Alþýðublaðið - 08.03.1961, Page 9

Alþýðublaðið - 08.03.1961, Page 9
* kemur, er ið rjóðið of íiana. Mun- a allt með fsemi. Þótt egnar vilja ísi en þær samt sjá lit í spegl- þær koma ’rú Sandén ína, en auk íslenzkum æri gott að fast, vekja r traust, — st mitt, og eg hana að- hvað gagn- m ég síðan ungum, ís- m, og full- Ekki þeim stúlkum og n, sem bet- l hafa tíma a á sig fegr r mörgum ia og kaupa í útlönd- þeim, sem sér úti um ii, sem ár- i stundum ki tíma né i fegrunar- daginn, en /lgjast með ta. anga hreint ðast óþarfa spurði ég flG VERÐ- LLEG ? — arið : ir geta ver- ;vo fallegar þær sjálfar ;kipta hér Hvert ald- sína töfra i, sem kona gnvart feg- gefast upp rða um sig, kipti lit og hér og þar. fyrir feg- er innri ró jafnvægi. Kona, sem ekki á þetta, getur aldrei verið falleg. Hvað viðvíkur ytri snyrt- ingu er það fyrs't að segja, að heflbrigðin er fyrir öllu. „Snyrtingu“ eða „heilbrigði“ tilheyrir allt, sem konan lætur ofan í sig, drekkur eða borðar. Hóf er bezt á hverjum hlut, — og því er næstum eins skaðlegt að vera sí- fellt að hugsa um línur eða heilbrigði, — unna sér aldrei neins munaðar — eins og að tína sífellt í sig frá morgni til kvölds, eta kökur, sætindi, reykja og drekká. Tóbaksreyk- ingar og óhófleg notkun áfengis fer mjög illa með húðina og allt útlit kon- unnar yfirleitt. — Andlitið skal gert hreint á kvöldin með hreinsunarkremi. Þetta krem skyldi vera sem „feitari.“ Kremið er óhreinindin á húðinni en þurrkast síðan burt. Hreinsunarkrem þrengja sér ekki inn í húðina, og er því rangt að halda, að slík krem geri húðina „feistari“. Kremið er húðinni aftur á móti níauðsynlegt, og dettur mér í þsssu sambandi í hug að taka dæmi um skó. Skórnir eru úr leðri, og húðin í andliti okkar er einnig nokkurs konar „leður“. Ef skórnir blotna vindast þeir upp, þorna og verða harðir, við mýkjum þá upp með kremi. Því skyldi húðin, sem fær að kenna allra veðra, vinds og regns, ekki þarfnast áburðar? Það er ljóst, að skór eru misjafn- lega sterkir. Eins er með húðina. Þeir skór, sem eru viðkvæmir, þurfa sérstaka hirðingu, — sú húð, sem er viðkvæm, þarfnast sér- stakrar umhirðu. Þannig má vera, að einstaka kona hafi það sterka húð, að hún þoli að hreinsa andlit sitt með vatni og sápu, en það heyrir til undantekn- inga — eins og þeir skór teljast til undantekninga, sem þola að gengið sé á þeim í rigningu og slabbi. Síðan skal nota nætur- krem, — en þá ber það helzt að varast að taka ekki of mikið. Örlítil arða, á stærð við matbaun, næg- ir í hvert sinn. Og til þess að vera viss um, að ekkert fari í koddann, eða eigin- maðurinn setji ekki upp snúð, er heillavænlegast að bera kremið á svo sem tíu mínútum áður en lagst er til hvíldar. (Þær tíu mín- útur má nota til að vinda úr undirfötunum og sokk- unum fyrir næsta dag). — Að þessum tíma liðnum hefur nægilegt krem þrengt sér inn í húðina, en afganginn, ef einhver er, skal strjúka burt með bréf- þurrku. í kremvali skal þess vel gætt, að það, sem einni hæfir, hæfir annarri ef til vill ekki, — og er því allt af bezt, að hafa vaðið fyrir neðan sig, kaupa eins lít- ið magn og unnt er, þegar ráðizt er í að kaupa eitt- hvað nýtt. Ungar stúlkur eiga oft við óhreina húð að stríða. — Hingað til hafa læknar ekki tekið þetta vandamál, — eða þennan sjúkdóm, nógu alvarlega, — en nú er læknum hér í Svíþjóð loks farið að skiljast, að ó- hrein húð er