengi, aðal
f lega wliisky, og var megnið
af því komið í feitimar í gær
kvöldi, er Alþýðublaðið ótti
taj við Erlend Björnsson, bæj-
arfógeta.
Það var í gærmorgun, að út
sölustjórinn varð þess var, að
Ibrotizt hafði verið inn í verzl
unina og gcrði hann bæjarfó
geta þegar aðvart. Fyrirskipaði
Blaðið hefur hlerað —
Að Loftleiðir muni taka við
rekstri hótelsins á Kefla-
víkurvelli — og jafnvel
þegar um næstu mánaða-
mót.
■IIIIIHII «111 I I I ■!! I II ■ III I
ihann þegar leit í brezka tog
aranum, sem fyrr er getið, þar
sem borið hafði á ölvun skip
verja í landi þá um nóttina.
Yfirmenn togarans voru
bæjarfógeta hjálpsamir við
leitina og fundust fljótlega
rúmar 30 flöskur. Sumt var
falið Um 'borð, en annað
fannst í toá:tskel, sem sá
brezki ætlaði að nota til að
flytja varninginn um borð
og koma þeim megin að tog
aranum, er frá landi vissi.
En ekki hafði hann siglt
langt, er mikill leki kom að
fleytunni, að með naumind
um varð hleypt upp í Sjöru.
Liggur báturinn þar marandi
í kafi og fannst sumt áfeng
ið þar, eins og áður greinir.
Þá er talið, að eitthvað kunni
að hafa farið í sjóinn af þýf
inu, er sjávaitoáskann bar að.
Brezki sjómaðurinn, sem
er 33 ára gamall háeti, játaði
verknaðinn á sig við yfir-
heyrslur í gær. Kvaðst hann
hafa verið mjög ölvaður, er
Framhald á 15. síðu.
LEHMAN bezti maður Svisslendinganna
(segir í þýzka textanum, sem fylgdi þessari
mynd), horfir á og getur ekkert aðhafzt með
an Einar Sigurðsson skorar í leiknum, scm
lauk með íslenzkum sigri (14:12). Einar er
einn traustasti varnarleikmaður íslenzka liðs
ins, iHann hefur mikið komið við sögu í
skeytum undanfarinna daga til Aiþýðublaðs
ins. .
ÞÝZKI blaðaljósmyndarinn
Hans Apfel tók þessa Alþýðublaðs-
mynd. Hún kom frá Þýzkalandi í gær,
FLEIRI MYNDIR í ÍÞRÓTTAOPNU!
VAL ÍSLENDINGA í land-
helgismálinu er eins auðvelt
og einfalt og frekast má vera,
sagði Guðmundur í, Guð-
mundssen utanríkisráðherra á
alþingi í gær, er umræðan um
lausn deilunnar var á öðrum
degi. Guðmundur sagði, að ef
við höfnuðum þessum kosti
um lausn deilunnar mundi veg
ur okkar ekki mikill á alþjóða
vettvangi og hvorki 12 mílna
né 4 mílna fiskveiðilínurnar
yrðu okkur mikils virði eftir
það.
Ráðherrann ræddi í upp-
hafi máls síns um afstöðu and-
stöðuflokkanna sem er á yfir-
borðinu hin sama, en stafar af
ólíkum ástæðum hjá flokkun-
um. Hann rakti fyrst fyrri fer-
il Framsóknarflokksins í land-
helgismálinu, er flokkurinn
hefði í stjórnarforustu 1952
látið undirbúa útfærslu mjög
vandlega og boðið Bretum að
Jeggja málið fyrir alþjóðadóm
stólinn, er þeir ögruðu okkur.
Árið 1958 liafði framsókn einn
ig stjórnarforustu, þótti þá
skynsamlegt að leysa deiluna
og bauð samninga þannig að
aðrar þjóðir mættu veiða á
6—12 mílunum öllum allt ár-
ið, ef 12 mílurnar væru viður-
kenndar og smávægilegar
grunnlínubreytingar gerðar.
Nú er framsókn í stjórnar-
andstöðu og allt er öfugt hjá
henni. Hún telur það landráð
og svik, sem hún sjálf taldi
skynsamlegt og sjálfsagt að
gera, þegar hún var í stjórn.
Að henni amar það eitt, að
hún er í stjórnarandstöðu.
Með kommúnista kvað ráð-
herrann allt öðru máli að
gegua. Einar Olgeirsson hefði
látið bóka eftir sér í utanrík-
ismálanefnd 1948, þegar land-
grunnslögin voru þar til með-
ferðar, að við yrðum að fara
varlega í útfærslur, undirbúa
þær vel að lögum og leita und
irtekta annarra þjóða. Þá var
ekkert Atlantshafsbandalag
til að splundra, og Einar tal-
aði af viti og friði. Síðan hef-
ur hljóðið breytzt. Fyrst hafi
Lúðvík viljað færa út fyrir
Genfarfundinn, en það hefði
skapað hina mestu erfiðleika
milli okkar og annarra þjóða.
Eftir fundinn vildi hann eng-
an frest til að leita samþykkis
annarra þjóða, hejdur ifæra
út með mestum illindnm og ó-
friði. Öll afstaða Alþýðubanda
lagsmanna hefði verið þann-
ig, að það væri ekki útfærslan
ein, sem þeir hugsuðu mest
um, heldur að halda þannig á
henni, að sem mestum illind-
um og erfiðleikum ylli milli
okkar og bandamanna okkar,
til s»ð reyna að koma íslandi
úr Atlantshaftbandalaginu.
Það væri höfuðtilgangur
þeirra.
Framhald á 14. síðu.
tl
fc