Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2
í atttstjór&r: GIsll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Lrróndal. — Fulltrúar rit- í MJÓmar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: 1 tWörgvin Guðmund 'n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml « 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- ! ífiötu 8—10. — Askriftargj ald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint 4 (Utg•fancL: Albýðuflok. urinn. —- Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansaon Dagur verkalýðsins t i í HÁTÍÐISDAGUR verkalýðsins, 1. maí, er á morgun. Verður dagurinn nú sem fyrr helgaður kjara- og réttindabaráttu launþega, þótt því verði ekki nejtað, að alþý2(a landsins hafi á seinni árurn ekki sýnt deginum þá rækt, sem áð ur var, eða fundið þýðingu hans á sama hátt sem fyrr. Því miður hafa deilur og klofningur mótað svip dagsins hér á landi hin síðari ár. Verkalýðs (baráttan er hér, eins og víða annars staðar, runnin saman viíð stjórnmálabaráttuna All- Ir flokkar á íslandi þykjast ýmist vera verkalýðsflokkar eða eiga vaxandi fylgi að fagna meðal launastétta, og flokkatogstreitan skapar sundrung, sem lamar krafta hreyfingarinn ar. Sérstaklega er þó skaðlegt, hvernig kommún istar beita verkalýðssamtökunum algerlega fyrir hinn pólitíska vagn sinn, og gerir það allt sam- starf við þá íllmögulegt. Alþýðuflokkurinn hefur frá stofnun sinni starf að að alhliða umbótum á réttindum og kjörum vinnandi manna. Flokkurinn hefur jafnan valið leiðir í baráttunni, sem voru ábyrgar ojg líkleg ar til heiðarlegs árangurs, en hafnað taumlausu stéttahatri, sem er grundvöllur undir baráttu kommúnista. Alþýðuflokkurinn vinnur að því að umbæta þjóðfélagið, kommúnistar að því að um turna því. Verkalýðurinn stendur nú á tímamótum. Löng reynsla er fengin af þeirri stefnu að spenna krónu tölu kaupsins upp í kapphlaupi við verðlag. ■Þeirri stefnu hefur því verið hafnað á alþihgi og heynd önnur, sú sem vel hefur gefizt með stuðn ingi verkalýðsflokka í nágrannalöndum. í fyrstu hefur viðreisnin leitt til verðhækkana, sem ekki hafa verið bættar upp með kauphækkunum, en ■að nokkru með fjölskyldubótum og skattalækkun um. Óviturlegt væri að umturna viðrefenarkerf inu og taka upp gamla kerfið aftur, en farsælla að haga kröfum. og baráttu í samræmi við festu Og öryggi. Þrátt fyrir erfiðleika efnahagslífsins hefur Al- þýðuflokknum tekizt að fá framgengt á alþingi frumvarpi um stórbætur á kjörum kvenna og réttindum. Flokkurinn hefur bent á leiðir eins og aukna ákvæðisvinnu til betri launa og vinnu foragða í ýmsum greinum. Fleiri hugmyndir eru á ferli, sem ættu með batnandi árferði að bæta verulega hag hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu, án þess að tekið sé upp aftur kapphlaup verðlags og launa. Áskriftarsíminn er 14900 FRÆDIMENN OG SKALD EIGA AÐ KALLA ÞJÚÐINA IIISTARFA NO ÞEGAR ÆTLAR þjóðin að taka þegj- andi Við handritunum? Ætlar hún að bíða í tómlæti og hafast ekki að, klæða sig aðeins í spari- föin og hrópa húrra á liafnar- bakkanum um leið og skipið skríður inn með dýrmætustu þjóðarverðmætin, sem lengi hafa dvalið í útlegð, kom'in heim loks ins effir aldri? — Heimkomu handritanna á að fylgja