ekki einungis sýkt heldur sýkir hún út frá sér, veldur minnimátt- arkennd og óánægju, sem seinna getur reynzt erfitt að vinna bug á. Unglingar, sem éiga við mjög óhreina húð að stríða, ættu því að leita læknis skilyrðislaust. Síð- an er hreinlætið það mik- ilvægasta, heilbrigt líf- erni, nægur svefn og heilsusamlegt fæði. Súkku laði, ís, feitur ostur, kök- ur og annað slíkt, ætti að vera á bannlista. Tóbaks- reykingar eru einnig skað- ræði fyrir húðina. Enn er óhollt að nota of sterk meðul, en það er það, sem flestum hættir tH. Andlits vötn, sem innihalda mikið alkóhól og t. d. „brennslu- spritt“ eru alltof sterk fyr- ir húðina. Hárið hefur og sitt að segja. Feitt hár og óhreint hangir kannski fram í 'andlitið, ennistopp- ur yfir ennið, hreina loft- ið kemmst ekki að, — og allt andlitið steypist út í bólum og fílapenslum. Loks vildi ég segja, að ungar stúlkur, sem vilja lækna sjúka húð, ættu ekki að reyna að dylja sjúk leikann með púðri eða ,.meiki“, slíkt dylur lítið en tefur mikið fyrir bat- anum. Það eina „töfraráð", sem ég get gefið er þetta: Hreinlæti, varist að koma við útbrotin með höndunum, gætið að, hvað þið borðið, sofið nóg, og loks þetta: Einu sinni í hálfum mánuði getið þið reynt þetta töfraráð: Setj- ið svolítinn bómullar- hnoðra á trépinna, dýfið honum niður í brintover- ilte og setjið ofurlítið af hreinni sápu á pinnann. Með pinnanum strjúkið þið síðan yfir verstu fíla- penslana, sem eins og brenna upp, — en að því loknu skal gæta þess að skola húðina vel í köldu vatni. Og enn þetta. Munið að nota ekki of sterk með- ul á húðina. — Á morgnana hafa all- ar konur gott af köldu vatni framan í sig á hvaða aldursskeiði sem þær eru, og vatnið, sem er dýrlegt fegrunarmeðal, má gjarn- an sitja svolítið eftir á húðinni, — ekki þurrkast alveg burt. — Og nú kemur snyrt- ingin fyrir daginn. Um slíkt er ekki unnt að gefa neinar reglur, svo mjög er það háð smekk og vilja einstaklingsins, persónu- leika og útliti. En ýmsar grunnreglur eru til í þessu sem öðru. T. d. er vitað mál að stryk út frá auganu stækkar það og þessi strik hafa slegið í gegn í veröld- inni. Og konurnar nota augnskugga í öllum regn- bogans litum. Sumar gleyma þó að gæta þess, að augnskugga þarf að nota með varúð. Augnskugginn þarf ekki aðeins að fara vel við lit augans, heldur einnig kjólsins, hæfa tæki færinu, tímanum, öllum að stæðum. Því er það alveg rangt að nota sífellt sama lit á augnskugga. Sumar bláeygðar konur halda t. d. að þeim beri að nota sí- fellt bláa augnskugga, þær brúneygðu nota grænan eða brúnan o. s. frv. — Þessu lyktar með því, að þær hætta að sjá, hvernig þær rjóða á sig augnskugg anum, þær rjóða meiru en vera ber, — auga þeirra sljóvgast fyrir samræm- inu, og áhorfendum dauð- leiðist þessi klessa, sem þær sífellt rjóða í augna- lok sitt. Augnskugga á enn fremur að setja á þann hátt, að liturinn hverfi smám saman, — en ekki eins og stundum sést, að hann hverfi jafn skyndi- lega og hann byrjaði. Augnskuggi er nokkurs konar skartgripur, og eins og illa sæmir að bera sama skartgripinn við öll tæki- færi og allar aðstæður, — eins sæmir illa að bera sama augnskugga. Nú er sagt, að strikin eigi að vera brún, — í fyrra áttu þau endilega að vera svört. Þetta breytist auðvitað eftir því, hvað Framhald á 13. síðu M Alþýðublaðið — 8. marz 1961 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.