Alþýðublaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 8
MIKIL- MENNI ÞEGAR Bernard Shaw átti einu sinni a5 verða vitni að frumsýningu eins leikrits síns, sendi hann Winston Churchill 4 frí- miða. I umslaginu var bréf miði, sem á var skrifað: — Þér getið boðið nokkr um vinum yðar með — það er að segja, ef þér eigið þá nokkra vini. Churchill sendi um hæl svarbréf á þá leið, að því miður gæti hann ýmissa orsaka vegna ekki séð sér fært að vera við frumsýn- inguna. Og hann bætti við: — En ég vildi mjög gjarnan fá að skipta á mið- unum og miðum á næstu sýningu, það er að segja, ef einhverjir mæta þá. Ófögur lýsing ÁTJÁN ára strákgutti frá Vestur-Berlín hefur punktað hjá sér nákvæma og hrollvekjandi lýsingu á því, hvað hann mundi taka sér fyrir hendur síðasta daginn á jarðríki, ef hann hefði 'verið handtekinn dag inn áður. Piltungurinn, Roy Hoffmann, sem lögregl an tók þegar í vörzlu sína, hafði gert tilraun til þess að ráðast á nágrannakonu sína, frú Königin, sem er 77 ára gömul. Lögreglan rakst á svo- hljóðandi minnisplagg í vasa Hoffmanns: 1. Brenna allar eigur mín- ar. 2. Laga til í herberginu. 3. Drepa frú Königin. 4. Nauðga og pynta Hildu. 5. Skála fyrir dauða mín- um. 6. Taka inn dauðaskammt af svefnlyfjum. Dómstóll í V-Berlín dæmdi Hoffmann í 5 ára fangelsi fyrir meinta morð tilraun. NU þegar Eichmann verður áður en langt um líður, látinn svara til saka fyrir glæpi sína í heims- styrjoldinni, spyr fólk eðlilega þessarar spurn- ingar; Eru fleiri stríðs- glæpamenn, sem ekki hafa verið handteknir og dregn- ir fyrir rétt, hve margir og hvað verður gert, ef þeir finnast? Svarið við þessu er á þá leið, að enn eru margir stríðsglæpamenn, sem ekki hafa verið látnir standa reikningsskap gerða sinna. En sennilega hafa fáir þeirra eins glæfralegan feril að baki og Eichmann. Umræddastur stríðs- glæpamanna, sem ekki hafa verið dregnir fyrir dóm, er hægri hönd Hitl- ers, Martin Bormann. En sennilega er það aðeins á- róður að hann sé enn á lífi. Flest bendir til þess, að kenning enska sagn- fræðingsins Trevor-Roper um dauðdaga Bormanns sé rétt. Hann segir, að Bormann hafi fallið í loft árás á Friedrichsstrasse á flóttanum frá ríkiskanzl- arahöllinni. * SKUGGALEGUR LÆKNIR. Nýlega fannst hinn skuggalegi læknir Buchen- wald-fangabúðanna, dr. Mengele, í Argentínu. Mengele gerði viðbjóðsleg- ar tilraunir á stríðsföng- unum og vestur-þýzka stjórnin krafðist þegar í stað að fá hann framseld- an. En áður en nokkuð var gert í málinu, tókst dr. Menegele að flýja land. — Talið er, að hann fari nú huldu höfði í Brazilíu, en við það land ‘hefur Vestur- Þýzkaland engan samning gert tun gagnkvæmt fram- sal fólks. Heyrzt hefur í Haifa, að Israelsmenn hafi sent svip- aða sveit manna til Brazi- líu og þá, sem hafði upp á Eichmann og að hún hafi „slegið hring um felustað Mengeles.“ Vestur-Þjóðverjar eru hálfgramir yfir þessu og vestur-þýzkur embættis- maður hefur látið svo um mælt, að þótt eins mikið sé vitað um glæpaferil Men- geles í Þýzkalandi og í ísra el, geti Þjóðverjar ekki gripið til sams konar að- gerða og ísraelsmenn í Eichmannmálinu og þeim hélzt þar uppi. Engin nákvæm tala hef- ur verið haldin í Vestur- Þýzkalandi á stríðsglæpa- mönnum, sem lýst er eftir. Sumir þeirra eru gripnir öðru hverju og oftast af tilviljun. Sem dæmi má nefna mann nokkurn, sem var svo öruggur um sig, að hann bauð sig fram í kosn ingum um „prins“ á kjöt- kveðjuhátíðinni í Köln í fyrra mánuði. „Kosningunum“ var út- varpað og fyrrverandi stríðsfangi kannaðist strax þarna við fyrrverandi kvalara sinn úr fangabúð- unum. Þessi áhyggjulausi „frambjóðandi“ varð því að fara í fangaklefann í staðinn fyrir að setjast í hásætið. if GLÆPAMENN- IRNIR FARA HULDU HÖFÐI. Alfred Rapp, sem stjórnaði útrýmingarað- gerðum Heydrich gegn Zígaunum og Gyðingum í Smolensk var handtekinn í byrjun fyrra mánaðar í Essen, þar sem hann hafði setzt að og áunnið sér þar Dr. Mengele: Fer huldu höfði í Brazilíu. virðingu og vinsældir und- ir nafninu Ruppert. Hann hafði gerzt prentari og þóttist eins og Kölnarbú- inn óhultur. í samkvæmi sem hann hélt, sýndi hann gestunum gamlar ljós- myndir er hann tók. Einn gestanna brá skjótt við og kallaði á lögregluna. 