þjóðar- vakning. Það eru ekk'i aðeins prófessorar, vísindamenn, ráð- herrar og svokallandi „málsmet- andi menn“, sem eiga að taka víð handritunum. Þjóðin í hcild á að gera það, 1ÉG VIL hér með skora á for- ystumennna í þessum málum, að hefjast handa og kalla á þjóðina. Við eigum nú þegar að endur- vekja þá öldu, sem reis fyrir inokkrum árum þegar mest var rætt um endurheimt þessara þjóðardýrgripa. Þá var nefnd sett á laggirnar og skyldi hún stjórna allsherjar fjársöfnun meðal þjóðarinnar, en fyrir féð átti að b3rggja musteri þar sem handritin væru geyrrid. Það á að endurvekja þetta starf á enn breiðari grundvelli Og það á að gera það nú þegar. MARGIR fræðimenn og vís- indamenn, skáld og rithöfundar, hafa nú þegar tekið til máls um endurheimt handritanna, um á- lit sitt á málinu og skoðun sína á því hvar þau skuli geymd. — Ég fellst á skoðun þeirra, sem halda því fram, að miðstöð þeirra skuli verða í Skálholti. Það væri söguleg reynd að geyma þau þar, en taka síðan myndir af þeim til notkunar fyr ir vísindamenn hér í Reykjavuk. ALLT BENDIR til þess að mikill hluti skinnhandritanna hafi einmtt síðast farið um hend ■ur íslendinga á íslandi, í Skál- holti. Þess vegna virðist það vera sjálfsagt að þau verði geymd þar, en vísindamönnum og raun ar almenningi að starfi, auðveld að með því að hafa myndir af þeim hér. — Ég er ekki svo kunn ► ugur því hvernig húsakynni eru nú í Skálholti, að ég geti dæmt um það, hvort til sé staður fyrir þessa dýrgripi okkar. En ef þau eru þannig, að þar sé ekki heppi legt hús fyrir þau, þá verður að byggja það. OG ÞJÓÐIN á öll að byggja það með frjálsum framlögum. — Það á að hrinda af stað þjóðar- hreyfingu um þetta mál. For- ystuna verða vísindamennirnir, rithöfuridarnir og skáldin aðhafa — og þeir eiga að leita eftir sam- ráði við öll særstu samtök, sem tii eru í landinu. Hvar er nefnd in, sem starfaði að þessum mál- um fyrr nokkrum árum? Hvar er féð, sem þá safnaðist? Mér er kunnugt um að ýmsir söfnuðu álitlegum fjárfúlgum. Ég vona að þetta fé hafi ekki farið í ann- að. YIÐ FÁUM haridritin. Um- mæli Gunnars Gunnarssonar skálds á föstudaginn um það, hvernig við tökum á móti þeim, eru eftirtektarverð — og verða minnisstæð. Nú liggur við heið- ur okkar. Ætlum við að halda að okkur höndum? — Við meg- um engan tíma missa. Ef til vill verður komið með þessa þjóðar- dýrgripi okkar eftir nokkra mán uði. Það er bersýnilegt, að það verður að koma þeim fyrir í Landsbókasafninu til bráða- birgða, en ekki til frambúðar. t framtíðinni á að geyma þau 1 Skáiholti — og þar getur almenn ingur fengi að skoða þau gegn- gjaldi. \ ÉG VÆNTI þess, að þjóðin vakni nú þegar til vitundar um heiður sinn og skyldu sína. Ég vona, að það sannist ekki, sem kunnur maður sagði við mig l gær, að er.durheimt handritanna hefð kostað okkur of litla bar- áttu. Þess vegna áttaði þjóðin sig ekki nógu vel á því, um hversu stórfenglegan atburð % sögu hennar væri að ræða. FRÆÐIMENNIRNIR, rithöf- undarnir og skáldin verða að blása í herlúðrana nú þegar. —• Framh. á 14. síðu. löja, félag verksmiðjufólks flytur öllum félagsmönnum sínum beztu árnaðarósldr í tilefni 1. maí. Stjórn Iðju. 2 ,S0. apr'I 19-31 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.