25 ára gömul mynd hafði komið upp um gestgjafann. Arið 1958 var komið á fót sérstakri stofnun innan dómsmálaráðuneytisins, sem átti að samræma til- raunir Vestur-Þjóðverja við að hafa upp á og hegna stríðsglæpamönnum. Hlut- verk stofnunar þessarar er að rannsaka glæpi Þjóð- verja í fangabúðum í Pól- landi og Sovétríkjunum og öðrum þýzkhernumdum löndum. Þessi aðalskrifstofa tekur á móti ákærum, rannsakar þær og vinzar síðan úr þær kærur, sem hafa við óyggjandi rök að styðjast. Síðan er málið fengið í hendur dómsmálaráðuneyt- inu. Með þessu móti hafa um það bil 1000 stríðsglæpa- menn fengið dóm síðan í desember 1958. ic INTERPOOL NEITAR SAM- VINNU. Þetta er ekki auðvelt verk. Sem dæmi má nefna, að „aðalskrifstofan“ sendi nýlega ríkissaksóknaran- um í Frankfurt öll skjöl varðandi Auschwitz-fanga- búða-málið. Ákæran nær til 950 manna, þar af 28, sem hafa verið handteknir. Hvar eru hinir 922 ? Sumir þeirra hafa senni- lega verið sendir til aust- ur- eða vesturvígstöðv- anna, eftir að vitnin höfðu orðið að þola harðstjórn þeirra. Síðan hafa menn þessir fallið, horfið eða verið teknir til fanga. Aðr- ir hafa ef til vill komizt, úr landi eða lifað sómasam legu lífi undir fölsku nafni í Þýzkalandi, eins og áður nefndur Alfred Rapp. Þar við bætist svo, að í fjöldamörgum tilvikum þekkja vitnin ekki nöfn þeirra, sem þau ákæra. Þá er einnig erfitt að senda strokumannalýsingar til útlanda, „Interpol“ vill t.d. ekkert sinna þessum stroku mannalýsingum. Interpol segir, að lýst sé eftir þessu fólki fyrir póiitísk afbrot, en að hún fáist aðeins við glæpamál. Sama er uppi á teningn- um í Arabalöndum og þess vegna leynast líka hundr- uð þýzkra stríðsglæpa- manna í Kairó og Damask- us. Aðrir eru í Suður-Ame- ríku þar sem þeir hafa stundum setzt að í þýzkum bæjum. Öðru hverju kemst upp um stríðsglæpamenn- 4 „Prinsframbjóðandinn“ á kjötkveðjuhátíðinnj í Köln var stríð’sglæpamað ur og þekktist í sjónvarpinu ina af hreinni tilvil; vegna tómrar h þeirra sjálfra. ic LISTI YFIR SEM LEIKA LAUSUM H1 Einn örðugleikinr bandi við leitina að mönnunum er s Þýzkalands í tvo hl Þýzkaland viðui ekki stjórnina í aust anum og hefur þess ekki gert neinn s við stjórnina þar uj sal fanga. í raunini ur engum heilvita glæpamanni, sem fii böndin berast að að flýja frá V-Þýz til rússneska hernái isins. Á hinn bógh fjöldi fólks, sem eii statt um frá sovéts til V-Þýzkalands. Þýzkur stjóms reki segir, að oftast þetta sekt um mim stríðsglæpi, en þrá það, geti V-Þjóðver framselt það. Það einungis vegna þ vestur-þýzka stjórn urkenni ekki þá þýzku, heldur vegna þess, að oft afbrot þessa fólks lega smávægileg. Síðan „aðalskrií í Ludwigsburg var 1 fót hefur mjög vei á leitinni að stríð mönnunum, segir embættismaður. Friedman-stofnur Haifa lýsir nú ef þýzkum stríðsglæp um, heldur hann Við höfum einnig li um það bil 450, ei nær einnig yfir fól drýgði ekki ei glæpi gegn Gy t heldur einnig fó öðru þjóðerni, eii Póllandi, Eystrasa' um, Tékkóslóvak Rússlandi. Hversu beirra eru á líf hvorki Friedmansti né við minnstu hi / um. Enginn fær nöfn, hvorki frá ol Friedman-stofnunin gætum okkar betur ur fyrr. Þegar við komnir á slóð dr. ] es síaðist það út oj ig tókst honum a úr landi, þar sem ’ um fengið hann seldan til annars la sem það var ekki i; 3 8. apríl 1961. — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.